Erlent

Bretar hefja bólusetningu gegn Covid-19

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Boris Johnson forsætisráðherra segir um mikilvægan dag að ræða, en ítrekar mikilvægi þess að fólk fylgi enn sóttvarnaráðleggingum og reglum út vetrarmánuðina á meðan barist sé við veiruna.
Boris Johnson forsætisráðherra segir um mikilvægan dag að ræða, en ítrekar mikilvægi þess að fólk fylgi enn sóttvarnaráðleggingum og reglum út vetrarmánuðina á meðan barist sé við veiruna. Getty/Paul Ellis

Bretar hefjast handa við það í dag, fyrstir þjóða, að bólusetja þjóðina gegn kórónuveiru. Um sjötíu spítalar í landinu eru nú í startholunum.

Dagurinn í dag verið kallaður V-Day með vísan í enska orðið fyrir bólusetningu, „vaccination“ en heiti dagsins vekur einnig hugrenningatengsl við baráttu bandamanna í seinni heimstyrjöldinni þar sem innrásardagurinn í Normandý, 6. júní 1944, var kallaður D-day.

Í fyrstu atrennu fær fólk yfir áttræðu sprautu með efninu frá Pfizer/BioNTech og einnig sumir heilbrigðisstarfsmenn.

Matt Hancock heilbrigðisráðherra sagði við þetta tilefni að nú sjáist loks ljós við enda ganganna. Fólk muni líta á þennan dag sem mikinn áfanga í baráttunni við veiruna.

Í Skotlandi er annar háttur hafður á, þar fá þeir sem gefa bóluefnið fyrstir sprautu og í Wales og á Norður-Írlandi eru heilbrigðisstarfsmenn í fyrsta forgangi.

Boris Johnson forsætisráðherra sagði einnig um mikilvægan dag að ræða, en hann ítrekaði mikilvægi þess að fólk fylgi enn sóttvarnaráðleggingum og reglum út vetrarmánuðina á meðan barist sé við veiruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×