Albert og félagar geta komist áfram í Evrópudeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 12:30 Albert Guðmundsson fagnar einu marka sinna fyror AZ Alkmaar á tímabilinu. Getty/JAN DEN BREEJEN Íslendingaliðið AZ Alkmaar frá Hollandi á ágæta möguleika á að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Átján félög hafa tryggt sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en í kvöld kemur í ljós hvaða sex félög bætast í hópinn. Átta síðustu liðin koma síðan úr Meistaradeildinni. Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal eru eitt af þessum átján liðum sem eru komin áfram en KR-ingurinn hefur varið mark Arsenal í síðustu þremur leikjum liðsins í keppninni og aðeins fengið á sig eitt mark. Arsenal mætir Dundalk á útivelli í kvöld. Albert Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar eru í hörku baráttu um sæti í útsláttarkeppninni en AZ Alkmaar, Napoli og Real Sociedad berjast um tvö laus sæti í lokaumferðinni. #AZ #rijaz #UEL pic.twitter.com/Y6QXlbE9Jn— AZ (@AZAlkmaar) December 10, 2020 Napoli er efst með tíu stig en Real Sociedad og AZ Alkmaar hafa bæði átta stig. Napoli kemst áfram með því að ná í að minnsta kosti eitt stig í leik sínum á móti Real Sociedad á heimavelli. AZ Alkmaar kemst áfram með sigri á Rijeka á útivelli eða ef liðið fær fleiri stig en Real Sociedad. Real Sociedad stendur nefnilega betur í innbyrðis viðureignum. Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Rijeka í fyrri leik liðanna og fær vonandi að spreyta sig í Króatíu í kvöld. Mörkin hans síðan síðast má sjá hér fyrir neðan. Leikir Arsenal og AZ Alkmaar verða sýndir beint en þeir hefjast báðir klukkan 17.55. Leikur Dundalk-Arsenal er á Stöð 2 Sport 4 en leikur Rijeka-AZ Alkmaar á Stöð 2 Sport 2. Þriðja Íslendingaliðið i beinni í kvöld er síðan lið CSKA Moskva í Rússlandi þar sem spila Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson. CSKA Moskva á ekki lengur möguleika á að komast áfram upp úr sínum riðli en liðið hefur ekki unnið leik í keppninni og er bara með þrjú stig úr fimm leikjum. Leikur Dinamo Zagreb og CSKA Moskva verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Fjórða útsending kvöldsins frá Evrópudeildinni verður svo leikur Tottenham og Antwerpen sem er á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50. Tottenham er búið að tryggja sig áfram eins og belgíska liðið. Hér fyrir neðan má yfirlit yfir stöðu liðanna. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Sjá meira
Átján félög hafa tryggt sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en í kvöld kemur í ljós hvaða sex félög bætast í hópinn. Átta síðustu liðin koma síðan úr Meistaradeildinni. Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal eru eitt af þessum átján liðum sem eru komin áfram en KR-ingurinn hefur varið mark Arsenal í síðustu þremur leikjum liðsins í keppninni og aðeins fengið á sig eitt mark. Arsenal mætir Dundalk á útivelli í kvöld. Albert Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar eru í hörku baráttu um sæti í útsláttarkeppninni en AZ Alkmaar, Napoli og Real Sociedad berjast um tvö laus sæti í lokaumferðinni. #AZ #rijaz #UEL pic.twitter.com/Y6QXlbE9Jn— AZ (@AZAlkmaar) December 10, 2020 Napoli er efst með tíu stig en Real Sociedad og AZ Alkmaar hafa bæði átta stig. Napoli kemst áfram með því að ná í að minnsta kosti eitt stig í leik sínum á móti Real Sociedad á heimavelli. AZ Alkmaar kemst áfram með sigri á Rijeka á útivelli eða ef liðið fær fleiri stig en Real Sociedad. Real Sociedad stendur nefnilega betur í innbyrðis viðureignum. Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Rijeka í fyrri leik liðanna og fær vonandi að spreyta sig í Króatíu í kvöld. Mörkin hans síðan síðast má sjá hér fyrir neðan. Leikir Arsenal og AZ Alkmaar verða sýndir beint en þeir hefjast báðir klukkan 17.55. Leikur Dundalk-Arsenal er á Stöð 2 Sport 4 en leikur Rijeka-AZ Alkmaar á Stöð 2 Sport 2. Þriðja Íslendingaliðið i beinni í kvöld er síðan lið CSKA Moskva í Rússlandi þar sem spila Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson. CSKA Moskva á ekki lengur möguleika á að komast áfram upp úr sínum riðli en liðið hefur ekki unnið leik í keppninni og er bara með þrjú stig úr fimm leikjum. Leikur Dinamo Zagreb og CSKA Moskva verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Fjórða útsending kvöldsins frá Evrópudeildinni verður svo leikur Tottenham og Antwerpen sem er á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50. Tottenham er búið að tryggja sig áfram eins og belgíska liðið. Hér fyrir neðan má yfirlit yfir stöðu liðanna. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Sjá meira