Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 06:59 Viðbúnaður hefur verið aukinn og nýjar reglur tekið gildi eftir aukinn fjölda smita í Bretlandi. epa/Andy Rain Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. Frá þessu greinir Guardian og hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Að sögn Chris Witty, aðal heilbrigðisráðgjafa stjórnvalda, er ekkert sem bendir til þess að nýja afbrigðið sé hættulegra en önnur og það finnist við hefðbundna skimun. Þá sagði hann í gær að uppgötvun þess væri ekki ástæða aukins viðbúnaðar vegna Covid-19 faraldursins. Samkvæmt Guardian segja vísindamenn að koma muni í ljós hvort uppgötvun nýja afbrigðisins muni hafa áhrif á bólusetningar. Wendy Barcley, prófessor við Imperial College London og meðlimur ráðgjafahóps ríkisstjórnarinnar í neyðartilvikum (SAGE) segir afbrigðið búa yfir stökkbreytingum á svokölluðum bindiprótínum en mörg bóluefnanna virka einmitt á umrædd prótín. Hún segir rannsóknir á næstu vikum munu leiða í ljós hvort stökkbreytingarnar hafa áhrif á virkni bóluefnanna. „Þetta er mögulega alvarlegt; eftirlit og rannsóknir verða að halda áfram og við verðum að taka nauðsynleg skref til að vera á undan veirunni,“ sagði Jeremy Farrar, framkvæmdastjóri Wellcome Trust. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sagði stofnunina eiga í samskiptum við breska sérfræðinga vegna afbrigðisins en enn sem komið er benti ekkert til þess að það hegðaði sér öðruvísi. Frétt Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Frá þessu greinir Guardian og hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Að sögn Chris Witty, aðal heilbrigðisráðgjafa stjórnvalda, er ekkert sem bendir til þess að nýja afbrigðið sé hættulegra en önnur og það finnist við hefðbundna skimun. Þá sagði hann í gær að uppgötvun þess væri ekki ástæða aukins viðbúnaðar vegna Covid-19 faraldursins. Samkvæmt Guardian segja vísindamenn að koma muni í ljós hvort uppgötvun nýja afbrigðisins muni hafa áhrif á bólusetningar. Wendy Barcley, prófessor við Imperial College London og meðlimur ráðgjafahóps ríkisstjórnarinnar í neyðartilvikum (SAGE) segir afbrigðið búa yfir stökkbreytingum á svokölluðum bindiprótínum en mörg bóluefnanna virka einmitt á umrædd prótín. Hún segir rannsóknir á næstu vikum munu leiða í ljós hvort stökkbreytingarnar hafa áhrif á virkni bóluefnanna. „Þetta er mögulega alvarlegt; eftirlit og rannsóknir verða að halda áfram og við verðum að taka nauðsynleg skref til að vera á undan veirunni,“ sagði Jeremy Farrar, framkvæmdastjóri Wellcome Trust. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sagði stofnunina eiga í samskiptum við breska sérfræðinga vegna afbrigðisins en enn sem komið er benti ekkert til þess að það hegðaði sér öðruvísi. Frétt Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira