Stefnt að 55 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2020 08:55 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnir ný markmið Íslands í loftslagsmálum á leiðtogafundi á laugardag. Vísir/Vilhelm Uppfært markmið Ísands í loftslagsmálum kveður á um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu. Markmiðið var áður 40 prósenta samdráttur miðað við árið 1990 en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun kynna þessi nýju markmið stjórnvalda á leiðtogafundi næstkomandi laugardag. Fundurinn er haldinn á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans á vegum Sameinuðu þjóðanna með breskum og frönskum stjórnvöldum, í samvinnu við Chíle og Ítalíu, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Á fundinum mun Katrín kynna þrjú ný markmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum: Aukinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda. Úr núverandi markmiði um 40% samdrátt m.v. árið 1990 í 55% eða meira til ársins 2030, en það markmið tengist samfloti Íslands með ESB og Noregi , Efldar aðgerðir til að ná markmiði Íslands um um kolefnishlutleysi árið 2040 og áfangamarkmiði um kolefnishlutleysi losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda í kringum árið 2030, Aukin áhersla á loftslagstengd þróunarsamvinnuverkefni, einkum á sviði sjálfbærrar orku með tilliti til íslenskrar sérþekkingar. Að því er segir í tilkynningu stjórnarráðsins tekur tilkynning Íslands um meiri samdrátt í losun mið af stöðu landsins í samfloti nærri þrjátíu Evrópuríkja innan vébanda Parísarsamningsins: „Þar ætla ríkin sameiginlega að ná 40% samdrætti í losun til 2030 m.v. 1990, skv. núverandi skuldbindingu. Ísland og Noregur gerðu samkomulag við ESB árið 2019 um hlut ríkjanna í því sameiginlega markmiði, með hliðsjón af þátttöku ríkjanna tveggja í viðskiptakerfi um losunarheimildir (ETS). Losun innan ETS er hvað Ísland varðar einkum á sviði stóriðju og flugs og þar bera fyrirtæki ábyrgð innan samevrópsks viðskiptakerfis. Önnur losun, s.s. frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og meðferð úrgangs, er á beinni ábyrgð einstakra ríkja, sem taka á sig tölulega skuldbindingu varðandi þá losun. Ekki liggur fyrir hvernig ábyrgð verður skipt á milli ríkja þegar metnaðarstig varðandi samdrátt verður hækkað úr 40% í 55% en núverandi aðgerðaáætlun stjórnvalda tekur mið af því að ná meiri samdrætti í losun en krafist er skv. núverandi skuldbindingum. Noregur hefur gefið sambærilega yfirlýsingu og Ísland um vilja til aukins metnaðar, auk margra ríkja ESB, en ekki liggur fyrir sameiginleg ákvörðun af hálfu ESB,“ segir í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér. Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Markmiðið var áður 40 prósenta samdráttur miðað við árið 1990 en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun kynna þessi nýju markmið stjórnvalda á leiðtogafundi næstkomandi laugardag. Fundurinn er haldinn á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans á vegum Sameinuðu þjóðanna með breskum og frönskum stjórnvöldum, í samvinnu við Chíle og Ítalíu, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Á fundinum mun Katrín kynna þrjú ný markmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum: Aukinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda. Úr núverandi markmiði um 40% samdrátt m.v. árið 1990 í 55% eða meira til ársins 2030, en það markmið tengist samfloti Íslands með ESB og Noregi , Efldar aðgerðir til að ná markmiði Íslands um um kolefnishlutleysi árið 2040 og áfangamarkmiði um kolefnishlutleysi losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda í kringum árið 2030, Aukin áhersla á loftslagstengd þróunarsamvinnuverkefni, einkum á sviði sjálfbærrar orku með tilliti til íslenskrar sérþekkingar. Að því er segir í tilkynningu stjórnarráðsins tekur tilkynning Íslands um meiri samdrátt í losun mið af stöðu landsins í samfloti nærri þrjátíu Evrópuríkja innan vébanda Parísarsamningsins: „Þar ætla ríkin sameiginlega að ná 40% samdrætti í losun til 2030 m.v. 1990, skv. núverandi skuldbindingu. Ísland og Noregur gerðu samkomulag við ESB árið 2019 um hlut ríkjanna í því sameiginlega markmiði, með hliðsjón af þátttöku ríkjanna tveggja í viðskiptakerfi um losunarheimildir (ETS). Losun innan ETS er hvað Ísland varðar einkum á sviði stóriðju og flugs og þar bera fyrirtæki ábyrgð innan samevrópsks viðskiptakerfis. Önnur losun, s.s. frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og meðferð úrgangs, er á beinni ábyrgð einstakra ríkja, sem taka á sig tölulega skuldbindingu varðandi þá losun. Ekki liggur fyrir hvernig ábyrgð verður skipt á milli ríkja þegar metnaðarstig varðandi samdrátt verður hækkað úr 40% í 55% en núverandi aðgerðaáætlun stjórnvalda tekur mið af því að ná meiri samdrætti í losun en krafist er skv. núverandi skuldbindingum. Noregur hefur gefið sambærilega yfirlýsingu og Ísland um vilja til aukins metnaðar, auk margra ríkja ESB, en ekki liggur fyrir sameiginleg ákvörðun af hálfu ESB,“ segir í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér.
Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira