Húsleit gerð hjá fyrrum starfsmanni sem sakaði ráðuneytið um að falsa veirutölur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2020 19:10 Jones kom að gerð gagnagrunns um faraldur kórónuveirunnar í Flórída. Paul Hennessy/SOPA Images/LightRocket via Getty Lögreglan í Flórídaríki í Bandaríkjunum gerði í dag húsleit hjá tölfræðingnum Rebekuh Jones, en hún kom að gerð gagnagrunns sem heldur utan um framgang kórónuveirufaraldursins í ríkinu. Í frétt breska ríkisútvarpsins af málinu er haft eftir lögregluyfirvöldum í Flórída að húsleitin hafi verið gerð vegna gruns um að brotist hafi verið inn í kerfi sem ríkið notar til að senda út neyðartilkynningar vegna hættuástands. Jones hefur hafnað því að vera viðriðin innbrotið. Tölvur í eigu Jones voru gerðar upptækar við húsleitina. Jones var rekin frá heilbrigðisráðuneytinu í maí síðastliðnum eftir að hafa sakað ráðuneytið um að falsa tölfræði um kórónuveirusmit, með það fyrir augum að geta slakað á sóttvarnatakmörkunum. Eftir það kom hún á fót sínum eigin gagnagrunni þar sem hún fylgdist með framgangi faraldursins í Bandaríkjunum. Samkvæmt Tampa Bay Times fól innbrotið í sér að skilaboð voru send á viðbragðsaðila í neyðarteymi ráðuneytisins og þeir hvattir til að „láta í sér heyra“ áður en þúsundir í viðbót myndu látast af völdum kórónuveirunnar. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 291.000 manns látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, af þeim rúmlega 15.400.000 sem greinst hafa. Segir lögregluna hafa miðað byssu á börnin Samkvæmt löggæsluyfirvöldum í Flórída var innbrotið rakið og talið sýnt fram á að það hefði verið framið frá heimili Jones. Þá hafnaði lögreglan því að hafa beint byssu að börnum hennar, líkt og hún hafði sakað lögregluna um. Söfnun hefur nú verið komið á fót til þess að styrkja Jones um lögfræðikostnað sem kann að falla til vegna málsins. Á undir tíu klukkutímum hafa safnast yfir 65.000 dollarar, eða rúmlega átta milljónir króna. „Það lítur út fyrir að ég þurfi að fá mér nýja tölvu og góðan lögfræðing,“ er haft eftir Jones á síðu söfnunarinnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Í frétt breska ríkisútvarpsins af málinu er haft eftir lögregluyfirvöldum í Flórída að húsleitin hafi verið gerð vegna gruns um að brotist hafi verið inn í kerfi sem ríkið notar til að senda út neyðartilkynningar vegna hættuástands. Jones hefur hafnað því að vera viðriðin innbrotið. Tölvur í eigu Jones voru gerðar upptækar við húsleitina. Jones var rekin frá heilbrigðisráðuneytinu í maí síðastliðnum eftir að hafa sakað ráðuneytið um að falsa tölfræði um kórónuveirusmit, með það fyrir augum að geta slakað á sóttvarnatakmörkunum. Eftir það kom hún á fót sínum eigin gagnagrunni þar sem hún fylgdist með framgangi faraldursins í Bandaríkjunum. Samkvæmt Tampa Bay Times fól innbrotið í sér að skilaboð voru send á viðbragðsaðila í neyðarteymi ráðuneytisins og þeir hvattir til að „láta í sér heyra“ áður en þúsundir í viðbót myndu látast af völdum kórónuveirunnar. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 291.000 manns látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, af þeim rúmlega 15.400.000 sem greinst hafa. Segir lögregluna hafa miðað byssu á börnin Samkvæmt löggæsluyfirvöldum í Flórída var innbrotið rakið og talið sýnt fram á að það hefði verið framið frá heimili Jones. Þá hafnaði lögreglan því að hafa beint byssu að börnum hennar, líkt og hún hafði sakað lögregluna um. Söfnun hefur nú verið komið á fót til þess að styrkja Jones um lögfræðikostnað sem kann að falla til vegna málsins. Á undir tíu klukkutímum hafa safnast yfir 65.000 dollarar, eða rúmlega átta milljónir króna. „Það lítur út fyrir að ég þurfi að fá mér nýja tölvu og góðan lögfræðing,“ er haft eftir Jones á síðu söfnunarinnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira