Viðskipti ársins 2020: Ókyrrð hjá Icelandair, konan sem lagði Pennann og allur maturinn sem fór í ruslið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2020 09:01 Viðskiptaárið 2020 var viðburðaríkt. Vísir Kórónuveirufaraldurinn setti bæði langt og mikið strik í reikning íslenskra fyrirtækja á árinu með tilheyrandi atvinnuleysi, lokunum, tekjufalli og öðrum áföllum. Vendingar í Samherjamálinu, flugferð Icelandair upp og niður í ókyrrð faraldursins sem fól í sér stærstu fjöldauppsögn sögunnar hér á landi og flókna kjaradeila flugfreyja við flugfélagið, sigur lítilmagnans gegn stórfyrirtæki í dómsal, kaupæði landsmanna á tímum samkomutakmarkana, algjört hrun í komu ferðamanna, fjöldauppsagnir og ýmis konar gjaldþrot. Svona mætti áfram telja, það var skammt stórra högga á milli í viðskiptalífinu árið 2019. Í þessari stuttu yfirferð verður þó ekki lagt mat á það hvaða viðskiptafréttir á liðnu ári voru stærstar, mikilvægastar eða mest afhjúpandi. Hér verður það áhugi sem ræður för; hvað þótti lesendum Vísis áhugaverðast, eftirtektarverðast eða beinlínis skemmtilegast á viðskiptaárinu sem er að líða? Óveðurskýin voru farin að hrannast upp áður en faraldurinn skall á „Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi“. Svo hljóðaði fyrirsögn á frétt Vísi þann 5. febrúar síðastliðinn sem rataði inn á lista Vísis yfir mest lesnu viðskiptafréttir ársins, um þremur vikum áður en kórónuveiran greindist fyrst hér á landi. Það segir því ýmislegt um hvaða stöðu efnahagurinn var í hér á landi, áður en ein dýpsta kreppa í sögu heimsins skall á heimsbyggðina af fullu afli. Það skal því engan undra að viðskiptafréttir sem tengjast kórónuveirufaraldrinum með einum eða öðrum hætti raði sér þétt á lista yfir mest lesnu viðskiptafréttir ársins á Vísi. Rafskúturnar stálu senunni Lesendum kann þó mögulega að koma á óvart að mest lesna viðskiptafrétt Vísis á árinu tengist kórónuveirufaraldrinum nánast ekki neitt. Hún tengist rafskútuæðinu sem virðist hafa gripið landsmenn á þessu ári. Þannig sagði Vísir frá því í febrúar að Guðni Kristjánsson framkvæmdastjóri hjá Actus hafi loksins fengið, eftir langvinna baráttu sína við kerfið, að leysa 800 rafhlaupahjól sín út úr tollinum. Í viðtalinu lýsti hann viðureign sinni við kerfið við það að fá að leysa hjólin úr tollinum. „Það var allt tortryggt. Allt þurfti að koma beint frá framleiðanda sem ekki var auðvelt því framleiðandinn er úti í Kína. Þar er allt hálflamað,“ sagði Guðni í samtali við Vísi sem tókst þó að lokum að fá hjólin úr tollinum. Óhætt er að segja að rafskútuæði hafi gripið landsmenn á þessu ári. Innflutningur á slíkum tækjum hefur margfaldast og í sumar var vart þverfótað fyrir tækjunum á götum Reykjavíkur, enda skjóta hlaupahjólaleigur upp kollinum eins og gorkúlur, líkt og fjallað var um í ítarlegri fréttaskýringu á Vísi í haust. En þá að faraldrinum og áhrifum hans... Það væri að bera í bakkafullan lækinn að reyna að fara yfir öll þau margvíslegu áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á fyrirtæki, heimili og einstaklinga hér á landi. Fréttir af rekstrarerfiðleikjum fyrirtækja voru fyrirferðarmiklar á árinu, ekki síst innan veitingageirans, enda hefur allt niður í tíu manna samkomubann gert veitingastöðum- og skemmtistöðum erfitt fyrir. Þannig var veirunni lýst sem „stórbruna“ fyrir verktaka í skemmtanabransanum. Veislustjórar og skemmtikraftar, sem hafa lifibrauð af því að annast skemmtanir, lýstu yfir miklum áhyggjum af væntanlegu fjárhagstjóni. Lýsandi dæmi um þetta var reynslusaga Örn Garðarssonar sem rekur Soho veisluþjónustu í Reykjanesbæ. Hann var tilbúinn með mat fyrir 200 manna veislu í mars þegar afbókun barst með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Ástæðan sem var gefin upp: Tilmæli yfirvalda um að halda ekki mannamót. Maturinn fór reyndar ekki til spillis. „Ég er það heppinn að við erum að sinna Landhelgisgæslunni með loftvarnareftirlitið, sjáum um matinn þar, og þar er töluverður fjöldi af hermönnum sem þurfa mat á hverjum degi í tvær til þrjár máltíðir. Þannig að það var rosa flottur matur hjá þeim um helgina,“ sagði Garðar. Það fór þó ekki jafn vel fyrir veislumatnum sem Guðmundur Kr. Ragnarsson, kokkur á veitingastaðnum og veisluþjónustunni Laugaási, hafði útbúið fyrir sex veislur á laugardegi einum í mars. Tíu þúsund skammtar fóru beint í ruslið þar sem veislurnar voru blásnar af vegna faraldursins. Hann áætlaði að til viðbótar hafi um þrjátíu þúsund veisluskammtar farið í ruslið á höfuðborgarsvæðinu um umrædda helgi. Eitt lokar, en annað opnar Þau voru ýmis fyrirtækin sem lögðu upp laupana í faraldrinum. Þannig vakti það mikla athygli lesenda Vísis þegar fiskisjoppunni Fisherman í Vesturbæ Reykjavíkur var skellt í lás. Sjoppan var lokuð langt fram á sumar, og raunar til frambúðar því að eigendurnir tóku þá ákvörðun að vera ekkert að opna aftur. Faraldrinum var kennt um. En þegar öldudalurinn er sem lægstur sjá ýmsir sér leik á borði. Þannig opnaði nýr pítsustaður í rýminu þar sem Fisherman var til húsa, í miðjum faraldri. Það er langt síðan landsmenn hafa getið stigið fæti inn í líkamsræktarstöð auk þess sem að skemmtistaðir hafa þurft að opna og loka á víxl eftir því hvaða aðgerðir eru í gildi hverju sinni. Björn Leifsson eigandi World Class lýsti því í viðtali í apríl að hann væri hundfúll með stöðuna. Reikna má með því að hann sé ennþá hundfúll ef marka má nýjustu tíðindi. Ekki endalausar hörmungar Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott segir einhvers staðar og það á við um faraldurinn eins og flest annað. Þannig greip um sig kaupæði á meðal landsmanna á meðan samkomubann var sett á í fyrstu bylgju faraldursins. Garðhúsgögn, heitir pottar og gasgrill ruku út sem aldrei fyrr og trampólín urðu til að mynda uppseld. Verslunarmenn söðgust aldrei hafa upplifað annað eins. Grímurnar seldust eins og heitar lummur Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í júlí. Heildsalan Kemí seldi 33 þúsund grímur á nokkrum klukkutímum og Lyfja leyfði fólki aðeins að kaupa 10 grímur í einu. Meðal hertra aðgerða sem tóku þá gildi voru grímuskylda á stöðum þar sem ekki var hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Neytendur fylgdust reyndar vel með verðum á grímum og voru fljótir að vekja athygli á verðhækkunum, líkt og viðskiptavinur Lyfja og heilsu í Firðinum í Hafnarfirði gerði, þegar hann fór þangað í tvær slíkar verslunarferðir í júlí. Í fyrra skiptið kostuðu 20 þriggja laga andlitsgrímur 4.200 krónur en í seinni heimsókninni, 23 mínútum síðar, kostuðu samskonar grímur 9.960 krónur. Rúmlega tvöfalt dýrari, semsagt. Lyfja útskýrði verðmuninn þannig að mismunandi verð væri á grímunum hjá heildsölum sem apótekið verslaði við. Mikil ókyrrð hjá Icelandair Fá íslensk fyrirtæki hafa verið jafn mikið í brennidepli á árinu og Icelandair sem hefur heldur betur fundið fyrir áhrifum faraldursins. Í mars tilkynnti félagið að vegna áhrifa kórónuveirunnar á minnkandi eftirspurn þyrfti það að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. Það var um 2 prósent af flugáætlun félagsins þessa tvo mánuði. Áætlaðar flugferðir félagsins í mars og apríl voru rúmlega 3.500 samtals. Þetta átti engan veginn eftir að ganga eftir og í apríl var staðan svo að félagið flaug aðeins um fimm prósent af flugáætlun félagsins. Nær engin eftirspurn var eftir flugferðum í heiminum vegna faraldursins, auk þess sem að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta lék félagið grátt. Félagið brást við í mars með því að segja upp 240 starfsmönnum og nær allir starfsmenn sem eftir voru máttu þola skert starfshlutfall. Þetta var þó bara dropi í hafið, í lok apríl tilkynnti Icelandair um stærstu fjöldauppsögn sögunnnar á íslenskum vinnumarkaði þegar um tvö þúsund starfsmenn félagsins misstu vinnuna. Þar á meðal rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair. Hlutabréf Icelandair hríðféll á árinu. Til þess að bjarga félaginu var ráðist í umfangsmikið hlutafjárútboð þar sem að lokum tókst að safna 23 milljörðum í nýju hlutafé. Í aðdraganda útboðsins þurfti Icelandair þó að semja við flugstéttir félagsins. Nokkuð greiðlega gekk að semja við flugvirkja félagsins, flugmenn sömdu að lokum en erfið og snúin kjaradeila myndaðist við samningaborðið við fulltrúa flugfreyja félagsins. Áður en samningar náðust vakti bréf Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins, til stafsmanna mikla athygli. Þar sagði hann starfsfólk Icelandair vera helstu fyrirstöðu þess að hægt væri að bjarga Icelandair frá falli. Ólíklegt er að þetta hafi hjálpað til við kjaraviðræðurnar við flugfreyjurnar, sem og fréttaflutningur um sögusagnir þess efnis að Icelandair hefði í hyggju að ganga til samninga við nýtt stéttarfélag flugliða hér á landi. Eftir mikið japl, jaml og fuður var þó samið að lokum. Nokkru síðar viðurkenndi Icelandair hafa ekki hagað sér í samræmi við „þær góðu samskiptareglur sem aðilar vinnumarkaðarins vilja viðhafa,“ í tengslum við kjaradeiluna við flugfreyjurnar. Staða Icelandair nú er svo að uppsagnir tæplega sjötíu flugmanna hjá Icelandair taka gildi um áramótin og verða þær ekki dregnar til baka. Aðeins 71 flugmaður verður á launaskrá Icelandair frá og með 1. janúar næstkomandi. Þrátt fyrir að 68 flugmenn láti af störfum um áramót gerir flugfélagið ráð fyrir að framboðið verði 25 til 30 prósentum minna en árið 2019, en þá störfuðu 562 flugmenn hjá félaginu. Verður því erfitt fyrir félagið að fylgja þeim áætlunum eftir með aðeins 71 flugmann á launaskrá. „Sæll, Helgi“ Málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja hafa verið í brennidepli frá því að Kveikur fjallaði um viðskipti félagsins í Namibíu. Fréttir af þeim anga starfsemi Samherja rötuðu þó ekki inn á lista Vísis yfir mest lesnu viðskiptafréttir ársins. Þó náðu tvær fréttir af málefnum Samherja inn á topp tíu listann. Þannig komst niðurstaða í dómsmál Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra félagsins gegn Seðlabankanum vegna Samherjamálsins svokallaða, sem hófst með húsleit yfirvalda í höfuðstöðvum félagsins árið 2012. Aðalmeðferð málsins vakti mikla athygli, og þá helst fyrir tvær sakir. Annars vegar vegna þess að í ljós kom að Samherji hafði greitt Jóni Óttari Ólafssyni, sérstökum ráðgjafa, háar fjárhæðir í tengslum við málið. Af þeim 306 milljónum króna sem Samherji krafðist þess að Seðlabanki Íslands greiddi fyrirtækinu í skaðabætur vegna kostnaðar sem féll til við rannsókns bankans á Samherja voru rúmlega 130 milljónir vegna launa til Jóns Óttars. Þá vakti það ekki síst athygli þegar Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, og Þorsteinn Már mættust í dómsal en óhætt er að segja að andað hafi köldu milli þeirra tveggja undanfarin ár vegna þessa máls og nú nýlega umfjöllunar Kveiks um viðskipti Samherja í Afríku. Þorsteinn heilsaði Helga sem virtist hunsa forstjórann, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Þá vakti það ekki minni athygli þegar Samherji tilkynnti að fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins, þar af forstjórinn Þorsteinn Már, höfðu framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru eigendurnir samanlagt með 86,5% hlutafjár í Samherja en hlutur þeirra varð 2,0% eftir breytingarnar. Umræddir aðaleigendur eru auk Þorsteins þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir. Stærstu hluthafar eru því Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Konan sem lagði Pennann og fékk stólinn Þá hafa fá dómsmál vakið jafn mikla athygli og málið þar sem kona ein sem hafði betur gegn Pennanum vegna kaupa á dýrum hönnunarstóli. Konan greiddi nær alfarið fyrir stólinn með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. Héraðsdómur dæmdi konunni í vil og skipaði Pennanum að afhenda konunni stólinn. Málið varð meðal annars til þess að Penninn þrengdi skilareglur verulega. Fréttir af kjötinnflutningi Hamborgarabúllu Tómasar vöktu einnig mikla athygli. Starfsmaður veitingastaðarins er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar á tollnúmeri nemur tæpum tuttugu milljónum króna. Þá hefur Hamborgarabúllan sjálf verið ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt sér ávinninginn af meintum brotum starfsmannsins. Málið er nú rekið fyrir dómstólum. Hér að neðan má svo sjá hluta af þeim fréttum sem fönguðu hvað mesta athygli lesenda á síðasta ári, sem ekki hefur enn tekist að drepa á í þessari stuttu yfirferð. Fréttir ársins 2020 Tengdar fréttir Vertinn á Brewdog steinhissa á svari Þórólfs Andri Birgisson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík á Hverfisgötunni, segist hafa fengið létt fyrir hjartað þegar hann fylgdist með upplýsingafundi Embættis landlæknis og almannavarnadeildar í dag. 21. september 2020 16:21 Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00 Heilsuborg á leið í gjaldþrot Heilsuborg er á leiðinni í gjaldþrot og má reikna með að nokkrir tugir fólks missi vinnuna. 13. mars 2020 10:44 Kórónuðu ömurlega umgengni með falleinkunn Guðrún Valdís Þórisdóttir, sem leigir út íbúðir til ferðamanna á Selfossi, segist aldrei hafa lent í öðru eins og þegar hún opnaði dyrnar að einni íbúðinni í gær. 28. september 2020 11:36 „Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00 Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Bréfið er sent frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana. 5. nóvember 2020 10:56 Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08 Gjaldþrot upp á 26 milljónir eftir deilur við Aron Einar Skiptum á búi Kolfinnu Vonar Arnardóttur, fjárfestis og stjórnanda Reykjavík Fashion Festival, er lokið. Engar eignir fundust í búinu og hljóðuðu lýstar kröfur í búið upp á tæpar 26 milljónir. 7. janúar 2020 17:17 Fjögurra herbergja íbúðir með deilibílum og veislusal á 36,5 milljónir Nýtt hverfi í Gufunesi, sem byggir á hugmyndinni um „þorp í borg“, mun státa af sólríku torgi, sameiginlegu vinnurými, veislusal, pósthúsi og deilibílum. 8. september 2020 11:56 Stöðva framleiðslu á Corona-bjór Framleiðsla á hinum mexíkóska Corona-bjórs hefur verið stöðvuð tímabundið vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 3. apríl 2020 07:47 Segist hafa tekið eins milljarðs króna lán Eigandi World Class liggur undir feldi og veltir fyrir sér hvort rétt sé að segja upp 350 manns á mánudaginn. Hann segist hafa tekið eins milljarðs króna lán vegna kórónuveirufaraldursins. Ef hann ætti ekki flestar fasteignirnar sem stöðvar World Class eru reknar í, þá væri hann kominn á hausinn. 27. nóvember 2020 10:38 Besta helgi ársins varð að þeirri verstu Tekjusamdráttur um verslunarmannahelgina hjá veitingamanni í Vestmannaeyjum er allt að 95 prósent miðað við árin á undan. 2. ágúst 2020 21:13 Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Algeng mistök á fjarfundum Dæmi um algeng mistök á fjarfundum mátti sjá í þætti Gísla Marteins á RÚV um síðustu helgi þegar ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson mættu sem gestir í gegnum fjarfundarbúnað. 30. mars 2020 09:00 Þórarinn boðar stórar, drekkhlaðnar pizzur á óþekktu verði Vonir standa til að Spaðinn, nýr pizzastaður Þórarins Ævarssonar, muni opna í vor. 28. febrúar 2020 08:53 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Vendingar í Samherjamálinu, flugferð Icelandair upp og niður í ókyrrð faraldursins sem fól í sér stærstu fjöldauppsögn sögunnar hér á landi og flókna kjaradeila flugfreyja við flugfélagið, sigur lítilmagnans gegn stórfyrirtæki í dómsal, kaupæði landsmanna á tímum samkomutakmarkana, algjört hrun í komu ferðamanna, fjöldauppsagnir og ýmis konar gjaldþrot. Svona mætti áfram telja, það var skammt stórra högga á milli í viðskiptalífinu árið 2019. Í þessari stuttu yfirferð verður þó ekki lagt mat á það hvaða viðskiptafréttir á liðnu ári voru stærstar, mikilvægastar eða mest afhjúpandi. Hér verður það áhugi sem ræður för; hvað þótti lesendum Vísis áhugaverðast, eftirtektarverðast eða beinlínis skemmtilegast á viðskiptaárinu sem er að líða? Óveðurskýin voru farin að hrannast upp áður en faraldurinn skall á „Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi“. Svo hljóðaði fyrirsögn á frétt Vísi þann 5. febrúar síðastliðinn sem rataði inn á lista Vísis yfir mest lesnu viðskiptafréttir ársins, um þremur vikum áður en kórónuveiran greindist fyrst hér á landi. Það segir því ýmislegt um hvaða stöðu efnahagurinn var í hér á landi, áður en ein dýpsta kreppa í sögu heimsins skall á heimsbyggðina af fullu afli. Það skal því engan undra að viðskiptafréttir sem tengjast kórónuveirufaraldrinum með einum eða öðrum hætti raði sér þétt á lista yfir mest lesnu viðskiptafréttir ársins á Vísi. Rafskúturnar stálu senunni Lesendum kann þó mögulega að koma á óvart að mest lesna viðskiptafrétt Vísis á árinu tengist kórónuveirufaraldrinum nánast ekki neitt. Hún tengist rafskútuæðinu sem virðist hafa gripið landsmenn á þessu ári. Þannig sagði Vísir frá því í febrúar að Guðni Kristjánsson framkvæmdastjóri hjá Actus hafi loksins fengið, eftir langvinna baráttu sína við kerfið, að leysa 800 rafhlaupahjól sín út úr tollinum. Í viðtalinu lýsti hann viðureign sinni við kerfið við það að fá að leysa hjólin úr tollinum. „Það var allt tortryggt. Allt þurfti að koma beint frá framleiðanda sem ekki var auðvelt því framleiðandinn er úti í Kína. Þar er allt hálflamað,“ sagði Guðni í samtali við Vísi sem tókst þó að lokum að fá hjólin úr tollinum. Óhætt er að segja að rafskútuæði hafi gripið landsmenn á þessu ári. Innflutningur á slíkum tækjum hefur margfaldast og í sumar var vart þverfótað fyrir tækjunum á götum Reykjavíkur, enda skjóta hlaupahjólaleigur upp kollinum eins og gorkúlur, líkt og fjallað var um í ítarlegri fréttaskýringu á Vísi í haust. En þá að faraldrinum og áhrifum hans... Það væri að bera í bakkafullan lækinn að reyna að fara yfir öll þau margvíslegu áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á fyrirtæki, heimili og einstaklinga hér á landi. Fréttir af rekstrarerfiðleikjum fyrirtækja voru fyrirferðarmiklar á árinu, ekki síst innan veitingageirans, enda hefur allt niður í tíu manna samkomubann gert veitingastöðum- og skemmtistöðum erfitt fyrir. Þannig var veirunni lýst sem „stórbruna“ fyrir verktaka í skemmtanabransanum. Veislustjórar og skemmtikraftar, sem hafa lifibrauð af því að annast skemmtanir, lýstu yfir miklum áhyggjum af væntanlegu fjárhagstjóni. Lýsandi dæmi um þetta var reynslusaga Örn Garðarssonar sem rekur Soho veisluþjónustu í Reykjanesbæ. Hann var tilbúinn með mat fyrir 200 manna veislu í mars þegar afbókun barst með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Ástæðan sem var gefin upp: Tilmæli yfirvalda um að halda ekki mannamót. Maturinn fór reyndar ekki til spillis. „Ég er það heppinn að við erum að sinna Landhelgisgæslunni með loftvarnareftirlitið, sjáum um matinn þar, og þar er töluverður fjöldi af hermönnum sem þurfa mat á hverjum degi í tvær til þrjár máltíðir. Þannig að það var rosa flottur matur hjá þeim um helgina,“ sagði Garðar. Það fór þó ekki jafn vel fyrir veislumatnum sem Guðmundur Kr. Ragnarsson, kokkur á veitingastaðnum og veisluþjónustunni Laugaási, hafði útbúið fyrir sex veislur á laugardegi einum í mars. Tíu þúsund skammtar fóru beint í ruslið þar sem veislurnar voru blásnar af vegna faraldursins. Hann áætlaði að til viðbótar hafi um þrjátíu þúsund veisluskammtar farið í ruslið á höfuðborgarsvæðinu um umrædda helgi. Eitt lokar, en annað opnar Þau voru ýmis fyrirtækin sem lögðu upp laupana í faraldrinum. Þannig vakti það mikla athygli lesenda Vísis þegar fiskisjoppunni Fisherman í Vesturbæ Reykjavíkur var skellt í lás. Sjoppan var lokuð langt fram á sumar, og raunar til frambúðar því að eigendurnir tóku þá ákvörðun að vera ekkert að opna aftur. Faraldrinum var kennt um. En þegar öldudalurinn er sem lægstur sjá ýmsir sér leik á borði. Þannig opnaði nýr pítsustaður í rýminu þar sem Fisherman var til húsa, í miðjum faraldri. Það er langt síðan landsmenn hafa getið stigið fæti inn í líkamsræktarstöð auk þess sem að skemmtistaðir hafa þurft að opna og loka á víxl eftir því hvaða aðgerðir eru í gildi hverju sinni. Björn Leifsson eigandi World Class lýsti því í viðtali í apríl að hann væri hundfúll með stöðuna. Reikna má með því að hann sé ennþá hundfúll ef marka má nýjustu tíðindi. Ekki endalausar hörmungar Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott segir einhvers staðar og það á við um faraldurinn eins og flest annað. Þannig greip um sig kaupæði á meðal landsmanna á meðan samkomubann var sett á í fyrstu bylgju faraldursins. Garðhúsgögn, heitir pottar og gasgrill ruku út sem aldrei fyrr og trampólín urðu til að mynda uppseld. Verslunarmenn söðgust aldrei hafa upplifað annað eins. Grímurnar seldust eins og heitar lummur Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í júlí. Heildsalan Kemí seldi 33 þúsund grímur á nokkrum klukkutímum og Lyfja leyfði fólki aðeins að kaupa 10 grímur í einu. Meðal hertra aðgerða sem tóku þá gildi voru grímuskylda á stöðum þar sem ekki var hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Neytendur fylgdust reyndar vel með verðum á grímum og voru fljótir að vekja athygli á verðhækkunum, líkt og viðskiptavinur Lyfja og heilsu í Firðinum í Hafnarfirði gerði, þegar hann fór þangað í tvær slíkar verslunarferðir í júlí. Í fyrra skiptið kostuðu 20 þriggja laga andlitsgrímur 4.200 krónur en í seinni heimsókninni, 23 mínútum síðar, kostuðu samskonar grímur 9.960 krónur. Rúmlega tvöfalt dýrari, semsagt. Lyfja útskýrði verðmuninn þannig að mismunandi verð væri á grímunum hjá heildsölum sem apótekið verslaði við. Mikil ókyrrð hjá Icelandair Fá íslensk fyrirtæki hafa verið jafn mikið í brennidepli á árinu og Icelandair sem hefur heldur betur fundið fyrir áhrifum faraldursins. Í mars tilkynnti félagið að vegna áhrifa kórónuveirunnar á minnkandi eftirspurn þyrfti það að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. Það var um 2 prósent af flugáætlun félagsins þessa tvo mánuði. Áætlaðar flugferðir félagsins í mars og apríl voru rúmlega 3.500 samtals. Þetta átti engan veginn eftir að ganga eftir og í apríl var staðan svo að félagið flaug aðeins um fimm prósent af flugáætlun félagsins. Nær engin eftirspurn var eftir flugferðum í heiminum vegna faraldursins, auk þess sem að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta lék félagið grátt. Félagið brást við í mars með því að segja upp 240 starfsmönnum og nær allir starfsmenn sem eftir voru máttu þola skert starfshlutfall. Þetta var þó bara dropi í hafið, í lok apríl tilkynnti Icelandair um stærstu fjöldauppsögn sögunnnar á íslenskum vinnumarkaði þegar um tvö þúsund starfsmenn félagsins misstu vinnuna. Þar á meðal rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair. Hlutabréf Icelandair hríðféll á árinu. Til þess að bjarga félaginu var ráðist í umfangsmikið hlutafjárútboð þar sem að lokum tókst að safna 23 milljörðum í nýju hlutafé. Í aðdraganda útboðsins þurfti Icelandair þó að semja við flugstéttir félagsins. Nokkuð greiðlega gekk að semja við flugvirkja félagsins, flugmenn sömdu að lokum en erfið og snúin kjaradeila myndaðist við samningaborðið við fulltrúa flugfreyja félagsins. Áður en samningar náðust vakti bréf Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins, til stafsmanna mikla athygli. Þar sagði hann starfsfólk Icelandair vera helstu fyrirstöðu þess að hægt væri að bjarga Icelandair frá falli. Ólíklegt er að þetta hafi hjálpað til við kjaraviðræðurnar við flugfreyjurnar, sem og fréttaflutningur um sögusagnir þess efnis að Icelandair hefði í hyggju að ganga til samninga við nýtt stéttarfélag flugliða hér á landi. Eftir mikið japl, jaml og fuður var þó samið að lokum. Nokkru síðar viðurkenndi Icelandair hafa ekki hagað sér í samræmi við „þær góðu samskiptareglur sem aðilar vinnumarkaðarins vilja viðhafa,“ í tengslum við kjaradeiluna við flugfreyjurnar. Staða Icelandair nú er svo að uppsagnir tæplega sjötíu flugmanna hjá Icelandair taka gildi um áramótin og verða þær ekki dregnar til baka. Aðeins 71 flugmaður verður á launaskrá Icelandair frá og með 1. janúar næstkomandi. Þrátt fyrir að 68 flugmenn láti af störfum um áramót gerir flugfélagið ráð fyrir að framboðið verði 25 til 30 prósentum minna en árið 2019, en þá störfuðu 562 flugmenn hjá félaginu. Verður því erfitt fyrir félagið að fylgja þeim áætlunum eftir með aðeins 71 flugmann á launaskrá. „Sæll, Helgi“ Málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja hafa verið í brennidepli frá því að Kveikur fjallaði um viðskipti félagsins í Namibíu. Fréttir af þeim anga starfsemi Samherja rötuðu þó ekki inn á lista Vísis yfir mest lesnu viðskiptafréttir ársins. Þó náðu tvær fréttir af málefnum Samherja inn á topp tíu listann. Þannig komst niðurstaða í dómsmál Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra félagsins gegn Seðlabankanum vegna Samherjamálsins svokallaða, sem hófst með húsleit yfirvalda í höfuðstöðvum félagsins árið 2012. Aðalmeðferð málsins vakti mikla athygli, og þá helst fyrir tvær sakir. Annars vegar vegna þess að í ljós kom að Samherji hafði greitt Jóni Óttari Ólafssyni, sérstökum ráðgjafa, háar fjárhæðir í tengslum við málið. Af þeim 306 milljónum króna sem Samherji krafðist þess að Seðlabanki Íslands greiddi fyrirtækinu í skaðabætur vegna kostnaðar sem féll til við rannsókns bankans á Samherja voru rúmlega 130 milljónir vegna launa til Jóns Óttars. Þá vakti það ekki síst athygli þegar Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, og Þorsteinn Már mættust í dómsal en óhætt er að segja að andað hafi köldu milli þeirra tveggja undanfarin ár vegna þessa máls og nú nýlega umfjöllunar Kveiks um viðskipti Samherja í Afríku. Þorsteinn heilsaði Helga sem virtist hunsa forstjórann, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Þá vakti það ekki minni athygli þegar Samherji tilkynnti að fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins, þar af forstjórinn Þorsteinn Már, höfðu framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru eigendurnir samanlagt með 86,5% hlutafjár í Samherja en hlutur þeirra varð 2,0% eftir breytingarnar. Umræddir aðaleigendur eru auk Þorsteins þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir. Stærstu hluthafar eru því Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Konan sem lagði Pennann og fékk stólinn Þá hafa fá dómsmál vakið jafn mikla athygli og málið þar sem kona ein sem hafði betur gegn Pennanum vegna kaupa á dýrum hönnunarstóli. Konan greiddi nær alfarið fyrir stólinn með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. Héraðsdómur dæmdi konunni í vil og skipaði Pennanum að afhenda konunni stólinn. Málið varð meðal annars til þess að Penninn þrengdi skilareglur verulega. Fréttir af kjötinnflutningi Hamborgarabúllu Tómasar vöktu einnig mikla athygli. Starfsmaður veitingastaðarins er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar á tollnúmeri nemur tæpum tuttugu milljónum króna. Þá hefur Hamborgarabúllan sjálf verið ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt sér ávinninginn af meintum brotum starfsmannsins. Málið er nú rekið fyrir dómstólum. Hér að neðan má svo sjá hluta af þeim fréttum sem fönguðu hvað mesta athygli lesenda á síðasta ári, sem ekki hefur enn tekist að drepa á í þessari stuttu yfirferð.
Fréttir ársins 2020 Tengdar fréttir Vertinn á Brewdog steinhissa á svari Þórólfs Andri Birgisson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík á Hverfisgötunni, segist hafa fengið létt fyrir hjartað þegar hann fylgdist með upplýsingafundi Embættis landlæknis og almannavarnadeildar í dag. 21. september 2020 16:21 Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00 Heilsuborg á leið í gjaldþrot Heilsuborg er á leiðinni í gjaldþrot og má reikna með að nokkrir tugir fólks missi vinnuna. 13. mars 2020 10:44 Kórónuðu ömurlega umgengni með falleinkunn Guðrún Valdís Þórisdóttir, sem leigir út íbúðir til ferðamanna á Selfossi, segist aldrei hafa lent í öðru eins og þegar hún opnaði dyrnar að einni íbúðinni í gær. 28. september 2020 11:36 „Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00 Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Bréfið er sent frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana. 5. nóvember 2020 10:56 Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08 Gjaldþrot upp á 26 milljónir eftir deilur við Aron Einar Skiptum á búi Kolfinnu Vonar Arnardóttur, fjárfestis og stjórnanda Reykjavík Fashion Festival, er lokið. Engar eignir fundust í búinu og hljóðuðu lýstar kröfur í búið upp á tæpar 26 milljónir. 7. janúar 2020 17:17 Fjögurra herbergja íbúðir með deilibílum og veislusal á 36,5 milljónir Nýtt hverfi í Gufunesi, sem byggir á hugmyndinni um „þorp í borg“, mun státa af sólríku torgi, sameiginlegu vinnurými, veislusal, pósthúsi og deilibílum. 8. september 2020 11:56 Stöðva framleiðslu á Corona-bjór Framleiðsla á hinum mexíkóska Corona-bjórs hefur verið stöðvuð tímabundið vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 3. apríl 2020 07:47 Segist hafa tekið eins milljarðs króna lán Eigandi World Class liggur undir feldi og veltir fyrir sér hvort rétt sé að segja upp 350 manns á mánudaginn. Hann segist hafa tekið eins milljarðs króna lán vegna kórónuveirufaraldursins. Ef hann ætti ekki flestar fasteignirnar sem stöðvar World Class eru reknar í, þá væri hann kominn á hausinn. 27. nóvember 2020 10:38 Besta helgi ársins varð að þeirri verstu Tekjusamdráttur um verslunarmannahelgina hjá veitingamanni í Vestmannaeyjum er allt að 95 prósent miðað við árin á undan. 2. ágúst 2020 21:13 Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Algeng mistök á fjarfundum Dæmi um algeng mistök á fjarfundum mátti sjá í þætti Gísla Marteins á RÚV um síðustu helgi þegar ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson mættu sem gestir í gegnum fjarfundarbúnað. 30. mars 2020 09:00 Þórarinn boðar stórar, drekkhlaðnar pizzur á óþekktu verði Vonir standa til að Spaðinn, nýr pizzastaður Þórarins Ævarssonar, muni opna í vor. 28. febrúar 2020 08:53 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Vertinn á Brewdog steinhissa á svari Þórólfs Andri Birgisson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík á Hverfisgötunni, segist hafa fengið létt fyrir hjartað þegar hann fylgdist með upplýsingafundi Embættis landlæknis og almannavarnadeildar í dag. 21. september 2020 16:21
Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00
Heilsuborg á leið í gjaldþrot Heilsuborg er á leiðinni í gjaldþrot og má reikna með að nokkrir tugir fólks missi vinnuna. 13. mars 2020 10:44
Kórónuðu ömurlega umgengni með falleinkunn Guðrún Valdís Þórisdóttir, sem leigir út íbúðir til ferðamanna á Selfossi, segist aldrei hafa lent í öðru eins og þegar hún opnaði dyrnar að einni íbúðinni í gær. 28. september 2020 11:36
„Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00
Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Bréfið er sent frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana. 5. nóvember 2020 10:56
Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08
Gjaldþrot upp á 26 milljónir eftir deilur við Aron Einar Skiptum á búi Kolfinnu Vonar Arnardóttur, fjárfestis og stjórnanda Reykjavík Fashion Festival, er lokið. Engar eignir fundust í búinu og hljóðuðu lýstar kröfur í búið upp á tæpar 26 milljónir. 7. janúar 2020 17:17
Fjögurra herbergja íbúðir með deilibílum og veislusal á 36,5 milljónir Nýtt hverfi í Gufunesi, sem byggir á hugmyndinni um „þorp í borg“, mun státa af sólríku torgi, sameiginlegu vinnurými, veislusal, pósthúsi og deilibílum. 8. september 2020 11:56
Stöðva framleiðslu á Corona-bjór Framleiðsla á hinum mexíkóska Corona-bjórs hefur verið stöðvuð tímabundið vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 3. apríl 2020 07:47
Segist hafa tekið eins milljarðs króna lán Eigandi World Class liggur undir feldi og veltir fyrir sér hvort rétt sé að segja upp 350 manns á mánudaginn. Hann segist hafa tekið eins milljarðs króna lán vegna kórónuveirufaraldursins. Ef hann ætti ekki flestar fasteignirnar sem stöðvar World Class eru reknar í, þá væri hann kominn á hausinn. 27. nóvember 2020 10:38
Besta helgi ársins varð að þeirri verstu Tekjusamdráttur um verslunarmannahelgina hjá veitingamanni í Vestmannaeyjum er allt að 95 prósent miðað við árin á undan. 2. ágúst 2020 21:13
Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22
Algeng mistök á fjarfundum Dæmi um algeng mistök á fjarfundum mátti sjá í þætti Gísla Marteins á RÚV um síðustu helgi þegar ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson mættu sem gestir í gegnum fjarfundarbúnað. 30. mars 2020 09:00
Þórarinn boðar stórar, drekkhlaðnar pizzur á óþekktu verði Vonir standa til að Spaðinn, nýr pizzastaður Þórarins Ævarssonar, muni opna í vor. 28. febrúar 2020 08:53