Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2020 11:59 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk 30 tilkynningar um hávaða í heimahúsi í gærkvöldi og í nótt. Kom fram í dagbók lögreglu að fjöldi samkvæma hefði verið á höfuðborgarsvæðinu og ljóst að margir hefðu slakað á vegna Covid. Á Laugaveginum safnaðist saman stór hópur fólks vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af næstu dögum þó tölur dagsins líti ágætlega út. „Maður hefur ákveðnar áhyggjur af því ef fólk er ekki að fara eftir þeim reglum sem eru í gangi og miklar hópamyndanir í gangi. Það getur skilað sér í fjölgun smita næstu dögum og vikunni og næstu helgi kannski,“ segir Þórólfur. Hann telur að harðari aðgerðir muni ekki endilega skila sér í því að smituðum fækki. „Það fer ekki eftir hvað við segjum eða hvaða takmarkanir eru í gangi, heldur meira hversu þreytt er fólk orðið á þessu ástandi og treystir fólk sér til að halda þessu áfram eða ekki. Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum að hafa nokkuð góð tök á þessum faraldri eins og tölurnar sýna en það má lítið út af bregða og erum á viðkvæmum tíma núna. Hvað síðar verður er mjög erfitt að segja en það greinilegt að fólk er mjög óþreyjufullt og virðist eiga erfitt með sig á þessum tíma.“ Flestir fari eftir tilmælum en litlir hópar geri það ekki. Þannig nái veiran dreifingu og komist til fólksins sem er þó að passa sig. Áhyggjur eru af fjölda Íslendinga sem búa erlendis og eru á leið heim í jólafrí. Þórólfur minnir á að sá hópur verði að fara eftir fyrirmælum um einangrun og sóttkví. Veiran fannst í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Þórólfur rakningarvinnu en standa yfir. Þórólfur segir auðvelt að kenna yfirvöldum um að fólk leyfi sér of mikið þegar slakað er örlítið á aðgerðum. „Það er kannski voða auðvelt að kenna okkur um það í hvert skipti sem einhverjar tilslakanir eru og fólk leyfi sér mikið. Ég held að úthald almennings sé ekki voðalega mikið,“ segir Þórólfur. Harðar aðgerðir fái fólk ekki endilega til að standa saman, það eigi ekki bara við Ísland heldur sjáist það bersýnilega í öðrum löndum. „Þess vegna höfum við verið að reyna að sigla milli skers og báru í þessu að vera ekki með mjög takmarkandi aðgerðir í gangi heldur hafa svolitla skynsemi í þessu og höfða til fólks og fá það með okkur í þessu verkefni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk 30 tilkynningar um hávaða í heimahúsi í gærkvöldi og í nótt. Kom fram í dagbók lögreglu að fjöldi samkvæma hefði verið á höfuðborgarsvæðinu og ljóst að margir hefðu slakað á vegna Covid. Á Laugaveginum safnaðist saman stór hópur fólks vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af næstu dögum þó tölur dagsins líti ágætlega út. „Maður hefur ákveðnar áhyggjur af því ef fólk er ekki að fara eftir þeim reglum sem eru í gangi og miklar hópamyndanir í gangi. Það getur skilað sér í fjölgun smita næstu dögum og vikunni og næstu helgi kannski,“ segir Þórólfur. Hann telur að harðari aðgerðir muni ekki endilega skila sér í því að smituðum fækki. „Það fer ekki eftir hvað við segjum eða hvaða takmarkanir eru í gangi, heldur meira hversu þreytt er fólk orðið á þessu ástandi og treystir fólk sér til að halda þessu áfram eða ekki. Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum að hafa nokkuð góð tök á þessum faraldri eins og tölurnar sýna en það má lítið út af bregða og erum á viðkvæmum tíma núna. Hvað síðar verður er mjög erfitt að segja en það greinilegt að fólk er mjög óþreyjufullt og virðist eiga erfitt með sig á þessum tíma.“ Flestir fari eftir tilmælum en litlir hópar geri það ekki. Þannig nái veiran dreifingu og komist til fólksins sem er þó að passa sig. Áhyggjur eru af fjölda Íslendinga sem búa erlendis og eru á leið heim í jólafrí. Þórólfur minnir á að sá hópur verði að fara eftir fyrirmælum um einangrun og sóttkví. Veiran fannst í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Þórólfur rakningarvinnu en standa yfir. Þórólfur segir auðvelt að kenna yfirvöldum um að fólk leyfi sér of mikið þegar slakað er örlítið á aðgerðum. „Það er kannski voða auðvelt að kenna okkur um það í hvert skipti sem einhverjar tilslakanir eru og fólk leyfi sér mikið. Ég held að úthald almennings sé ekki voðalega mikið,“ segir Þórólfur. Harðar aðgerðir fái fólk ekki endilega til að standa saman, það eigi ekki bara við Ísland heldur sjáist það bersýnilega í öðrum löndum. „Þess vegna höfum við verið að reyna að sigla milli skers og báru í þessu að vera ekki með mjög takmarkandi aðgerðir í gangi heldur hafa svolitla skynsemi í þessu og höfða til fólks og fá það með okkur í þessu verkefni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira