Zidane: Kæmi mér ekki á óvart ef ég yrði rekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 12:30 Zinedine Zidane hefur þurft að horfa upp á mjög misjafna frammistöðu Real Madrid liðsins í Meistaradeildinni í vetur. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, þarf svo sannarlega á sigri að halda í Meistaradeildinni í kvöld enda bæði sæti í sextán liða úrslitum og mögulega starfið hans undir. Zinedine Zidane ræddi framtíð sína á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid og Borussia Mönchengladbach í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar en leikurinn fer fram í kvöld. Zidane er í hættu á að vera rekinn úr starfi eftir mjög dapurt gengi Real Madrid á leiktíðinni því auk þess að vera í stressi yfir framtíð liðsins í Meistaradeildinni þá er Real Madrid liðið einnig búið að tapa þremur leikjum í spænsku deildinni á leiktíðinni. Real Madrid coach Zinedine Zidane insisted he is not contemplating losing his job if his side fail to progress from the Champions League group stage. https://t.co/oWqUnIAsfv— Reuters Sports (@ReutersSports) December 8, 2020 Zidane var spurður á blaðamannafundinum í gær hvort að það kæmi á óvart ef hann þyrfti að taka pokanna sinn falli úrslitin ekki með Real Marid í kvöld. „Nei. Félagið mun gera það sem það þarf að gera eins og alltaf,“ sagði Zinedine Zidane. „Ég er ekki að hugsa um það. Ég er að hugsa um leikinn á morgun (í kvöld). Félagið mun taka sínar ákvarðanir eins og alltaf en ég er ekki að hugsa um það ef ég svara hreinskilnislega,“ sagði Zidane. Zinedine Zidane hefur stýrt Real Madrid þrisvar til sigurs í Meistaradeildinni (2016, 2017 og 2018) en liðið datt út fyrir Manchester City í sextán liða úrslitnum í haust. Zinedine Zidane has said it wouldn't surprise him if he was sacked should @realmadrid crash out of the #ChampionsLeague. They need to beat @borussia on Wednesday to qualify for the round of 16, or draw if Inter Milan beat Shakhtar Donetsk. https://t.co/YV3gr7v4xi #ESPNCaribbean pic.twitter.com/3vzUXLbUrK— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) December 8, 2020 Real Madrid vann spænska meistaratitilinn undir stjórn hans á síðustu leiktíð en í ár hefur liðið tapað fyrir liðum Cadiz, Valencia og Alaves í spænsku deildinni. Blaðamenn héldu áfram að spyrja Zinedine Zidane út í mögulegan brottrekstur og hvort að það yrði mjög sárt fyrir hann að vera rekinn í fyrsta sinn á ferlinum. „Nei. Fortíðin er að baki. Það mikilvæga er nútíðin og framtíðin. Það sem gerist mun bara gerast,“ sagði Zidane. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Fleiri fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Sjá meira
Zinedine Zidane ræddi framtíð sína á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid og Borussia Mönchengladbach í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar en leikurinn fer fram í kvöld. Zidane er í hættu á að vera rekinn úr starfi eftir mjög dapurt gengi Real Madrid á leiktíðinni því auk þess að vera í stressi yfir framtíð liðsins í Meistaradeildinni þá er Real Madrid liðið einnig búið að tapa þremur leikjum í spænsku deildinni á leiktíðinni. Real Madrid coach Zinedine Zidane insisted he is not contemplating losing his job if his side fail to progress from the Champions League group stage. https://t.co/oWqUnIAsfv— Reuters Sports (@ReutersSports) December 8, 2020 Zidane var spurður á blaðamannafundinum í gær hvort að það kæmi á óvart ef hann þyrfti að taka pokanna sinn falli úrslitin ekki með Real Marid í kvöld. „Nei. Félagið mun gera það sem það þarf að gera eins og alltaf,“ sagði Zinedine Zidane. „Ég er ekki að hugsa um það. Ég er að hugsa um leikinn á morgun (í kvöld). Félagið mun taka sínar ákvarðanir eins og alltaf en ég er ekki að hugsa um það ef ég svara hreinskilnislega,“ sagði Zidane. Zinedine Zidane hefur stýrt Real Madrid þrisvar til sigurs í Meistaradeildinni (2016, 2017 og 2018) en liðið datt út fyrir Manchester City í sextán liða úrslitnum í haust. Zinedine Zidane has said it wouldn't surprise him if he was sacked should @realmadrid crash out of the #ChampionsLeague. They need to beat @borussia on Wednesday to qualify for the round of 16, or draw if Inter Milan beat Shakhtar Donetsk. https://t.co/YV3gr7v4xi #ESPNCaribbean pic.twitter.com/3vzUXLbUrK— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) December 8, 2020 Real Madrid vann spænska meistaratitilinn undir stjórn hans á síðustu leiktíð en í ár hefur liðið tapað fyrir liðum Cadiz, Valencia og Alaves í spænsku deildinni. Blaðamenn héldu áfram að spyrja Zinedine Zidane út í mögulegan brottrekstur og hvort að það yrði mjög sárt fyrir hann að vera rekinn í fyrsta sinn á ferlinum. „Nei. Fortíðin er að baki. Það mikilvæga er nútíðin og framtíðin. Það sem gerist mun bara gerast,“ sagði Zidane. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Fleiri fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Sjá meira