Mo Salah svaraði með einu stóru brosi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 11:30 Mohamed Salah hefur skorað mest allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. EPA-EFE/Shaun Botterill Mohamed Salah hefur svarað nýjustu vangaveltunum um framtíð hans á Anfield og notaði hann samfélagsmiðla sína til þess. Framherji Liverpool hefur raðað inn mörkum fyrir efsta lið ensku úrvalsdeildarinnar en hann átti að vera ósáttur með lífið í Bítlaborginni. Svar Mohamed Salah við nýjustu fréttunum um sig var einfalt en um leið mjög táknrænt. Vinur Mohamed Salah úr egypska landsliðinu veitti viðtal á dögunum þar sem hann ræddi um Mohamed Salah og þá staðreynd hversu óánægður Salah væri hjá Liverpool. Salah átti meðal annars að hafa orðið reiður yfir því að fá ekki fyrirliðabandið á móti danska félaginu Midtjylland í Meistaradeildinni. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Umræddur vinur Salah og fyrrum liðsfélagi heitir Mohamed Aboutrika og hann sagði að það væru margar ástæður fyrir óánægju Salah hjá Liverpool og ennfremur að hann væri viss um að Liverpool myndi reynda að selja hann. Það er ekki hægt að túlka nýjustu færslu Mohamed Salah á samfélagsmiðlum sem annað en svar við þessum fréttum um meinta óánægju hans hjá Liverpool. Mohamed Salah birti þar mynd af sér skælbrosandi. Það er ekki oft sem við sjáum Egyptan svona sáttan með lífið og tilveruna. pic.twitter.com/BSF9qM5gsd— Mohamed Salah (@MoSalah) December 21, 2020 Mohamed Salah hefur líka yfir mörgu að gleðjast því hann er kominn með tveggja marka forskot á listanum yfir markahæstu menn eftir tvö mörk á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool liðið er líka með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar jólahátíðin rennur í garð og auk þess komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah hefur skorað 13 mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er að skora á 83 mínútna fresti í þessum leikjum. Hann er með 5 mörk og 3 stoðsendingar í 5 leikjum síðan að hann snéri aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna í Egyptalandi í landsleikjaglugganum. Enski boltinn Tengdar fréttir Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. 21. desember 2020 09:16 Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 10. desember 2020 13:00 Salah búinn að ná Cristiano Ronaldo Mohamed Salah skoraði fyrsta mark Liverpool í 4-0 sigrinum á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þar með búinn að skora 84 mörk í ensku úrvalsdeildinni. 7. desember 2020 14:01 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Framherji Liverpool hefur raðað inn mörkum fyrir efsta lið ensku úrvalsdeildarinnar en hann átti að vera ósáttur með lífið í Bítlaborginni. Svar Mohamed Salah við nýjustu fréttunum um sig var einfalt en um leið mjög táknrænt. Vinur Mohamed Salah úr egypska landsliðinu veitti viðtal á dögunum þar sem hann ræddi um Mohamed Salah og þá staðreynd hversu óánægður Salah væri hjá Liverpool. Salah átti meðal annars að hafa orðið reiður yfir því að fá ekki fyrirliðabandið á móti danska félaginu Midtjylland í Meistaradeildinni. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Umræddur vinur Salah og fyrrum liðsfélagi heitir Mohamed Aboutrika og hann sagði að það væru margar ástæður fyrir óánægju Salah hjá Liverpool og ennfremur að hann væri viss um að Liverpool myndi reynda að selja hann. Það er ekki hægt að túlka nýjustu færslu Mohamed Salah á samfélagsmiðlum sem annað en svar við þessum fréttum um meinta óánægju hans hjá Liverpool. Mohamed Salah birti þar mynd af sér skælbrosandi. Það er ekki oft sem við sjáum Egyptan svona sáttan með lífið og tilveruna. pic.twitter.com/BSF9qM5gsd— Mohamed Salah (@MoSalah) December 21, 2020 Mohamed Salah hefur líka yfir mörgu að gleðjast því hann er kominn með tveggja marka forskot á listanum yfir markahæstu menn eftir tvö mörk á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool liðið er líka með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar jólahátíðin rennur í garð og auk þess komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah hefur skorað 13 mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er að skora á 83 mínútna fresti í þessum leikjum. Hann er með 5 mörk og 3 stoðsendingar í 5 leikjum síðan að hann snéri aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna í Egyptalandi í landsleikjaglugganum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. 21. desember 2020 09:16 Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 10. desember 2020 13:00 Salah búinn að ná Cristiano Ronaldo Mohamed Salah skoraði fyrsta mark Liverpool í 4-0 sigrinum á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þar með búinn að skora 84 mörk í ensku úrvalsdeildinni. 7. desember 2020 14:01 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. 21. desember 2020 09:16
Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 10. desember 2020 13:00
Salah búinn að ná Cristiano Ronaldo Mohamed Salah skoraði fyrsta mark Liverpool í 4-0 sigrinum á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þar með búinn að skora 84 mörk í ensku úrvalsdeildinni. 7. desember 2020 14:01