Mohamed Salah er nú búinn að skora jafnmörg mörk og Cristiano Ronaldo gerði fyrir Manchester United á sínum tíma.
Salah skoraði 84. markið í gær í sínum 131. leik en hann var 65 leikjum á undan Ronaldo að skora sín 84 mörk. Cristiano Ronaldo lék 196 deildarleiki fyrir Manchester United á árunum 2003 til 2009.
Mohamed Salah has as many PL goals as Cristiano Ronaldo in 65 fewer games pic.twitter.com/RgKePeCMQp
— ESPN FC (@ESPNFC) December 6, 2020
Salah kom til Liverpool frá Roma sumarið 2017 og hefur síðan tvisvar fengið gullskóinn sem markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar (2017/18 og 2018/19). Salah hafði áður skoraði 2 mörk í 13 deildarleikjum með Chelsea frá 2013 til 2014.
Mo Salah lagði einnig upp mark Joel Matip í leiknum á móti Úlfunum og er því einnig kominn með 31 stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni. Salah hefur því komið með beinum hætti að 115 mörkum í deildinni.
Salah nálgast nú einnig Afríkumet Didier Drogba. Drogba er sá afríski knattspyrnumaður sem hefur skorað mest í ensku úrvalsdeildinni eða alls 104 mörk. Það met fellur þó örugglega aldrei fyrr en á næsta tímabili í fyrsta lagi.
84 mörk Mohamed Salah í ensku úrvalsdeildinni
- 69 með vinstri fæti
- 11 með hægri fæti
- 4 með skalla
- 11 úr vítaspyrnum
- 0 úr aukaspyrnum
- 0,64 mörk í leik
- 31 stoðsending
84 mörk Cristiano Ronaldo í ensku úrvalsdeildinni
- 9 með vinstri fæti
- 47 með hægri fæti
- 9 með skalla
- 11 úr vítaspyrnum
- 9 úr aukaspyrnum
- 0,43 mörk í leik
- 34 stoðsendingar