Keegan Brown hefur varla getað æft pílukast á árinu því hann hefur verið að berjast á mikilvægari stöðum.
Hann vinnur nefnilega hjá bresku heilbrigðisþjónustunni, NHS, þar sem hann aðstoðarmaður í þjónustu við blóðgjöf á spítalanum á Wighteyju.
Mikið álag hefur eðlilega verið á spítalanum á árinu vegna kórónuveirufaraldursins en þrátt fyrir fáar æfingar á þessu ári mætti Brown með bullandi sjálfstraust í Alexandra Palace í kvöld.
Hann gerði sér lítið fyrir og skellti Ryan Meikle, 3-0, og er þar af leiðandi kominn áfram í 64 manna úrslitin. Hann hefur lengst náð í 16 manna úrslitin og var eðlilega létt eftir leik kvöldsins.
" , . ..."
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 20, 2020
Hear from an emotional Keegan Brown after his whitewash victory over Ryan Meikle pic.twitter.com/h1WveDOdI3
Flestir bjuggu við hörku leik milli Ryan Searle og Jeffrey de Zwaan en svo var heldur betur ekki. Searle var mikið mun betri og vann leikinn 3-0.
Hollendingurinn Vincent van der Vort lenti 2-0 undir gegn Ron Meulenkamp í 64 manna úrslitunum en kom til baka og vann 3-2. Skotinn vinsæli, John Henderson, er þó úr leik eftir 3-1 tap gegn Jonny Clayton.
Öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan.
Úrslit dagsins:
Derk Telnekes - Nick Kenny 2-3 (92 manna úrslit)
Jason Lowe - Dmitriy Gorbunov 3-1 (92 manna úrslit)
Maik Kuivenhoven - Matthew Edgar 0-3 (92 manna úrslit)
Vincent van der Voort - Ron Meulenkamp 3-2 (64 manna úrslit)
Martijn Kleermaker - Cameron Carolissen (Martijn greindist með kórónuveiruna og því er Cameron kominn áfram í 64 manna úrslitin)
Keegan Brown - Ryan Meikle 3-0 (92 manna úrslit
Jeffrey de Zwaan - Ryan Searle 0-3 (64 manna úrslit)
Jonny Clayton - John Henderson 3-1 (64 manna úrslit)

HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.