Ein af sögum mótsins: 66 ára gamli Lim skellti Humphries Anton Ingi Leifsson skrifar 18. desember 2020 23:01 Lim vann hugu og hjörtu píluheimsins með sigrinum í kvöld. Luke Walker/Getty Images Saga dagsins á heimsmeistaramótinu í pílukasti er Paul Lim. Hinn 66 ára gamli Lim kemur frá Singapúr og gerði sér lítið fyrir og fleygði Luke Humphries úr keppni. Það stefndi flest í auðveldan sigur Luke Humphries sem er mun ofar en Lim á heimslistanum en einnig hefur Lim varla spilað pílu á árinu vegna faraldursins. Hann hefur ekki náð að taka þátt í neinum mótum. Luke komst í 2-0 en þá vaknaði hinn þaulreyndi Lim. Hann vann sig hægt og rólega inn í leikinn og jafnaði metin í 2-2. Það þurfti því úrslitasett um sætið í 32-manna úrslitunum og hinn brosmildi Lim vann orystuna 3-1. Incredible scenes here at Ally Pally as 66-year-old Paul Lim, in his 25th World Championship, comes from 2-0 down to defeat Luke Humphries 3-2!Now that, was DRAMA! pic.twitter.com/UUscNmsZQf— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020 Dagurinn byrjaði hins vegar ekki vel fyrir þá sem vonuðust eftir spennandi degi. Fyrstu tveir leikir dagsins fóru 3-0 og þar var lítið um spennu. Það var fyrst í leik Wayne Jones og Ciarán Teehan sem spenna myndaðist en sá leikur fór alla leið í úrslitasett. Fyrstu tveir leikir kvöldsins, fóru líkt og leikur Luke og Paul Lim, í úrslitasett en Dirk van Duijvenbode og hinn þaulreyndi John Henderson komust áfram eftir 3-2 sigra. Í síðasta leik kvöldsins var það svo James Wade sem lenti ekki í neinum vandræðum með Callan Rydz. Lokatölur 3-0. It's a comprehensive whitewash victory for James Wade over a below par Callan Rydz to close out the action on Day Four! pic.twitter.com/C38SmzwRlc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020 Öll úrslit dagsins: Mickey Mansell - Haupai Puha 3-0 Darius Labanauskas - Chengan Liu 3-0 Wayne Jones - Ciarán Teehan 3-2 Jamie Hughes - Adam Hunt 0-3 Dirk van Duijvenbode - Bradley Brooks 3-2 John Henderson - Marko Kantele 3-2 Luke Humphries - Paul Lim 2-3 James Wade - Callan Rydz 3-0 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira
Það stefndi flest í auðveldan sigur Luke Humphries sem er mun ofar en Lim á heimslistanum en einnig hefur Lim varla spilað pílu á árinu vegna faraldursins. Hann hefur ekki náð að taka þátt í neinum mótum. Luke komst í 2-0 en þá vaknaði hinn þaulreyndi Lim. Hann vann sig hægt og rólega inn í leikinn og jafnaði metin í 2-2. Það þurfti því úrslitasett um sætið í 32-manna úrslitunum og hinn brosmildi Lim vann orystuna 3-1. Incredible scenes here at Ally Pally as 66-year-old Paul Lim, in his 25th World Championship, comes from 2-0 down to defeat Luke Humphries 3-2!Now that, was DRAMA! pic.twitter.com/UUscNmsZQf— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020 Dagurinn byrjaði hins vegar ekki vel fyrir þá sem vonuðust eftir spennandi degi. Fyrstu tveir leikir dagsins fóru 3-0 og þar var lítið um spennu. Það var fyrst í leik Wayne Jones og Ciarán Teehan sem spenna myndaðist en sá leikur fór alla leið í úrslitasett. Fyrstu tveir leikir kvöldsins, fóru líkt og leikur Luke og Paul Lim, í úrslitasett en Dirk van Duijvenbode og hinn þaulreyndi John Henderson komust áfram eftir 3-2 sigra. Í síðasta leik kvöldsins var það svo James Wade sem lenti ekki í neinum vandræðum með Callan Rydz. Lokatölur 3-0. It's a comprehensive whitewash victory for James Wade over a below par Callan Rydz to close out the action on Day Four! pic.twitter.com/C38SmzwRlc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020 Öll úrslit dagsins: Mickey Mansell - Haupai Puha 3-0 Darius Labanauskas - Chengan Liu 3-0 Wayne Jones - Ciarán Teehan 3-2 Jamie Hughes - Adam Hunt 0-3 Dirk van Duijvenbode - Bradley Brooks 3-2 John Henderson - Marko Kantele 3-2 Luke Humphries - Paul Lim 2-3 James Wade - Callan Rydz 3-0 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Öll úrslit dagsins: Mickey Mansell - Haupai Puha 3-0 Darius Labanauskas - Chengan Liu 3-0 Wayne Jones - Ciarán Teehan 3-2 Jamie Hughes - Adam Hunt 0-3 Dirk van Duijvenbode - Bradley Brooks 3-2 John Henderson - Marko Kantele 3-2 Luke Humphries - Paul Lim 2-3 James Wade - Callan Rydz 3-0
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira