Kristján sagði að nokkrir hefðu þegið boðið því mörg húsanna liggi undir skemmdum og því hafi verið brýnt að losa vatn og aur eins og hægt er til að forða frekara tjóni.
Líkt og í gær verður fólk að vera búið að yfirgefa rýmingarsvæðið fyrir klukkan hálf fimm síðdegis.
Um fimm leytið hefst síðan stöðufundur lögreglunnar á austurlandi, ríkislögreglustjóra og veðurstofu Íslands þar sem meðal annars verður tekin ákvörðun um það hvort fólk geti snúið aftur heim til sín í nótt.
Kristján telur það reyndar fremur ólíklegt í ljósi óhagstæðrar veðurspár.