Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2020 11:21 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. Þetta er á meðal þess sem liggur að baki mati sóttvarnalæknis og ákvörðun heilbrigðisráðherra um að hafa líkamsræktarstöðvar lokaðar áfram en heimila opnun sundlauga. Sundlaugar voru opnaðar í morgun fyrir helming leyfilegs gestafjölda hverju sinni þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa margir gagnrýnt stefnu stjórnvalda, þ.e. að sundlaugarnar séu opnaðar en líkamsræktarstöðvar ekki, og einhverjir sagst íhuga málsókn vegna þessa. Greinargerð sóttvarnalæknis um þetta var birt á vef heilbrigðisráðuneytisins í dag. Í tilkynningu um greinargerðina segir að kórónuveirusmit tengd líkamsrækt og líkamsræktarstöðvum séu margalt fleiri en smit sem rekja má til sundlauga. Niðurstöður úr rakningargrunni sóttvarnalæknis sýni þetta. Bein smit sem tengjast líkamsrækt eru 36 og fjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru 74, líkt og greint var frá í fjölmiðlum í gær. Bein smit frá sundlaugum eru fimm og heildarfjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru tuttugu. Um sjö sinnum fleiri hafi því smitast í tengslum við líkamsrækt en í sundi. Þá bendir sóttvarnalæknir á að um 35 ríki Evrópusambandsins flokki líkamsrækt sem hááættustaði og gripu til lokana líkamsræktarstöðva snemma í faraldrinum. Samtök bandarískra smitsjúkdómalækna telji smithættu vegna sunds í almenningslaug í meðallagi en að líkamsræktarstöðvar feli í sér hááhættu. Engar vísbendingar séu heldur um að Covid-19 geti smitast með vatni og þá drepi klórblandað sundlaugarvatn veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að þó að margir sjái óréttlæti í þeim sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi í dag sé mikilvægt að landsmenn allir standi saman. Ef það verði ekki gert gæti komið bakslag í faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Tengdar fréttir „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Segir ákvörðun um að opna ekki heilsuræktarstöðvar „átakanlega aðför að heilsu fólks“ Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvarinnar Hress, segir ákvörðun stjórnvalda um að leyfa heilsuræktarstöðvum ekki að opna vera átakanlega aðför að heilsu fólks í landinu. Það hafi gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og heilsu fólks sem glími við streitu og vanlíðan á erfiðum tímum. 9. desember 2020 19:51 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem liggur að baki mati sóttvarnalæknis og ákvörðun heilbrigðisráðherra um að hafa líkamsræktarstöðvar lokaðar áfram en heimila opnun sundlauga. Sundlaugar voru opnaðar í morgun fyrir helming leyfilegs gestafjölda hverju sinni þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa margir gagnrýnt stefnu stjórnvalda, þ.e. að sundlaugarnar séu opnaðar en líkamsræktarstöðvar ekki, og einhverjir sagst íhuga málsókn vegna þessa. Greinargerð sóttvarnalæknis um þetta var birt á vef heilbrigðisráðuneytisins í dag. Í tilkynningu um greinargerðina segir að kórónuveirusmit tengd líkamsrækt og líkamsræktarstöðvum séu margalt fleiri en smit sem rekja má til sundlauga. Niðurstöður úr rakningargrunni sóttvarnalæknis sýni þetta. Bein smit sem tengjast líkamsrækt eru 36 og fjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru 74, líkt og greint var frá í fjölmiðlum í gær. Bein smit frá sundlaugum eru fimm og heildarfjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru tuttugu. Um sjö sinnum fleiri hafi því smitast í tengslum við líkamsrækt en í sundi. Þá bendir sóttvarnalæknir á að um 35 ríki Evrópusambandsins flokki líkamsrækt sem hááættustaði og gripu til lokana líkamsræktarstöðva snemma í faraldrinum. Samtök bandarískra smitsjúkdómalækna telji smithættu vegna sunds í almenningslaug í meðallagi en að líkamsræktarstöðvar feli í sér hááhættu. Engar vísbendingar séu heldur um að Covid-19 geti smitast með vatni og þá drepi klórblandað sundlaugarvatn veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að þó að margir sjái óréttlæti í þeim sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi í dag sé mikilvægt að landsmenn allir standi saman. Ef það verði ekki gert gæti komið bakslag í faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Tengdar fréttir „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Segir ákvörðun um að opna ekki heilsuræktarstöðvar „átakanlega aðför að heilsu fólks“ Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvarinnar Hress, segir ákvörðun stjórnvalda um að leyfa heilsuræktarstöðvum ekki að opna vera átakanlega aðför að heilsu fólks í landinu. Það hafi gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og heilsu fólks sem glími við streitu og vanlíðan á erfiðum tímum. 9. desember 2020 19:51 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48
Segir ákvörðun um að opna ekki heilsuræktarstöðvar „átakanlega aðför að heilsu fólks“ Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvarinnar Hress, segir ákvörðun stjórnvalda um að leyfa heilsuræktarstöðvum ekki að opna vera átakanlega aðför að heilsu fólks í landinu. Það hafi gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og heilsu fólks sem glími við streitu og vanlíðan á erfiðum tímum. 9. desember 2020 19:51