Heyrði ópin út á götu en snerist á hæl Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. desember 2020 06:31 Sanita Brauna bjó hér og starfaði um árabil en hún kemur frá Lettlandi. Hún var 44 ára þegar hún lést. Vísir/Hákon Sverrisson „Þegar maður fer í gegnum málið og skoðar það sem hafði gerst þarna þá finnst manni að það hefði verið hægur leikur að koma í veg fyrir þessa árás af hálfu þessa manns,” segir Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður. Þann 21. september 2017 var Sanitu Brauna ráðinn bani á heimili sínu við Hagamel í Reykjavík. Gerandinn var kunningi hennar, Khaled Cairo, sem kvaðst ástfanginn af Sanitu þrátt fyrir stutt kynni. Hann hafði viljað hitta hana þetta fimmtudagskvöld en fékk lítil viðbrögð frá henni og ákvað því að fara heim til hennar. Þegar Sanita svaraði ekki dyrabjöllunni leitaði maðurinn til nágranna sem opnaði fyrir honum. Fjallað var ítarlega um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld. „Honum hafði verið hleypt inn af íbúum á neðstu hæðinni, eins og gengur og gerist hér hjá okkur á Íslandi. Hann sagðist vera að fara að hitta konu í risinu og engin ástæða til að véfengja það. Hann kom vel fyrir og allt í góðu,” útskýrir Leifur. Sanita bjó í risíbúð að Hagamel ásamt meðleigjanda sínum, sem var heima þetta kvöld, og var brugðið þegar hún kom að Khaled inni í íbúðinni. Þá hafði hann komist í tölvu hennar og séð skilaboð milli hennar og annars manns, unnusta hennar, þar sem þau áformuðu að hittast um kvöldið. Khaled reiddist, tók vínflösku og drakk úr henni, áður en hann hóf að veitast að Sanitu. Unnusti Sanitu kom að árásinni. Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður. „Það var sannarlega fólk, þar á meðal unnusti hennar, sem kom þarna heim og heyrir í henni ópin út á götu. Hann hins vegar snýst á hæl þegar inn í íbúðina eða herbergið var komið. Og þá var atlagan gegn henni þegar byrjuð eða rétt að byrja. Hann hins vegar flýr af vettvangi og fer. Maður sem hefði að mínu mati auðveldlega getað yfirbugað þennan geranda.” Unnusti Sanitu kom henni ekki til aðstoðar heldur bankaði á svefnherbergisdyr meðleigjenda hennar og bað hann um að hringja á Neyðarlínu. Hann hélt síðan sína leið. Árásin ágerðist og í símtali meðleigjandans til lögreglunnar er því lýst að vínflöskur og slökkvitæki væri notað til verknaðarins. „Það er kannski erfitt að setja sig í spor fólks sem er í þessari aðstöðu. Og kannski sérstaklega fyrir okkur sem erum í lögreglunni því við erum jú vön því að fara inn í aðstæður sem aðrir fara út úr. Þannig að kannski horfir maður á þetta öðrum augum, ég veit það ekki,” segir Leifur. Khaled Cairo fékk sextán ára fangelsisdóm fyrir morðið á Sanitu Brauna. Hann sagðist hafa ráðist á hana fyrir að hafa verið með þeldökkum karlmanni. Khaled var ekki metinn ósakhæfur en sagður taka höfnun illa. Sem fyrr segir var fjallað um málið í Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld, en framhald á þættinum með nánari umfjöllun verður næsta sunnudag. Ummerki Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Trúlega mikilvægasta skófar sem við höfum lyft af vettvangi” Gunnar Rúnar Sigurþórsson var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni árið 2010. Fjallað var um málið í Ummerkjum á Stöð 2. 23. nóvember 2020 06:31 „Þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall“ Aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2013 barst lögreglu tilkynning frá áhyggjufullum íbúa í Hraunbæ í Reykjavík. Íbúinn kvaðst reglulega verða fyrir ónæði vegna hávaða og tónlistar úr íbúðinni fyrir ofan en í þetta sinn var hljóðið í honum þyngra. Hann sagðist hafa heyrt skothvell koma úr íbúðinni og tók sérstaklega fram að hann hefði starfað á erlendri grundu sem friðargæsluliði og þekkti því skothljóð vel. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld. 30. nóvember 2020 05:30 „Ummerkin voru, ef ég orða það pent, svakaleg“ Fjallað var um morðið að Dalshrauni í sjónvarpsþættinum Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld. Rætt við helstu rannsakendur og fleiri. 16. nóvember 2020 07:01 „Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“ Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. 9. nóvember 2020 06:46 Sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hagamel Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo, 39 ára gömlum Jemena. 18. janúar 2019 14:12 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Þann 21. september 2017 var Sanitu Brauna ráðinn bani á heimili sínu við Hagamel í Reykjavík. Gerandinn var kunningi hennar, Khaled Cairo, sem kvaðst ástfanginn af Sanitu þrátt fyrir stutt kynni. Hann hafði viljað hitta hana þetta fimmtudagskvöld en fékk lítil viðbrögð frá henni og ákvað því að fara heim til hennar. Þegar Sanita svaraði ekki dyrabjöllunni leitaði maðurinn til nágranna sem opnaði fyrir honum. Fjallað var ítarlega um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld. „Honum hafði verið hleypt inn af íbúum á neðstu hæðinni, eins og gengur og gerist hér hjá okkur á Íslandi. Hann sagðist vera að fara að hitta konu í risinu og engin ástæða til að véfengja það. Hann kom vel fyrir og allt í góðu,” útskýrir Leifur. Sanita bjó í risíbúð að Hagamel ásamt meðleigjanda sínum, sem var heima þetta kvöld, og var brugðið þegar hún kom að Khaled inni í íbúðinni. Þá hafði hann komist í tölvu hennar og séð skilaboð milli hennar og annars manns, unnusta hennar, þar sem þau áformuðu að hittast um kvöldið. Khaled reiddist, tók vínflösku og drakk úr henni, áður en hann hóf að veitast að Sanitu. Unnusti Sanitu kom að árásinni. Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður. „Það var sannarlega fólk, þar á meðal unnusti hennar, sem kom þarna heim og heyrir í henni ópin út á götu. Hann hins vegar snýst á hæl þegar inn í íbúðina eða herbergið var komið. Og þá var atlagan gegn henni þegar byrjuð eða rétt að byrja. Hann hins vegar flýr af vettvangi og fer. Maður sem hefði að mínu mati auðveldlega getað yfirbugað þennan geranda.” Unnusti Sanitu kom henni ekki til aðstoðar heldur bankaði á svefnherbergisdyr meðleigjenda hennar og bað hann um að hringja á Neyðarlínu. Hann hélt síðan sína leið. Árásin ágerðist og í símtali meðleigjandans til lögreglunnar er því lýst að vínflöskur og slökkvitæki væri notað til verknaðarins. „Það er kannski erfitt að setja sig í spor fólks sem er í þessari aðstöðu. Og kannski sérstaklega fyrir okkur sem erum í lögreglunni því við erum jú vön því að fara inn í aðstæður sem aðrir fara út úr. Þannig að kannski horfir maður á þetta öðrum augum, ég veit það ekki,” segir Leifur. Khaled Cairo fékk sextán ára fangelsisdóm fyrir morðið á Sanitu Brauna. Hann sagðist hafa ráðist á hana fyrir að hafa verið með þeldökkum karlmanni. Khaled var ekki metinn ósakhæfur en sagður taka höfnun illa. Sem fyrr segir var fjallað um málið í Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld, en framhald á þættinum með nánari umfjöllun verður næsta sunnudag.
Ummerki Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Trúlega mikilvægasta skófar sem við höfum lyft af vettvangi” Gunnar Rúnar Sigurþórsson var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni árið 2010. Fjallað var um málið í Ummerkjum á Stöð 2. 23. nóvember 2020 06:31 „Þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall“ Aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2013 barst lögreglu tilkynning frá áhyggjufullum íbúa í Hraunbæ í Reykjavík. Íbúinn kvaðst reglulega verða fyrir ónæði vegna hávaða og tónlistar úr íbúðinni fyrir ofan en í þetta sinn var hljóðið í honum þyngra. Hann sagðist hafa heyrt skothvell koma úr íbúðinni og tók sérstaklega fram að hann hefði starfað á erlendri grundu sem friðargæsluliði og þekkti því skothljóð vel. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld. 30. nóvember 2020 05:30 „Ummerkin voru, ef ég orða það pent, svakaleg“ Fjallað var um morðið að Dalshrauni í sjónvarpsþættinum Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld. Rætt við helstu rannsakendur og fleiri. 16. nóvember 2020 07:01 „Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“ Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. 9. nóvember 2020 06:46 Sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hagamel Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo, 39 ára gömlum Jemena. 18. janúar 2019 14:12 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
„Trúlega mikilvægasta skófar sem við höfum lyft af vettvangi” Gunnar Rúnar Sigurþórsson var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni árið 2010. Fjallað var um málið í Ummerkjum á Stöð 2. 23. nóvember 2020 06:31
„Þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall“ Aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2013 barst lögreglu tilkynning frá áhyggjufullum íbúa í Hraunbæ í Reykjavík. Íbúinn kvaðst reglulega verða fyrir ónæði vegna hávaða og tónlistar úr íbúðinni fyrir ofan en í þetta sinn var hljóðið í honum þyngra. Hann sagðist hafa heyrt skothvell koma úr íbúðinni og tók sérstaklega fram að hann hefði starfað á erlendri grundu sem friðargæsluliði og þekkti því skothljóð vel. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld. 30. nóvember 2020 05:30
„Ummerkin voru, ef ég orða það pent, svakaleg“ Fjallað var um morðið að Dalshrauni í sjónvarpsþættinum Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld. Rætt við helstu rannsakendur og fleiri. 16. nóvember 2020 07:01
„Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“ Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. 9. nóvember 2020 06:46
Sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hagamel Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo, 39 ára gömlum Jemena. 18. janúar 2019 14:12