Panflautan er vanmetið hljóðfæri
Margir telja að panflautan sé vanmetið hljóðfæri sem njóti ekki alltaf sannmælis. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að jólunum og jólastemningunni – en úr því verður nú bætt í jóladagatalinu í dag.
Von er á sögum, söng og tónlist, fróðleik, gríni og gleði á hverjum degi fram að jólum frá Borgarleikhúsinu. Gluggar í Jóladagatali Borgarleikhússins eru birtir daglega hér á Vísi.