Solskjær var ósáttur við þegar Marcus Rashford var sparkaður niður undir lokin. Rashford skoraði tvö marka United í 2-3 sigri.
„Við vissum að þetta yrði slagur og það yrði sparkað í okkur,“ sagði Solskjær.
„Það er ekkert að heiðarlegum tæklingum en það voru nokkrar harðar fyrir framan mig. Kannski fór ég yfir strikið en ég baðst afsökunar og við Wilder fáum okkur drykk saman eftir leikinn.“
United hefur unnið alla sex útileiki sína á tímabilinu þrátt fyrir að lenda undir í þeim öllum. Liðið er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Sheffield United er aftur á móti rótfast við botninn eftir að hafa aðeins náð í eitt stig í fyrstu þrettán deildarleikjum sínum.