Ekki hægt að vera leiður eða í fýlu í sjónum
Nú nálgast áramót og ekki seinna vænna að kynna sér fjölbreytilegar leiðir til að hreinsa burt slen og leiðindi líðandi árs og sækja sér aukinn kraft. Sólveig Guðmundsdóttir sýnir Hirti Jóhanni nokkuð óbrigðult ráð til þess í glugga dagsins.
Von er á sögum, söng og tónlist, fróðleik, gríni og gleði á hverjum degi fram að jólum frá Borgarleikhúsinu. Gluggar í Jóladagatali leikhússins eru birtir daglega hér á Vísi.
