Sóttvarnaaðgerðir séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn en aðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2020 12:23 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundinum í dag. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, minnti á það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn heldur en aðra. Töluvert mikillar óánægju hefur gætt á meðal íþróttafólks undanfarið vegna þess að æfingar og keppnir fullorðinna eru með öllu bannaðar. Hefur til dæmis verið bent á það að íþróttir séu stundaðar í löndunum í kringum okkur og þá hefur frjálsíþróttafólk bent á að auðvelta sé að viðhafa ítrustu sóttvarnaráðstafanir í einstaklingsíþróttum. Þórólfur svaraði þessari gagnrýni á fundinum í dag. „Því er til að svara að þær aðgerðir sem hafa verið hér í gangi undanfarið eru íþyngjandi fyrir nánast alla íbúa þessa lands. Þær hafa verið mjög íþyngjandi fyrir skólakerfið, aðila sem hafa atvinnu sína af ferðamennsku, alla listamenn landsins, einstaklinga í einyrkjastarfsemi, krár og skemmtistaði, verslanir, veitingastaði, sund- og líkamsræktarstaði og svo mætti lengi telja. Það er því ekki hægt að segja að aðgerðirnar hafi verið eitthvað sérstaklega meira íþyngjandi fyrir íþróttastarfsemi heldur en ofangreinda starfsemi og ég held að það sé hollt að hafa það í huga. Hins vegar hef ég fullan skilning á óþreyju íþróttamanna að hefja aftur æfingar og keppni og vonandi getur það gerst í náinni framtíð,“ sagði Þórólfur. Þá bætti hann við að það væri líka gott að hafa í huga að allar þessar íþyngjandi aðgerðir hefðu skilað því að tekist hefði að halda faraldrinum niðri. „Og erum núna með lægstu tíðni Covid-19 í Evrópu. En eins og áður hefur komið fram er alltaf verið að skoða hvort hægt sé að aflétta aðgerðum en vissulega eru skoðanir á því mismunandi en við munum reyna að feta þetta einstigi eins vel og við getum, að halda faraldrinum niðri og hafa eins lítið íþyngjandi aðgerðir í gangi eins og mögulegt er,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Töluvert mikillar óánægju hefur gætt á meðal íþróttafólks undanfarið vegna þess að æfingar og keppnir fullorðinna eru með öllu bannaðar. Hefur til dæmis verið bent á það að íþróttir séu stundaðar í löndunum í kringum okkur og þá hefur frjálsíþróttafólk bent á að auðvelta sé að viðhafa ítrustu sóttvarnaráðstafanir í einstaklingsíþróttum. Þórólfur svaraði þessari gagnrýni á fundinum í dag. „Því er til að svara að þær aðgerðir sem hafa verið hér í gangi undanfarið eru íþyngjandi fyrir nánast alla íbúa þessa lands. Þær hafa verið mjög íþyngjandi fyrir skólakerfið, aðila sem hafa atvinnu sína af ferðamennsku, alla listamenn landsins, einstaklinga í einyrkjastarfsemi, krár og skemmtistaði, verslanir, veitingastaði, sund- og líkamsræktarstaði og svo mætti lengi telja. Það er því ekki hægt að segja að aðgerðirnar hafi verið eitthvað sérstaklega meira íþyngjandi fyrir íþróttastarfsemi heldur en ofangreinda starfsemi og ég held að það sé hollt að hafa það í huga. Hins vegar hef ég fullan skilning á óþreyju íþróttamanna að hefja aftur æfingar og keppni og vonandi getur það gerst í náinni framtíð,“ sagði Þórólfur. Þá bætti hann við að það væri líka gott að hafa í huga að allar þessar íþyngjandi aðgerðir hefðu skilað því að tekist hefði að halda faraldrinum niðri. „Og erum núna með lægstu tíðni Covid-19 í Evrópu. En eins og áður hefur komið fram er alltaf verið að skoða hvort hægt sé að aflétta aðgerðum en vissulega eru skoðanir á því mismunandi en við munum reyna að feta þetta einstigi eins vel og við getum, að halda faraldrinum niðri og hafa eins lítið íþyngjandi aðgerðir í gangi eins og mögulegt er,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira