Bráðabirgðaforseti Barcelona segir að félagið hefði átt að selja Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2020 09:30 Lionel Messi gæti yfirgefið Barcelona á frjálsri sölu í sumar. EPA-EFE/Alejandro Garcia Lionel Messi vildi fara frá Barcelona í haust en forráðamenn Barcelona þá vildu ekki selja hann nema fyrir einhverja ruglaða upphæð. Það voru mistök samkvæmt bráðabirgðaforseta Barcelona. Carlos Tusquets settist tímabundið í forsetastólinn hjá Barcelona eftir að Josep Maria Bartomeu sagði af sér í lok október og hann er því með slæma fjárhagsstöðu félagsins á sínum herðum þessa dagana. Góð leið til að redda málunum hefði verið að selja Messi og losna um leið við það að himinhá laun argentínska knattspyrnusnillingsins. Barcelona hefði vissulega verið án Lionel Messi á þessu tímabili en um leið í miklu betri málum með fjármál sín ef félagið hefði selt argentínska snillinginn sinn í haust. Messi taldi sig hafa rétt til þess að fara frá félaginu á frjálsri sölu vegna ákvæðis í samningi sínum en þáverandi forseti, Josep Maria Bartomeu, gaf ekkert eftir. Það stefndi því í málarekstur en Messi vildi ekki enda Barcelona feril sinn í réttarsalnum. Barcelona should have sold Messi this summer to balance the books, according to acting club president Carles Tusquets. pic.twitter.com/r6ikzlp9sb— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Messi vandaði ekki forystu Barcelona kveðjurnar í framhaldinu og á endanum ákvað Josep Maria Bartomeu og öll stjórnin að segja af sér. Forsetakosningar eru framundan í janúar. „Þegar við tölum um fjárhagsstöðuna þá hefðum við átt að selja Messi í sumarglugganum,“ sagði Carlos Tusquets í útvarpsviðtali á RAC1. Það hefði kostað 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn hjá Messi en Barcelona vildi ekki einu sinni fara í viðræður um kaupverð við áhugasöm lið eins og Manchester City. „Við hefðum sparað okkur að greiða launin hans og við hefðum líka fengið mikinn pening fyrir hann. Það hefði verið eftirsóknarvert í núverandi stöðu. Þetta er samt eitthvað sem þjálfarateymið hefði þurft algjölega að samþykkja“ sagði Tusquets. „LA Liga er að reyna að setja inn hámark á launagreiðslur og salan á Messi hefði hjálpað við að koma því á,“ sagði Tusquets. Lionel Messi er sagður vera með 500 þúsund evrur í vikulaun. Hann verður laus allra mála hjá Barcelona í sumar og má meira segja byrja að ræða við önnur félög í janúar. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Carlos Tusquets settist tímabundið í forsetastólinn hjá Barcelona eftir að Josep Maria Bartomeu sagði af sér í lok október og hann er því með slæma fjárhagsstöðu félagsins á sínum herðum þessa dagana. Góð leið til að redda málunum hefði verið að selja Messi og losna um leið við það að himinhá laun argentínska knattspyrnusnillingsins. Barcelona hefði vissulega verið án Lionel Messi á þessu tímabili en um leið í miklu betri málum með fjármál sín ef félagið hefði selt argentínska snillinginn sinn í haust. Messi taldi sig hafa rétt til þess að fara frá félaginu á frjálsri sölu vegna ákvæðis í samningi sínum en þáverandi forseti, Josep Maria Bartomeu, gaf ekkert eftir. Það stefndi því í málarekstur en Messi vildi ekki enda Barcelona feril sinn í réttarsalnum. Barcelona should have sold Messi this summer to balance the books, according to acting club president Carles Tusquets. pic.twitter.com/r6ikzlp9sb— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Messi vandaði ekki forystu Barcelona kveðjurnar í framhaldinu og á endanum ákvað Josep Maria Bartomeu og öll stjórnin að segja af sér. Forsetakosningar eru framundan í janúar. „Þegar við tölum um fjárhagsstöðuna þá hefðum við átt að selja Messi í sumarglugganum,“ sagði Carlos Tusquets í útvarpsviðtali á RAC1. Það hefði kostað 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn hjá Messi en Barcelona vildi ekki einu sinni fara í viðræður um kaupverð við áhugasöm lið eins og Manchester City. „Við hefðum sparað okkur að greiða launin hans og við hefðum líka fengið mikinn pening fyrir hann. Það hefði verið eftirsóknarvert í núverandi stöðu. Þetta er samt eitthvað sem þjálfarateymið hefði þurft algjölega að samþykkja“ sagði Tusquets. „LA Liga er að reyna að setja inn hámark á launagreiðslur og salan á Messi hefði hjálpað við að koma því á,“ sagði Tusquets. Lionel Messi er sagður vera með 500 þúsund evrur í vikulaun. Hann verður laus allra mála hjá Barcelona í sumar og má meira segja byrja að ræða við önnur félög í janúar.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira