Pfizer-skorturinn teygir á áætlunum um hjarðónæmi Birgir Olgeirsson skrifar 16. desember 2020 17:45 Breytingar á afhendingu bóluefnis Pfizer gætu orðið til þess að bjartsýnustu spár stjórnvalda um hjarðónæmi munu ekki rætast. Heilbrigðisráðherra segir ljóst að afhending á skömmtum á næsta ári sé breytingum háð. Ísland fær bóluefni frá Pfizer fyrir 5.000 manns en ekki 10.000 manns um áramótin eins og til stóð vegna hráefnisskorts. Áætlanir stjórnvalda gerðu ráð fyrir að ná hjarðónæmi við kórónuveirunni hér á landi fyrir lok fyrsta ársfjórðungs nýs árs. Heilbrigðisráðherra segir það vera bjartsýnustu spár stjórnvalda. „Og við erum í raun og veru ekki komin með afhendingaráætlun frá öllum þessum söluaðilum sem við erum að versla við,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Stjórnvöld hafa þegar samið við Pfizer og AstraZeneca og eru samningar við Moderna langt komnir. „Þessi breyting nákvæmlega gerir það að verkum að í aðra áttina erum við að teygja tímalínuna inn í árið, en í hina áttina lítur út fyrir að við getum byrjað bólusetningar strax á milli jóla og nýárs fyrir fyrstu hópana. Þannig að þetta er svona bæði og en stóra tímalínan er auðvitað sú að við erum að ná að hefja þennan kafla bólusetninga gegn Covid-19,“ segir Svandís. Pfizer ætlaði að afhenda 100 milljónir skammta árið 2020 en nú er ljóst að fyrirtækið nær að afhenda 50 milljónir skammta. Fyrirtækið hefur þó heitið því að afhenda 1,3 milljarða skammta á næsta ári. Svandís segir að stjórnvöld hafi ekki nákvæmar dagsetningar yfir afhendingu á öllum þessum skömmtum sem þau hafa samið um. „Það er ennþá breytingum undirorpið eins og til dæmis að því er varðar Pfizer og hráefnin. Við erum að sjá að þetta getur teygst eitthvað til. En aðal atriðið er að þessi kafli er að hefjast og 2021 verður stóra bólusetninga árið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð. 15. desember 2020 18:36 Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Ísland fær bóluefni frá Pfizer fyrir 5.000 manns en ekki 10.000 manns um áramótin eins og til stóð vegna hráefnisskorts. Áætlanir stjórnvalda gerðu ráð fyrir að ná hjarðónæmi við kórónuveirunni hér á landi fyrir lok fyrsta ársfjórðungs nýs árs. Heilbrigðisráðherra segir það vera bjartsýnustu spár stjórnvalda. „Og við erum í raun og veru ekki komin með afhendingaráætlun frá öllum þessum söluaðilum sem við erum að versla við,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Stjórnvöld hafa þegar samið við Pfizer og AstraZeneca og eru samningar við Moderna langt komnir. „Þessi breyting nákvæmlega gerir það að verkum að í aðra áttina erum við að teygja tímalínuna inn í árið, en í hina áttina lítur út fyrir að við getum byrjað bólusetningar strax á milli jóla og nýárs fyrir fyrstu hópana. Þannig að þetta er svona bæði og en stóra tímalínan er auðvitað sú að við erum að ná að hefja þennan kafla bólusetninga gegn Covid-19,“ segir Svandís. Pfizer ætlaði að afhenda 100 milljónir skammta árið 2020 en nú er ljóst að fyrirtækið nær að afhenda 50 milljónir skammta. Fyrirtækið hefur þó heitið því að afhenda 1,3 milljarða skammta á næsta ári. Svandís segir að stjórnvöld hafi ekki nákvæmar dagsetningar yfir afhendingu á öllum þessum skömmtum sem þau hafa samið um. „Það er ennþá breytingum undirorpið eins og til dæmis að því er varðar Pfizer og hráefnin. Við erum að sjá að þetta getur teygst eitthvað til. En aðal atriðið er að þessi kafli er að hefjast og 2021 verður stóra bólusetninga árið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð. 15. desember 2020 18:36 Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07
Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð. 15. desember 2020 18:36
Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36