Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2020 16:04 Ísland vann tólf af 20 leikjum sínum undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. Jón Þór segist hafa farið yfir strikið í samræðum sínum við leikmenn landsliðsins þegar hann var undir áhrifum áfengis í Ungverjalandi á þriðjudaginn í síðustu viku. Íslenska liðið fagnaði þá því að vera komið á EM 2022 í Englandi. Í yfirlýsingu frá KSÍ kemur fram að sambandið og Jón Þór hafi komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins. Í yfirlýsingu Jóns Þórs viðurkennir hann mistök sín í fögnuðinum í Ungverjalandi og segist hafa brugðist sem þjálfari íslenska liðsins. Jón Þór segir jafnframt að eftir samtöl við leikmenn væri ljóst að það yrði erfitt að endurheimta nauðsynlegt traust milli sín og þeirra. Því hafi það verið heillavænlegast að hann stigi frá borði. Yfirlýsing KSÍ Jón Þór hættir sem þjálfari A landsliðs kvenna KSÍ og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um að Jón Þór láti af störfum sem þjálfari A landsliðs kvenna að hans ósk. Undir stjórn Jóns Þórs náði liðið því markmiði að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2022. Engu að síður telja KSÍ og Jón Þór það vera rétt skref að hann stígi til hliðar á þessum tímapunkti, með hagsmuni landsliðsins að leiðarljósi. KSÍ þakkar Jóni Þór fyrir hans framlag til árangursins og óskar honum velfarnaðar í þjálfarastörfum í framtíðinni. Yfirlýsing Jóns Þórs vegna starfsloka: Með sigri á Ungverjalandi náði íslenska kvennalandsliðið því markmiði sínu að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2022. Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að hafa komið að þessum góða árangri sem þjálfari liðsins síðustu tvö ár. Efti sigurinn á Ungverjalandi var EM-sætinu fagnað af liðinu, starfsmönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta tilefni var boðið upp á áfengi. Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar. Undanfarna daga hafa samtöl mín við leikmenn liðsins leitt mig að þeirri niðurstöðu að erfitt verði að endurheimta nauðsynlegt traust á milli mín sem þjálfara og einstakra leikmanna. Liðið og árangur þess er það sem skiptir öllu máli og nú stendur það frammi fyrir mikilvægum undirbúningi fyrir EM. Við slíkar aðstæður er skynsamlegast fyrir alla aðila að nýr þjálfari taki við og hefji undirbúning fyrir þetta mikilvæga mót. Ég hef því óskað eftir og gert samkomulag við KSÍ um að láta af störfum sem landsliðsþjálfari. Ég óska liðinu og leikmönnum þess velfarnaðar og trúi því að liðið geti náð góðum árangri á EM. Jón Þór Hauksson Jón Þór stýrði Íslandi í síðasta sinn þegar það vann Ungverjaland, 0-1, fyrir viku. Íslendingar enduðu í 2. sæti H-riðils undankeppni EM með nítján stig og komust inn á lokamótið sem eitt þeirra þriggja liða sem var með bestan árangur í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Jón Þór tók við íslenska landsliðinu af Frey Alexanderssyni haustið 2018. Hann stýrði Íslandi í 20 leikjum; tólf þeirra unnust, fjórir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. Skagamaðurinn er bæði með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins frá upphafi. EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Jón Þór segist hafa farið yfir strikið í samræðum sínum við leikmenn landsliðsins þegar hann var undir áhrifum áfengis í Ungverjalandi á þriðjudaginn í síðustu viku. Íslenska liðið fagnaði þá því að vera komið á EM 2022 í Englandi. Í yfirlýsingu frá KSÍ kemur fram að sambandið og Jón Þór hafi komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins. Í yfirlýsingu Jóns Þórs viðurkennir hann mistök sín í fögnuðinum í Ungverjalandi og segist hafa brugðist sem þjálfari íslenska liðsins. Jón Þór segir jafnframt að eftir samtöl við leikmenn væri ljóst að það yrði erfitt að endurheimta nauðsynlegt traust milli sín og þeirra. Því hafi það verið heillavænlegast að hann stigi frá borði. Yfirlýsing KSÍ Jón Þór hættir sem þjálfari A landsliðs kvenna KSÍ og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um að Jón Þór láti af störfum sem þjálfari A landsliðs kvenna að hans ósk. Undir stjórn Jóns Þórs náði liðið því markmiði að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2022. Engu að síður telja KSÍ og Jón Þór það vera rétt skref að hann stígi til hliðar á þessum tímapunkti, með hagsmuni landsliðsins að leiðarljósi. KSÍ þakkar Jóni Þór fyrir hans framlag til árangursins og óskar honum velfarnaðar í þjálfarastörfum í framtíðinni. Yfirlýsing Jóns Þórs vegna starfsloka: Með sigri á Ungverjalandi náði íslenska kvennalandsliðið því markmiði sínu að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2022. Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að hafa komið að þessum góða árangri sem þjálfari liðsins síðustu tvö ár. Efti sigurinn á Ungverjalandi var EM-sætinu fagnað af liðinu, starfsmönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta tilefni var boðið upp á áfengi. Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar. Undanfarna daga hafa samtöl mín við leikmenn liðsins leitt mig að þeirri niðurstöðu að erfitt verði að endurheimta nauðsynlegt traust á milli mín sem þjálfara og einstakra leikmanna. Liðið og árangur þess er það sem skiptir öllu máli og nú stendur það frammi fyrir mikilvægum undirbúningi fyrir EM. Við slíkar aðstæður er skynsamlegast fyrir alla aðila að nýr þjálfari taki við og hefji undirbúning fyrir þetta mikilvæga mót. Ég hef því óskað eftir og gert samkomulag við KSÍ um að láta af störfum sem landsliðsþjálfari. Ég óska liðinu og leikmönnum þess velfarnaðar og trúi því að liðið geti náð góðum árangri á EM. Jón Þór Hauksson Jón Þór stýrði Íslandi í síðasta sinn þegar það vann Ungverjaland, 0-1, fyrir viku. Íslendingar enduðu í 2. sæti H-riðils undankeppni EM með nítján stig og komust inn á lokamótið sem eitt þeirra þriggja liða sem var með bestan árangur í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Jón Þór tók við íslenska landsliðinu af Frey Alexanderssyni haustið 2018. Hann stýrði Íslandi í 20 leikjum; tólf þeirra unnust, fjórir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. Skagamaðurinn er bæði með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins frá upphafi.
Jón Þór hættir sem þjálfari A landsliðs kvenna KSÍ og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um að Jón Þór láti af störfum sem þjálfari A landsliðs kvenna að hans ósk. Undir stjórn Jóns Þórs náði liðið því markmiði að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2022. Engu að síður telja KSÍ og Jón Þór það vera rétt skref að hann stígi til hliðar á þessum tímapunkti, með hagsmuni landsliðsins að leiðarljósi. KSÍ þakkar Jóni Þór fyrir hans framlag til árangursins og óskar honum velfarnaðar í þjálfarastörfum í framtíðinni. Yfirlýsing Jóns Þórs vegna starfsloka: Með sigri á Ungverjalandi náði íslenska kvennalandsliðið því markmiði sínu að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2022. Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að hafa komið að þessum góða árangri sem þjálfari liðsins síðustu tvö ár. Efti sigurinn á Ungverjalandi var EM-sætinu fagnað af liðinu, starfsmönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta tilefni var boðið upp á áfengi. Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar. Undanfarna daga hafa samtöl mín við leikmenn liðsins leitt mig að þeirri niðurstöðu að erfitt verði að endurheimta nauðsynlegt traust á milli mín sem þjálfara og einstakra leikmanna. Liðið og árangur þess er það sem skiptir öllu máli og nú stendur það frammi fyrir mikilvægum undirbúningi fyrir EM. Við slíkar aðstæður er skynsamlegast fyrir alla aðila að nýr þjálfari taki við og hefji undirbúning fyrir þetta mikilvæga mót. Ég hef því óskað eftir og gert samkomulag við KSÍ um að láta af störfum sem landsliðsþjálfari. Ég óska liðinu og leikmönnum þess velfarnaðar og trúi því að liðið geti náð góðum árangri á EM. Jón Þór Hauksson
EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira