Sendir Bamford stöðugt myndbönd með hinum norska Haaland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 10:01 Erling Haaland og Patrick Bamford hafa báðir skorað mikið af mörkum á þessu tímabili. Samsett/EPA Marcelo Bielsa er enginn venjulegur knattspyrnustjóri og kröfuharðari en flestir. Hann fór sérstaka leið til að fá meira frá framherja sínum Patrick Bamford. Patrick Bamford hefur átt flott tímabil með Leeds í ensku úrvalsdeildinni en hann er kominn með átta mörk í ellefu leikjum. Þrátt fyrir þessa fínu frammistöðu þá hafa kröfurnar bara aukist frá knattspyrnustjóranum sérstaka Marcelo Bielsa. Bamford gaf fólki smá innsýn í það hvernig er að vera aðalframherjinn í liði Bielsa í viðtali á dögunum. 'Be like Haaland' Marcelo Bielsa has sent Patrick Bamford numerous analytical videos of Erling Haaland to spark an improvement in front of goal for the Leeds No 9. It appears to have done the trick, as the 27-year-old explains: https://t.co/sPiz1JZLnM— TEAMtalk (@TEAMtalk) December 10, 2020 Bamford mætti í hlaðvarpsþáttinn hjá Ornstein og Chapman og greindi frá því hvernig Marcelo Bielsa heldur sínum leikmönnum á tánum. „Alla vikuna þá sendir hann þér ýmislegt. Stundum eru það myndbönd með varnarmanninum sem þú ert að fara spila við í næsta leik,“ sagði Patrick Bamford. „Undanfarnar þrjár vikur hefur aðeins orðið breyting á þessu. Þessar þrjár vikur þá hef ég fengið tvær til þrjár klippur með Erling Haaland á hverjum degi. Hver þeirra er svona um fimmtán mínútna löng,“ sagði Bamford. Öll átta mörk Bamford hafa komið í opnum leik en aðeins Erling Haaland hefur skorað fleiri slík mörk í fimm stærstu deildum Evrópu á þessari leiktíð. „Ég þurfti að horfa á þær og reyna að finna eitthvað þar sem ég gæti nýtt mér,“ sagði Bamford. Bamford trúir því líka að Norðmaðurinn sé að hafa áhrif á hans leik. Markið hans á móti Chelsea á laugardaginn var er ekkert ólíkt mörkunum sem Haaland er að skora. „Ef ég segi alveg eins og er þá var það mark svipað einhverjum mörkunum hans. Ég get unnið með sprengikraftinn í sumum hlaupunum mínum. Stunduð tek ég hlaup án þess að vera hundrað prósent viss um að það sé rétta hlaupið,“ sagði Bamford. Erling Haaland fæddist í Leeds þegar faðir hans lék með félaginu. Erling Haaland hefur raðað inn mörkum hjá Borussia Dortmund en norski framherjinn hefur skorað 17 mörk í 14 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og alls 33 mörk í 32 leikjum með þýska félaginu þar af 23 mörk í 23 leikjum í deildinni og 8 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni. Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Patrick Bamford hefur átt flott tímabil með Leeds í ensku úrvalsdeildinni en hann er kominn með átta mörk í ellefu leikjum. Þrátt fyrir þessa fínu frammistöðu þá hafa kröfurnar bara aukist frá knattspyrnustjóranum sérstaka Marcelo Bielsa. Bamford gaf fólki smá innsýn í það hvernig er að vera aðalframherjinn í liði Bielsa í viðtali á dögunum. 'Be like Haaland' Marcelo Bielsa has sent Patrick Bamford numerous analytical videos of Erling Haaland to spark an improvement in front of goal for the Leeds No 9. It appears to have done the trick, as the 27-year-old explains: https://t.co/sPiz1JZLnM— TEAMtalk (@TEAMtalk) December 10, 2020 Bamford mætti í hlaðvarpsþáttinn hjá Ornstein og Chapman og greindi frá því hvernig Marcelo Bielsa heldur sínum leikmönnum á tánum. „Alla vikuna þá sendir hann þér ýmislegt. Stundum eru það myndbönd með varnarmanninum sem þú ert að fara spila við í næsta leik,“ sagði Patrick Bamford. „Undanfarnar þrjár vikur hefur aðeins orðið breyting á þessu. Þessar þrjár vikur þá hef ég fengið tvær til þrjár klippur með Erling Haaland á hverjum degi. Hver þeirra er svona um fimmtán mínútna löng,“ sagði Bamford. Öll átta mörk Bamford hafa komið í opnum leik en aðeins Erling Haaland hefur skorað fleiri slík mörk í fimm stærstu deildum Evrópu á þessari leiktíð. „Ég þurfti að horfa á þær og reyna að finna eitthvað þar sem ég gæti nýtt mér,“ sagði Bamford. Bamford trúir því líka að Norðmaðurinn sé að hafa áhrif á hans leik. Markið hans á móti Chelsea á laugardaginn var er ekkert ólíkt mörkunum sem Haaland er að skora. „Ef ég segi alveg eins og er þá var það mark svipað einhverjum mörkunum hans. Ég get unnið með sprengikraftinn í sumum hlaupunum mínum. Stunduð tek ég hlaup án þess að vera hundrað prósent viss um að það sé rétta hlaupið,“ sagði Bamford. Erling Haaland fæddist í Leeds þegar faðir hans lék með félaginu. Erling Haaland hefur raðað inn mörkum hjá Borussia Dortmund en norski framherjinn hefur skorað 17 mörk í 14 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og alls 33 mörk í 32 leikjum með þýska félaginu þar af 23 mörk í 23 leikjum í deildinni og 8 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira