Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2020 11:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að mjög raunhæft væri að hefja bólusetningu í janúar. Ekki var annað að skilja á máli Þórólfs á upplýsingafundinum í dag en að hann vildi tempra þessar væntingar. Hann minnti á það, líkt og fram kom í máli Rúnu í gær, að Lyfjastofnun Evrópu ætti enn eftir að gefa leyfi fyrir bóluefni Pfizer og Moderna. Fyrirtækin hafa bæði sótt um neyðarleyfi til stofnunarinnar. Skammtar frá Pfizer og Moderna duga ekki fyrir alla þjóðina Stofnunin mun gefa álit sitt á bóluefni Pfizer í síðasta lagi 29. desember. Sagði Þórólfur að verði niðurstaðan sú að bóluefnið sé öruggt þá geti dreifing hafist fljótlega. Hins vegar liggi ekki fyrir nákvæmlega hvenær dreifing geti hafist og hvernig hún muni fara fram. „Því er ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót og ekki hægt að ganga út frá því sem vísu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann aðspurður að fjöldi skammtanna sem kæmu frá Pfizer myndi ekki duga til að bólusetja alla þjóðina. Skammtarnir væru um 180 þúsund og bólusetja þarf hvern einstakling tvisvar svo bólusetningin virki. Hvað varðar bóluefni Moderna þá skilar Lyfjastofnun Evrópu sínu áliti á því í síðasta lagi 12. janúar. Ísland hefur tryggt sér aðgang að því bóluefni einnig en samanlagt duga þó skammtar Pfizer og Moderna ekki til þess að bólusetja alla þjóðina að sögn Þórólfs. Því þurfi að binda vonir við að fá fleiri skammta af þessum bóluefnum eða þá að bóluefni AstraZeneca komi til því mun fleiri skammtar séu tryggðir af því bóluefni heldur en þeim frá Pfizer eða Moderna. Þórólfur sagði að þeir skammtar sem Íslandi væru ætlaðir frá Pfizer muni koma til landsins í einni sendingu. Hið sama ætti við um önnur bóluefni; skammtarnir sem okkur væru ætlaðir kæmu á áfangastað í einu lagi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að mjög raunhæft væri að hefja bólusetningu í janúar. Ekki var annað að skilja á máli Þórólfs á upplýsingafundinum í dag en að hann vildi tempra þessar væntingar. Hann minnti á það, líkt og fram kom í máli Rúnu í gær, að Lyfjastofnun Evrópu ætti enn eftir að gefa leyfi fyrir bóluefni Pfizer og Moderna. Fyrirtækin hafa bæði sótt um neyðarleyfi til stofnunarinnar. Skammtar frá Pfizer og Moderna duga ekki fyrir alla þjóðina Stofnunin mun gefa álit sitt á bóluefni Pfizer í síðasta lagi 29. desember. Sagði Þórólfur að verði niðurstaðan sú að bóluefnið sé öruggt þá geti dreifing hafist fljótlega. Hins vegar liggi ekki fyrir nákvæmlega hvenær dreifing geti hafist og hvernig hún muni fara fram. „Því er ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót og ekki hægt að ganga út frá því sem vísu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann aðspurður að fjöldi skammtanna sem kæmu frá Pfizer myndi ekki duga til að bólusetja alla þjóðina. Skammtarnir væru um 180 þúsund og bólusetja þarf hvern einstakling tvisvar svo bólusetningin virki. Hvað varðar bóluefni Moderna þá skilar Lyfjastofnun Evrópu sínu áliti á því í síðasta lagi 12. janúar. Ísland hefur tryggt sér aðgang að því bóluefni einnig en samanlagt duga þó skammtar Pfizer og Moderna ekki til þess að bólusetja alla þjóðina að sögn Þórólfs. Því þurfi að binda vonir við að fá fleiri skammta af þessum bóluefnum eða þá að bóluefni AstraZeneca komi til því mun fleiri skammtar séu tryggðir af því bóluefni heldur en þeim frá Pfizer eða Moderna. Þórólfur sagði að þeir skammtar sem Íslandi væru ætlaðir frá Pfizer muni koma til landsins í einni sendingu. Hið sama ætti við um önnur bóluefni; skammtarnir sem okkur væru ætlaðir kæmu á áfangastað í einu lagi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira