„Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 21. desember 2020 13:32 Víðir Reynisson var mættur aftur í brúnna á upplýsingafundinn í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. Reiknað hafði verið með því að Víðir yrði frá vinnu fram yfir áramót. Hann var hins vegar óvænt kominn aftur í eldlínuna á föstudaginn þegar stórar skriður féllu á Seyðisfjörð með hörmulegum afleiðingum. „Heilsan er ágæt,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. „Þetta tekur einhverjar vikur og mánuði að ná sér eftir þetta segja mér sérfræðingar. En hér er ég kominn og meðan ég get lagt til lið verð ég í vinnu. En ég þarf að fara mjög varlega.“ Það vakti marga til umhugsunar þegar Víðir sjálfur greindist með Covid-19. Sá sem hafði allt árið verið með varúðarorð vegna veirunnar á lofti, hvatt landsmenn til dáða og skammað þegar honum þótti fólk vera farið að gleyma sér. Gagnrýnisraddir heyrðust varðandi gestagang á heimili Víðis helgina áður en hann greindist með smit. „Þetta eru átta einstaklingar utan minnar fjölskyldu sem komu í heimsókn til okkar á einni helgi,“ segir Víðir. „Auðvitað getur maður alltaf horft til baka og sagt að það hefði átt að gera eitthvað öðruvísi og allt slíkt. Þarna smitast náttúrulega einstaklingar. Eitthvað gekk ekki eins og við vildum. Við töldum okkur vera að gæta allra sóttvarna og annað,“ segir yfirlögregluþjónninn. Þetta sé bara staðan. „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja.“ Upplýsingafundurinn í dag var sá síðasti fyrir jól. Næst verður fundur mánudaginn 28. desember. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Sjá meira
Reiknað hafði verið með því að Víðir yrði frá vinnu fram yfir áramót. Hann var hins vegar óvænt kominn aftur í eldlínuna á föstudaginn þegar stórar skriður féllu á Seyðisfjörð með hörmulegum afleiðingum. „Heilsan er ágæt,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. „Þetta tekur einhverjar vikur og mánuði að ná sér eftir þetta segja mér sérfræðingar. En hér er ég kominn og meðan ég get lagt til lið verð ég í vinnu. En ég þarf að fara mjög varlega.“ Það vakti marga til umhugsunar þegar Víðir sjálfur greindist með Covid-19. Sá sem hafði allt árið verið með varúðarorð vegna veirunnar á lofti, hvatt landsmenn til dáða og skammað þegar honum þótti fólk vera farið að gleyma sér. Gagnrýnisraddir heyrðust varðandi gestagang á heimili Víðis helgina áður en hann greindist með smit. „Þetta eru átta einstaklingar utan minnar fjölskyldu sem komu í heimsókn til okkar á einni helgi,“ segir Víðir. „Auðvitað getur maður alltaf horft til baka og sagt að það hefði átt að gera eitthvað öðruvísi og allt slíkt. Þarna smitast náttúrulega einstaklingar. Eitthvað gekk ekki eins og við vildum. Við töldum okkur vera að gæta allra sóttvarna og annað,“ segir yfirlögregluþjónninn. Þetta sé bara staðan. „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja.“ Upplýsingafundurinn í dag var sá síðasti fyrir jól. Næst verður fundur mánudaginn 28. desember.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Sjá meira