Rifjuðu upp þegar Ferguson kallaði Raiola drulluhala Anton Ingi Leifsson skrifar 8. desember 2020 11:30 Sir Alex á Cheltenham Festival fyrr á þessu ári en hann er mikill hestamaður. Max Mumby/Getty Mino Raiola er umdeildur umboðsmaður og sér í lagi í Manchester borg. Það má með sanni segja að Sir Alex Ferguson og Mino Raiola, umboðsmaður, séu ekki bestu mátar. Stuðningsmenn United rifjuðu það upp í gær. Það vakti ekki mikla kátínu meðal stuðningsmanna United í gær er Raiola kom fram í viðtali og sagði að tími Pogba hjá félaginu væri liðinn, degi fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins hjá United; gegn Leipzig í Meistaradeildini. Raiola sagði að Pogba væri óhamingjusamur í Manchester borg og að hann þyrfti að komast burt sem fyrst. Þetta sagði hann í samtali við miðilinn Tuttosport og vonaðist eftir að Pogba yrði seldur í janúar. Eflaust ekki það Ole Gunnar Solskjær vildi lesa degi fyrir mikilvægan leik gegn RB Leipzig https://t.co/nLUPQc0uXg— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 7, 2020 Raiola og stuðningsmenn Man. United hafa ekki verið bestu vinir frá komunni hans til félagsins og því rifjuðu stuðningsmenn United upp myndband af Sir Alex tala um Raiola. Sir Alex var spurður af hverju Pogba hafði ekki slegið í gegn er hann var á sínum yngri árum hjá United og sá skoski lá ekki á svörum sínum. „Paul Pogba? Hann er bara með lélegan umboðsmann, drulluhala,“ sagði Ferguson við mikil hlátrasköll í salnum. Sir Alex Ferguson on Mino Raiola in 2012: "Paul Pogba? He just had a bad agent, a sh*t bag." #MUFC pic.twitter.com/is6oVGOIJk— United Zone (@ManUnitedZone_) December 7, 2020 Pogba kom til Manchester United sextán ára gamall og var hjá félaginu þangað til hann varð nítján. Þá beið hann ekki lengur eftir fleiri tækifærum hjá United og fór til Juventus. Einungis fjórum árum síðar snéri hann svo aftur til Englands eftir að hafa unnið fjöldann allan af titlum á Ítalíu en endurkoman hefur, að margra mati, ekki verið eins góð og vonast var eftir. Pogba verður í eldlínunni í kvöld er United mætir Leipzig í úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikið verður í Þýskalandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Það má með sanni segja að Sir Alex Ferguson og Mino Raiola, umboðsmaður, séu ekki bestu mátar. Stuðningsmenn United rifjuðu það upp í gær. Það vakti ekki mikla kátínu meðal stuðningsmanna United í gær er Raiola kom fram í viðtali og sagði að tími Pogba hjá félaginu væri liðinn, degi fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins hjá United; gegn Leipzig í Meistaradeildini. Raiola sagði að Pogba væri óhamingjusamur í Manchester borg og að hann þyrfti að komast burt sem fyrst. Þetta sagði hann í samtali við miðilinn Tuttosport og vonaðist eftir að Pogba yrði seldur í janúar. Eflaust ekki það Ole Gunnar Solskjær vildi lesa degi fyrir mikilvægan leik gegn RB Leipzig https://t.co/nLUPQc0uXg— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 7, 2020 Raiola og stuðningsmenn Man. United hafa ekki verið bestu vinir frá komunni hans til félagsins og því rifjuðu stuðningsmenn United upp myndband af Sir Alex tala um Raiola. Sir Alex var spurður af hverju Pogba hafði ekki slegið í gegn er hann var á sínum yngri árum hjá United og sá skoski lá ekki á svörum sínum. „Paul Pogba? Hann er bara með lélegan umboðsmann, drulluhala,“ sagði Ferguson við mikil hlátrasköll í salnum. Sir Alex Ferguson on Mino Raiola in 2012: "Paul Pogba? He just had a bad agent, a sh*t bag." #MUFC pic.twitter.com/is6oVGOIJk— United Zone (@ManUnitedZone_) December 7, 2020 Pogba kom til Manchester United sextán ára gamall og var hjá félaginu þangað til hann varð nítján. Þá beið hann ekki lengur eftir fleiri tækifærum hjá United og fór til Juventus. Einungis fjórum árum síðar snéri hann svo aftur til Englands eftir að hafa unnið fjöldann allan af titlum á Ítalíu en endurkoman hefur, að margra mati, ekki verið eins góð og vonast var eftir. Pogba verður í eldlínunni í kvöld er United mætir Leipzig í úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikið verður í Þýskalandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira