Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2020 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2020 13:00 Úr vöndu er að ráða þetta árið. Vísir Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2020 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um fimm þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þær hafa aldrei verið fleiri. Þorgeir, Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Björgunarsveitarfólk vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 30. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Alma D. Möller Landlæknir hefur staðið í ströngu á árinu en hún er æðsti yfirmaður heilbrigðisþjónustu í landinu. Alma hefur notað hvert tækifæri til að hrósa því sem vel er gert og hvatt þjóðina til dáða. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónninn hefur verið í stóru hlutverki í kórónuveirufaraldrinum og stýrt vel á annað hundrað upplýsingafundum af yfirvegun. Hann hefur minnt á mikilvægi samstöðu í baráttunni við Covid-19. Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir hefur verið í aðalhlutverki í glímu landsmanna við Covid-19. Hann hefur lagt línurnar í aðgerðum hér á landi með það að markmiði að lágmarka dauðsföll og álag á heilbrigðisstofnanir. Hildur Guðnadóttir Tónskáldið sópaði til sín verðlaunum og viðurkenningum á árinu. Hún vann bæði Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl. Þá er hún tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í Jókernum. Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur farið fyrir ÍE sem hefur spilað stóra rullu í baráttunni við Covid-19 með greiningu á sýnum hér á landi. Hann hefur talað fyrir mikilvægi aðgerða og þykir af mörgum hreinskilinn og heiðarlegur í nálgun sinni. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Hefur svo sannarlega staðið vaktina í heimsfaraldrinum. Álagið hefur verið afar mikið hvort sem er á heilsugæslu eða spítölunum hvar á landi sem er. Fólk sem útsetti sjálft sig til að hjálpa öðrum í baráttunni við Covid-19. Sara Björk Gunnarsdóttir Fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og skoraði eitt marka Lyon í úrslitaleiknum. Fyrirliði kvennalandsliðsins sem tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu 2022. Helgi Björns Söngvarinn var áberandi á sjónvarpsskjánum, yljaði mörgum um hjartarætur og stytti fólki stundir með flutningi sínum og gesta á laugardagskvöldum þegar fólk var svo til innilokað á heimilum sínum. Katrín Oddsdóttir Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur verið í fararbroddi fólks sem berst fyrir nýrri stjórnarskrá. Félagið safnaði um 41 þúsund undirskriftum þar sem nýrrar stjórnarskrár er krafist. Ásgeir Jónsson Tók við embætti seðlabankastjóra í ágúst í fyrra og hefur staðið í brúnni á tímum þar sem efnahagshorfur fara síversnandi. Seðlabanki hefur lægt öldurnar í efnahagslífinu á meðan það er ólgusjór allt í kring meðal annars með lægri stýrivöxtum. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2020? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Uppfært: Lokað hefur verið fyrir kosningu. Úrslitin verða tilgreind í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni í fyrramálið og hér á Vísi. Fréttir ársins 2020 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Þorgeir, Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Björgunarsveitarfólk vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 30. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Alma D. Möller Landlæknir hefur staðið í ströngu á árinu en hún er æðsti yfirmaður heilbrigðisþjónustu í landinu. Alma hefur notað hvert tækifæri til að hrósa því sem vel er gert og hvatt þjóðina til dáða. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónninn hefur verið í stóru hlutverki í kórónuveirufaraldrinum og stýrt vel á annað hundrað upplýsingafundum af yfirvegun. Hann hefur minnt á mikilvægi samstöðu í baráttunni við Covid-19. Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir hefur verið í aðalhlutverki í glímu landsmanna við Covid-19. Hann hefur lagt línurnar í aðgerðum hér á landi með það að markmiði að lágmarka dauðsföll og álag á heilbrigðisstofnanir. Hildur Guðnadóttir Tónskáldið sópaði til sín verðlaunum og viðurkenningum á árinu. Hún vann bæði Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl. Þá er hún tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í Jókernum. Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur farið fyrir ÍE sem hefur spilað stóra rullu í baráttunni við Covid-19 með greiningu á sýnum hér á landi. Hann hefur talað fyrir mikilvægi aðgerða og þykir af mörgum hreinskilinn og heiðarlegur í nálgun sinni. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Hefur svo sannarlega staðið vaktina í heimsfaraldrinum. Álagið hefur verið afar mikið hvort sem er á heilsugæslu eða spítölunum hvar á landi sem er. Fólk sem útsetti sjálft sig til að hjálpa öðrum í baráttunni við Covid-19. Sara Björk Gunnarsdóttir Fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og skoraði eitt marka Lyon í úrslitaleiknum. Fyrirliði kvennalandsliðsins sem tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu 2022. Helgi Björns Söngvarinn var áberandi á sjónvarpsskjánum, yljaði mörgum um hjartarætur og stytti fólki stundir með flutningi sínum og gesta á laugardagskvöldum þegar fólk var svo til innilokað á heimilum sínum. Katrín Oddsdóttir Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur verið í fararbroddi fólks sem berst fyrir nýrri stjórnarskrá. Félagið safnaði um 41 þúsund undirskriftum þar sem nýrrar stjórnarskrár er krafist. Ásgeir Jónsson Tók við embætti seðlabankastjóra í ágúst í fyrra og hefur staðið í brúnni á tímum þar sem efnahagshorfur fara síversnandi. Seðlabanki hefur lægt öldurnar í efnahagslífinu á meðan það er ólgusjór allt í kring meðal annars með lægri stýrivöxtum. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2020? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Uppfært: Lokað hefur verið fyrir kosningu. Úrslitin verða tilgreind í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni í fyrramálið og hér á Vísi.
Fréttir ársins 2020 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira