Serbinn Vladimir Ivic var maðurinn sem ráðinn var til félagsins í haust og ljóst að honum var ætlað að koma liðinu beinustu leið upp úr Championship deildinni.
Eftir 2-0 tap gegn Huddersfield á útivelli í gær sendi félagið frá sér tilkynningu þess efnis að Ivic hefði verið rekinn úr starfi.
Ivic stýrði Watford í tuttugu deildarleikjum, vann níu leiki, gerði sjö jafntefli og tapaði fjórum en liðið situr í 5.sæti deildarinnar, níu stigum á eftir toppliði Norwich.
Watford FC confirms the departure of Head Coach Vladimir Ivi with immediate effect.
— Watford Football Club (@WatfordFC) December 19, 2020