Telur Svandísi strangari við einkageirann en hið opinbera Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2020 19:00 Gestur Jónsson lögmaður. Gestur Jónsson, sem ritaði minnisblað til yfirvalda vegna lokunar líkamsræktarstöðva fyrir hönd eiganda World Class, segir sóttvarnaráðstafanir gerðar af ríku tilefni en allir þurfi að sitja við sama borð sem þurfi að þola takmarkanir. Eftir að heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og fjármálaráðherra fengu afhent álit Gests hefur verið tekin sú ákvörðun að opna sundlaugar með takmörkunum og leyfa almennt íþróttastarf þeirra sem eru innan ÍSÍ og keppa í efstu deild. Líkamsræktarstöðvar skulu hins vegar vera áfram lokaðar. „Minnisblað mitt gekk út á það að í fyrri ákvörðunum um sóttvarnir gagnvart þessum aðilum hafa þeir verið meðhöndlaðir með sama hætti. Við teljum að það eigi að gera það líka núna nema það séu frambærileg og málefnaleg sjónarmið sem valda því að það eigi að breyta. Og ég hef ekki heyrt nein slík sjónarmið koma fram,“ segir Gestur. Hann segir gripið til sóttvarnaráðstafana af ríku tilefni og þeir séu ekki að halda því fram að það sé rangt að setja takmarkanir á starfsemi í samfélaginu. „Við teljum hins vegar að það sé mikilvægt að allir sitji við sama borð sem þurfa að þola slíkar takmarkanir. “ Hann segir ljóst að ef líkamsræktarstöðvum sé lokað án þess að fyrir því séu næg tilefni geti það leitt til skaðabótaskyldu. Gestur dregur þá ályktun að takmörkum á starfsemi sé aðeins létt á þeirri sem sé á vegum ríkisins og sveitarfélaganna eða á vegum félaga sem nóta stuðnings þeirra. Sú starfsemi fái meira rými en starfsemi á vegum einkaaðila. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákveður hvaða takmarkanir eru í gildi. „Og þetta er mjög vond lína ef þetta er rétt ályktun hjá mér. Það er miklu meiri ástæða til að reyna að standa vörð um atvinnustarfsemi í landinu, því sem fólk hefur lífsviðurværi af,“ segir Gestur og bendir á að 500 manns starfi í 17 stöðvum World Class. Hann segir augljóst að sóttvarnasjónarmið ráði ekki ein för við ákvörðun um að leyfa almennt íþróttastarf í efstu deildum en ekki starfsemi líkamsræktarstöðva. „Samskonar líkamsrækt er heimiluð á vegum íþróttafélaganna þegar um er að ræða þá sem eru í keppnisíþróttum og það getur ekki verið neitt sóttvarnasjónarmið að heimila þeim sem er góður í greininni að æfa en ekki hinum sem eru lakari. Það byggist á öðrum sjónarmiðum, ég er ekki að gera lítið úr þeim sjónarmiðum, en það verður að koma fram að það sé tilgangurinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Eftir að heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og fjármálaráðherra fengu afhent álit Gests hefur verið tekin sú ákvörðun að opna sundlaugar með takmörkunum og leyfa almennt íþróttastarf þeirra sem eru innan ÍSÍ og keppa í efstu deild. Líkamsræktarstöðvar skulu hins vegar vera áfram lokaðar. „Minnisblað mitt gekk út á það að í fyrri ákvörðunum um sóttvarnir gagnvart þessum aðilum hafa þeir verið meðhöndlaðir með sama hætti. Við teljum að það eigi að gera það líka núna nema það séu frambærileg og málefnaleg sjónarmið sem valda því að það eigi að breyta. Og ég hef ekki heyrt nein slík sjónarmið koma fram,“ segir Gestur. Hann segir gripið til sóttvarnaráðstafana af ríku tilefni og þeir séu ekki að halda því fram að það sé rangt að setja takmarkanir á starfsemi í samfélaginu. „Við teljum hins vegar að það sé mikilvægt að allir sitji við sama borð sem þurfa að þola slíkar takmarkanir. “ Hann segir ljóst að ef líkamsræktarstöðvum sé lokað án þess að fyrir því séu næg tilefni geti það leitt til skaðabótaskyldu. Gestur dregur þá ályktun að takmörkum á starfsemi sé aðeins létt á þeirri sem sé á vegum ríkisins og sveitarfélaganna eða á vegum félaga sem nóta stuðnings þeirra. Sú starfsemi fái meira rými en starfsemi á vegum einkaaðila. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákveður hvaða takmarkanir eru í gildi. „Og þetta er mjög vond lína ef þetta er rétt ályktun hjá mér. Það er miklu meiri ástæða til að reyna að standa vörð um atvinnustarfsemi í landinu, því sem fólk hefur lífsviðurværi af,“ segir Gestur og bendir á að 500 manns starfi í 17 stöðvum World Class. Hann segir augljóst að sóttvarnasjónarmið ráði ekki ein för við ákvörðun um að leyfa almennt íþróttastarf í efstu deildum en ekki starfsemi líkamsræktarstöðva. „Samskonar líkamsrækt er heimiluð á vegum íþróttafélaganna þegar um er að ræða þá sem eru í keppnisíþróttum og það getur ekki verið neitt sóttvarnasjónarmið að heimila þeim sem er góður í greininni að æfa en ekki hinum sem eru lakari. Það byggist á öðrum sjónarmiðum, ég er ekki að gera lítið úr þeim sjónarmiðum, en það verður að koma fram að það sé tilgangurinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira