Tegnell biðst afsökunar á „óheppilegum“ ummælum um innflytjendur og Covid Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2020 23:15 Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Claudio Bresciani/EPA Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar baðst í dag afsökunar á orðum sínum um innflytjendur og tengsl þeirra við dreifingu kórónuveirunnar Í Svíþjóð. Tegnell segir orðalagið, sem hann notaði í sjónvarpsþætti á SVT í gærkvöldi, hafa verið „óheppilegt“. Tegnell var gestur umræðuþáttarins Aktuellt á SVT í gær og ræddi þar háa dánartíðni af völdum veirunnar í Svíþjóð miðað við hin Norðurlöndin. Þar sagði hann að Noregur og Finnland væru óvenjuleg á evrópskan mælikvarða í þessu samhengi. Ríkin séu tiltölulega fámenn og þar sé nokkuð dreifbýlt. Þá sagði Tegnell að í Noregi og Finnlandi væru „litlir hópar innflytjenda“ en innflytjendur hefðu verið „mjög virkir“ í mörgum löndum. Margir hafa skilið þessi ummæli á þann veg að Tegnell hefði ýjað að því að innflytjendur bæru mikla ábyrgð á dreifingu veirunnar í Svíþjóð og öðrum Evrópulöndum, hvar slíkir samfélagshópar eru fjölmennari en í Finnlandi og Noregi. Att personer med utländsk bakgrund i vårt samhälle drabbats hårdare av covid-19 bör inte tolkas som att vi hade haft väsentligt lägre smitta utan dessa personer, som t.ex ofta har yrken där distansarbete är svårt. Anpassade insatser i de områden/yrken som drabbas värst behövs.— Tove Fall (@FallTove) December 4, 2020 Tegnell segir í samtali við Aftonbladet í dag að orðalagið hafi verið „óheppilegt“. Það hefði ekki verið ætlunin að halda því fram að innflytjendur beri uppi dreifingu veirunnar. „Ég hef ætíð haldið því skýrt fram að sú sé ekki raunin. Þvert á móti er þetta hópur sem hefur átt undir högg að sækja af völdum sýkingarinnar,“ segir Tegnell. Í því samhengi nefnir hann að í Svíþjóð búi fleiri af erlendum uppruna en í nágrannalöndunum. Því miður sé það svo að veiran hafi komið verr niður á þessum hópi en Svíum sem ekki eiga rætur að rekja til útlanda. Sænsk yfirvöld hafa legið undir gagnrýni fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þau gripu til vægari sóttvarnaaðgerða en flest önnur Evrópuríki. Tala látinna í Svíþjóð er nú rúmlega sjö þúsund manns, mun hærri miðað við höfðatölu en í nágrannalöndunum Noregi, Danmörku og Finnlandi. Það er þó nokkru lægra hlutfall en í stóru Evrópulöndunum þar sem ástandið hefur verið verst. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svíar búast við hámarki bylgjunnar í desember Sóttvarnayfirvöld í Svíþjóð segjast búast við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú geisar þar nái hámarki sínu um miðjan desember. Þróun faraldursins velti þó á því að almenningur fylgi sóttvarnatilmælum. 26. nóvember 2020 16:16 Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Tegnell var gestur umræðuþáttarins Aktuellt á SVT í gær og ræddi þar háa dánartíðni af völdum veirunnar í Svíþjóð miðað við hin Norðurlöndin. Þar sagði hann að Noregur og Finnland væru óvenjuleg á evrópskan mælikvarða í þessu samhengi. Ríkin séu tiltölulega fámenn og þar sé nokkuð dreifbýlt. Þá sagði Tegnell að í Noregi og Finnlandi væru „litlir hópar innflytjenda“ en innflytjendur hefðu verið „mjög virkir“ í mörgum löndum. Margir hafa skilið þessi ummæli á þann veg að Tegnell hefði ýjað að því að innflytjendur bæru mikla ábyrgð á dreifingu veirunnar í Svíþjóð og öðrum Evrópulöndum, hvar slíkir samfélagshópar eru fjölmennari en í Finnlandi og Noregi. Att personer med utländsk bakgrund i vårt samhälle drabbats hårdare av covid-19 bör inte tolkas som att vi hade haft väsentligt lägre smitta utan dessa personer, som t.ex ofta har yrken där distansarbete är svårt. Anpassade insatser i de områden/yrken som drabbas värst behövs.— Tove Fall (@FallTove) December 4, 2020 Tegnell segir í samtali við Aftonbladet í dag að orðalagið hafi verið „óheppilegt“. Það hefði ekki verið ætlunin að halda því fram að innflytjendur beri uppi dreifingu veirunnar. „Ég hef ætíð haldið því skýrt fram að sú sé ekki raunin. Þvert á móti er þetta hópur sem hefur átt undir högg að sækja af völdum sýkingarinnar,“ segir Tegnell. Í því samhengi nefnir hann að í Svíþjóð búi fleiri af erlendum uppruna en í nágrannalöndunum. Því miður sé það svo að veiran hafi komið verr niður á þessum hópi en Svíum sem ekki eiga rætur að rekja til útlanda. Sænsk yfirvöld hafa legið undir gagnrýni fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þau gripu til vægari sóttvarnaaðgerða en flest önnur Evrópuríki. Tala látinna í Svíþjóð er nú rúmlega sjö þúsund manns, mun hærri miðað við höfðatölu en í nágrannalöndunum Noregi, Danmörku og Finnlandi. Það er þó nokkru lægra hlutfall en í stóru Evrópulöndunum þar sem ástandið hefur verið verst.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svíar búast við hámarki bylgjunnar í desember Sóttvarnayfirvöld í Svíþjóð segjast búast við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú geisar þar nái hámarki sínu um miðjan desember. Þróun faraldursins velti þó á því að almenningur fylgi sóttvarnatilmælum. 26. nóvember 2020 16:16 Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Svíar búast við hámarki bylgjunnar í desember Sóttvarnayfirvöld í Svíþjóð segjast búast við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú geisar þar nái hámarki sínu um miðjan desember. Þróun faraldursins velti þó á því að almenningur fylgi sóttvarnatilmælum. 26. nóvember 2020 16:16
Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48