Sport

Byrjað á spennutrylli, rosa­­leg endur­­koma Dobey og Ashton beit frá sér

Anton Ingi Leifsson skrifar
Adam Hunt marði Lisu Ashton í kvöld.
Adam Hunt marði Lisu Ashton í kvöld. Kieran Cleeves&Getty Images

Öllum leikjum dagsins á heimsmeistaramótinu í pílukasti er lokið. Það var spenna, dramatík og stemning þó að engir áhorfendur hefðu mátt vera í salnum í dag. Leikirnir voru liður í 96 og 64-liða úrslitum keppninnar.

Í gær voru áhorfendur í salnum en eftir nýjustu sóttvarnarreglur í Lundúnum mega engir áhorfendur vera í salnum í Alexandra Palace, að minnsta kosti næstu daga.

Fyrsti leikur dagsins var frábær. Ryan Joyce mætti þá Tékkanum, Karel Sedláček. Leikurinn fór alla leið í úrslitasett þar sem Ryan Joyce hafði betur.

Endurkoma dagsins var þó hjá Chris Dobey. Hann var lentur 2-0 undir gegn Jeff Smith en vann næstu þrjá leggi og oddasetið meðal annars 3-0.

Lisa Ashton gerði sig einnig gildandi í dag. Hún fór með alla Adam Hunt alla leið í úrslitaeinvígi þar sem Hunt hafði þó betur.

Úrvalsdeildarmeistarinn Glen Durrant var ekki sannfærandi í síðasta leik dagsins gegn Brassanum Diogo Portela en vann þó 3-0 sigur.

Durrant var þó ekki sáttur með sína frammistöðu og getur mun betur.

Úrslit dagsins í Alexandra Palace:

Ryan Joyce - Karel Sedláček 3-2 (96-liða úrslitin)

Ross Smith - David Evans 3-0 (96-liða úrslitin)

William O'Connor - Niels Zonneveld 3-0 (96-liða úrslitin)

Chris Dobey - Jeff Smith 3-2 (96-liða úrslitin)

Max Hopp - Gordon Mathers 3-0 (96-liða úrslitin)

Callan Rydz - James Bailey 3-1 (96-liða úrslitin)

Adam Hunt - Lisa Ashton 3-2 (64-liða úrslitin)

Glen Durrant - Diogo Portela 3-0 (64-liða úrslitin)


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×