Við fjöllum um stöðu faraldursins í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tveir þriðju fyrirtækja í ferðaþjónustu standa nú frammi fyrir ósjálfbærum skuldavanda og munu gera á næsta ári, samkvæmt nýrri greiningu. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu segir skýrsluna staðfesta það sem samtökin óttuðust.
Matvæla og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna samþykkti seint í gærkvöldi neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Bandaríkjaforseti boðar bólusetningu strax nú um helgina.
Þá kíkjum við inn á skrifstofuhótel í vestfirsku sjávarþorpi og tökum púlsinn á sundþyrstum krökkum í Grenivíkurskóla.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.