Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2020 20:21 Gert er ráð fyrir að fyrstu bólusetningar vð covid-19 fari fram í Bandaríkjunum á mánudag. EPA/BIONTECH SE Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. Bóluefnið veitir allt að 95 prósent vörn gegn covid-19 og leiddi úttekt Lyfja- og matvælastofnunnar Bandaríkjanna það í ljós að bóluefnið sé bæði öruggt og árangursríkt. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að fyrsta bólusetningin myndi fara fram „innan sólarhrings.“ Það virðist þó of metnaðarfull áætlun hjá Bandaríkjaforseta en Gustave Perna, sem sér um dreifingu efnisins fyrir Bandaríkjastjórn, sagði í dag á blaðamannafundi að fyrstu skammtar efnisins yrðu fluttir vestur um haf næsta sólarhringinn. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Efnið fer í dreifingu á 145 stöðum í Bandaríkjunum á mánudag, 425 stöðum á þriðjudag og á síðustu 66 staðina á miðvikudag sagði Perna í dag. Bóluefni Pfizer er þegar í notkun á Bretlandi, Kanada, Barein og Sádi-Arabíu. Líkt og þar munu fyrstu skammtar efnisins vera gefnir heilbrigðisstarfsfólki og fólki sem býr á hjúkrunarheimilum. Þá er talið að bóluefnið fari í almenna dreifingu vestanhafs í apríl. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað hart á Bandaríkin og hefur dauðsföllum farið fjölgandi dag hvern frá því í nóvember. Á miðvikudag létust meira en 3000 einstaklingar af völdum veirunnar, en dánartíðni hefur hvergi verið hærri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer og BioNTech fær neyðarleyfi í Bandaríkjunum Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna hefur samþykkt neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech gegn covid-19. Stofnunin segir leyfið marka stórt skref í baráttunni við heimsfaraldurinn sem hefur kostað um 295 þúsund mannslíf í Bandaríkjunum. 12. desember 2020 09:47 Fyrstu skammtar til heilbrigðisstarfsfólks Um tíu þúsund manns munu að óbreyttu fá bóluefni við kórónuveirunni um áramót eftir samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Stærstur hluti þessarar fyrstu sendingar verður nýttur í að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk. 11. desember 2020 19:36 Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Bóluefnið veitir allt að 95 prósent vörn gegn covid-19 og leiddi úttekt Lyfja- og matvælastofnunnar Bandaríkjanna það í ljós að bóluefnið sé bæði öruggt og árangursríkt. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að fyrsta bólusetningin myndi fara fram „innan sólarhrings.“ Það virðist þó of metnaðarfull áætlun hjá Bandaríkjaforseta en Gustave Perna, sem sér um dreifingu efnisins fyrir Bandaríkjastjórn, sagði í dag á blaðamannafundi að fyrstu skammtar efnisins yrðu fluttir vestur um haf næsta sólarhringinn. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Efnið fer í dreifingu á 145 stöðum í Bandaríkjunum á mánudag, 425 stöðum á þriðjudag og á síðustu 66 staðina á miðvikudag sagði Perna í dag. Bóluefni Pfizer er þegar í notkun á Bretlandi, Kanada, Barein og Sádi-Arabíu. Líkt og þar munu fyrstu skammtar efnisins vera gefnir heilbrigðisstarfsfólki og fólki sem býr á hjúkrunarheimilum. Þá er talið að bóluefnið fari í almenna dreifingu vestanhafs í apríl. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað hart á Bandaríkin og hefur dauðsföllum farið fjölgandi dag hvern frá því í nóvember. Á miðvikudag létust meira en 3000 einstaklingar af völdum veirunnar, en dánartíðni hefur hvergi verið hærri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer og BioNTech fær neyðarleyfi í Bandaríkjunum Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna hefur samþykkt neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech gegn covid-19. Stofnunin segir leyfið marka stórt skref í baráttunni við heimsfaraldurinn sem hefur kostað um 295 þúsund mannslíf í Bandaríkjunum. 12. desember 2020 09:47 Fyrstu skammtar til heilbrigðisstarfsfólks Um tíu þúsund manns munu að óbreyttu fá bóluefni við kórónuveirunni um áramót eftir samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Stærstur hluti þessarar fyrstu sendingar verður nýttur í að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk. 11. desember 2020 19:36 Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Bóluefni Pfizer og BioNTech fær neyðarleyfi í Bandaríkjunum Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna hefur samþykkt neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech gegn covid-19. Stofnunin segir leyfið marka stórt skref í baráttunni við heimsfaraldurinn sem hefur kostað um 295 þúsund mannslíf í Bandaríkjunum. 12. desember 2020 09:47
Fyrstu skammtar til heilbrigðisstarfsfólks Um tíu þúsund manns munu að óbreyttu fá bóluefni við kórónuveirunni um áramót eftir samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Stærstur hluti þessarar fyrstu sendingar verður nýttur í að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk. 11. desember 2020 19:36
Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48