Nýsmituð tengjast vinahópum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 14:20 Alma Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm Þau sem hafa verið að greinast með kórónuveiruna síðustu daga tengjast vinahópum, að sögn landlæknis. Vísbendingar eru um að faraldurinn sé á uppleið. Vel má vera að þegar búið er að bólusetja mestu áhættuhópa verði hægt að slaka á sóttvarnaaðgerðum. Sjö greindust innanlands með kórónuveiruna í gær, fimm voru í sóttkví. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að vísbendingar væru um að faraldurinn sé í vexti. Allir verði að halda áfram að passa upp á persónulegar sóttvarnir og halda sig sem mest heima. „Þeir sem eru að greinast tengjast vinahópum og það hefur gengið vel að rekja flest smit. Það er spurning hvort faraldurinn er á uppleið og rétt að minna á að það þarf lítið til að afturkippur komi í faraldurinn en tölur næstu daga munu taka af vafa um það,“ sagði Alma. Hún benti á að hlutfall jákvæðra sýna hefði verið 0,4 prósent fyrir nokkrum dögum en verið 0,9 prósent í gær. Innt eftir því hvort raunhæft væri að halda íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum áfram næstu mánuði, í ljósi þess að talsvert er enn í land varðandi bólusetningu, sagði Alma að enn væri mikil óvissa í þeim efnum. „En auðvitað verður reynt að létta hömlum í takti við framþróun bólusetninga. Og það er ekki tímabært að segja það á þessari stundu en það má vel vera að þegar búið er að bólusetja þá sem eru í stærstu áhættuhópunum, aldraða og þá sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma, að þá verði eitthvað hægt að slaka á. En nákvæmlega í hvernig skrefum eða tímasetningu þess er ekki tímabært að ræða en það hefur auðvitað verið leiðarljós allan faraldurinn að hafa ekki meira íþyngjandi aðgerðir en þörf er á,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. 21. desember 2020 13:32 Telja hagsmunum Íslands betur borgið með 445 milljónunum í ESB Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32 Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. desember 2020 10:53 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Sjá meira
Sjö greindust innanlands með kórónuveiruna í gær, fimm voru í sóttkví. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að vísbendingar væru um að faraldurinn sé í vexti. Allir verði að halda áfram að passa upp á persónulegar sóttvarnir og halda sig sem mest heima. „Þeir sem eru að greinast tengjast vinahópum og það hefur gengið vel að rekja flest smit. Það er spurning hvort faraldurinn er á uppleið og rétt að minna á að það þarf lítið til að afturkippur komi í faraldurinn en tölur næstu daga munu taka af vafa um það,“ sagði Alma. Hún benti á að hlutfall jákvæðra sýna hefði verið 0,4 prósent fyrir nokkrum dögum en verið 0,9 prósent í gær. Innt eftir því hvort raunhæft væri að halda íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum áfram næstu mánuði, í ljósi þess að talsvert er enn í land varðandi bólusetningu, sagði Alma að enn væri mikil óvissa í þeim efnum. „En auðvitað verður reynt að létta hömlum í takti við framþróun bólusetninga. Og það er ekki tímabært að segja það á þessari stundu en það má vel vera að þegar búið er að bólusetja þá sem eru í stærstu áhættuhópunum, aldraða og þá sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma, að þá verði eitthvað hægt að slaka á. En nákvæmlega í hvernig skrefum eða tímasetningu þess er ekki tímabært að ræða en það hefur auðvitað verið leiðarljós allan faraldurinn að hafa ekki meira íþyngjandi aðgerðir en þörf er á,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. 21. desember 2020 13:32 Telja hagsmunum Íslands betur borgið með 445 milljónunum í ESB Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32 Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. desember 2020 10:53 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Sjá meira
„Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. 21. desember 2020 13:32
Telja hagsmunum Íslands betur borgið með 445 milljónunum í ESB Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. desember 2020 10:53