Hollendingurinn þurfti nánast að hætta við keppni á PDC World Cup í síðasta mánuði og stuðningsmenn voru einnig hræddir um að heimsmeistaramótið, sem hefst í kvöld, væri einnig í hættu.
Hann náði þó að gera sig klárann fyrir mótið sem hefst í beinni útsendingu klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport í kvöld.
„Ég var í miklum vandræðum í síðasta mánuði. Ég fór oft á spítalann í skoðun,“ sagði Van Gerwen sem er þó allur að braggast. „Mér líður betur núna.“
„Ég fékk kipp í kringum rifbeinið svo mér var illt þar. Í fyrra skiptið datt ég ekki í sturtu heldur hóstaði,“ áður en hann fór frekar ofan í sturtuferðina.
Michael van Gerwen reveals he suffered a serious back injury while showering with his wife https://t.co/9fbv0pXsBA
— MailOnline Sport (@MailSport) December 14, 2020
„Ég var í sturtu með unnustunni því við förum alltaf í bað saman. Það er gott. Ég sat í sturtunni og byrjaði að hósta og þar af leiðandi tognaði ég í bakinu.“
Van Gerwen bætti því þó við að hann muni ekki nota meiðslin sem afsökun er hann reynir að vinna fjórða heimsmeistaratitilinn. Hann vann mótið 2014, 2017 og 2019 en tapaði í úrslitaleiknum á síðustu leiktíð gegn Peter Wright.

HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.