Hoppaði upp um átta sæti á lokadeginum og tók gullið á fyrsta Opna bandaríska sem hún tók þátt í Anton Ingi Leifsson skrifar 14. desember 2020 20:31 A Lim Kim gat fagnað í kvöld en hún er að byrja sinn atvinnuferil í golfi frábærlega. Jamie Squire/Getty Images A-Lim Kim er ekki þekktasta nafnið í golfheiminum en hún gerði sér lítið fyrir og vann síðasta risamótið í kvennaflokki, Opna bandaríska, í fyrsta skipti sem hún tekur þátt á mótinu. A-Lim Kim er í 94. sæti heimslistans og það leit ekki út fyrir að hún væri að fara ná í gullið á mótinu í dag. Lokahringnum í gær var frestað vegna veðurs og því kláraðist mótið í dag. Fyrir lokahringinn var A-Lim Kim fimm höggum á eftir Hinako Shibuno sem var í efsta sætinu en magnaður lokahringur gerði það að verkum að A-Lim Kim kom, sá og sigraði. Raise it high, A Lim Kim. You earned it. @uswomensopen | #WomenWorthWatching pic.twitter.com/NUqK6NW5uZ— LPGA (@LPGA) December 14, 2020 Hún hoppaði upp um níu sæti á lokahringnum og spilaði samtals á fjórum höggum undir pari. Hún fékk meðal annars þrjá fugla á þremur síðustu holunum sem tryggði henni titilinn. Þetta er einungis hennar þriðji sigur á atvinnumannaferlinum en þetta var í fyrsta sinn sem hún tekur þátt á opna bandaríska. Ko Jin-young, sem er í efsta sæti heimslistans, endaði í öðru sætinu ásamt Amy Olson en þær voru höggi á eftir A-Lim Kim. Shibuno endaði í fjórða sætinu. A Lim Kim.Remember the name. Kim finished in historic fashion to win the 75th @uswomensopen and claim the final major championship of 2020!#USWomensOpen | #WomenWorthWatching pic.twitter.com/YkhU1b7FHZ— LPGA (@LPGA) December 14, 2020 Golf Opna bandaríska Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
A-Lim Kim er í 94. sæti heimslistans og það leit ekki út fyrir að hún væri að fara ná í gullið á mótinu í dag. Lokahringnum í gær var frestað vegna veðurs og því kláraðist mótið í dag. Fyrir lokahringinn var A-Lim Kim fimm höggum á eftir Hinako Shibuno sem var í efsta sætinu en magnaður lokahringur gerði það að verkum að A-Lim Kim kom, sá og sigraði. Raise it high, A Lim Kim. You earned it. @uswomensopen | #WomenWorthWatching pic.twitter.com/NUqK6NW5uZ— LPGA (@LPGA) December 14, 2020 Hún hoppaði upp um níu sæti á lokahringnum og spilaði samtals á fjórum höggum undir pari. Hún fékk meðal annars þrjá fugla á þremur síðustu holunum sem tryggði henni titilinn. Þetta er einungis hennar þriðji sigur á atvinnumannaferlinum en þetta var í fyrsta sinn sem hún tekur þátt á opna bandaríska. Ko Jin-young, sem er í efsta sæti heimslistans, endaði í öðru sætinu ásamt Amy Olson en þær voru höggi á eftir A-Lim Kim. Shibuno endaði í fjórða sætinu. A Lim Kim.Remember the name. Kim finished in historic fashion to win the 75th @uswomensopen and claim the final major championship of 2020!#USWomensOpen | #WomenWorthWatching pic.twitter.com/YkhU1b7FHZ— LPGA (@LPGA) December 14, 2020
Golf Opna bandaríska Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira