Argentínskur þingmaður vill setja Maradona á peningaseðil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 07:31 Diego Maradona með heimsbikarinn eftir sigurinn á HM í Mexíkó 1986. Getty/Peter Robinson Argentína hefur verið í sárum síðan að þjóðin missti goðsögnina sína Diego Armando Maradona í lok nóvember og Argentínumenn hafa verið duglegir að heiðra sína stærstu fótboltahetju. Diego Armando Maradona var eins og guð í heimalandinu og missir argentínsku þjóðarinnar er því mikill þegar hann lést 25. nóvember síðastliðinn. Þingmaður að nafni Norma Durango í Argentínu vill ganga mjög langt í því að tryggja minningu Maradona og heimsmeistaratitilsins frá 1986. Umræddur þingmaður hefur lagt það til að Maradona verði settur á peningaseðil en hann hefur lagt inn þingstillögu um málið. Argentina moves to put Diego Maradona on bank notes: https://t.co/6IedrdxvST— Andrew Downie (@adowniebrazil) December 8, 2020 Þingmaðurinn vill að mynd af Maradona verði sett á þúsund pesa seðilinn en hann jafngildir rétt rúmlega 1500 íslenskum krónum. Myndin sem kemur til greina er myndin af Maradona að skora með hendi guðs á móti Englandi í átta liða úrslitunum á HM í Mexíkó 1986. Auðvitað er einnig líklegt að mynd af Maradona með heimsbikarinn eða að skora hið magnaða seinna mark á móti Englandi kæmu báðar sterklega til greina. Norma Durango segir að þessi tillaga sé ekki aðeins sett fram til heiðra minningu Maradona því að hún sé einnig hagsýn. „Þessi hugmynd er ekki aðeins sett fram til að heiðra okkar mikilvægustu hetju heldur er þetta einnig spurning um peninga. Okkur finnst að ferðamenn myndu vilja taka Maradona seðilinn aftur með sér heim,“ sagði Norma Durango. Norma Durango segist hafa fengið mikil viðbrögð við tillögunni þó að allir séu ekki sammála henni. Myndin á þúsund pesa seðlinum í dag er af þjóðarfuglinum, hinum rauða ofnfugli eða Rufous hornero. Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Diego Armando Maradona var eins og guð í heimalandinu og missir argentínsku þjóðarinnar er því mikill þegar hann lést 25. nóvember síðastliðinn. Þingmaður að nafni Norma Durango í Argentínu vill ganga mjög langt í því að tryggja minningu Maradona og heimsmeistaratitilsins frá 1986. Umræddur þingmaður hefur lagt það til að Maradona verði settur á peningaseðil en hann hefur lagt inn þingstillögu um málið. Argentina moves to put Diego Maradona on bank notes: https://t.co/6IedrdxvST— Andrew Downie (@adowniebrazil) December 8, 2020 Þingmaðurinn vill að mynd af Maradona verði sett á þúsund pesa seðilinn en hann jafngildir rétt rúmlega 1500 íslenskum krónum. Myndin sem kemur til greina er myndin af Maradona að skora með hendi guðs á móti Englandi í átta liða úrslitunum á HM í Mexíkó 1986. Auðvitað er einnig líklegt að mynd af Maradona með heimsbikarinn eða að skora hið magnaða seinna mark á móti Englandi kæmu báðar sterklega til greina. Norma Durango segir að þessi tillaga sé ekki aðeins sett fram til heiðra minningu Maradona því að hún sé einnig hagsýn. „Þessi hugmynd er ekki aðeins sett fram til að heiðra okkar mikilvægustu hetju heldur er þetta einnig spurning um peninga. Okkur finnst að ferðamenn myndu vilja taka Maradona seðilinn aftur með sér heim,“ sagði Norma Durango. Norma Durango segist hafa fengið mikil viðbrögð við tillögunni þó að allir séu ekki sammála henni. Myndin á þúsund pesa seðlinum í dag er af þjóðarfuglinum, hinum rauða ofnfugli eða Rufous hornero.
Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira