Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2020 10:33 Ráðstefnan var haldin í miðjum nóvember þrátt fyrir að smitum færi þá fjölgandi í Louisiana. Getty/Chris Graythen 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Ráðstefnan, sem gengur undir nafninu Naughty in N‘awlins eða „Óþekk í N‘awlins“, er haldin árlega í New Orleans. Í ár sóttu um 250 gestir ráðstefnuna, sem er mun minni fjöldi en í fyrra þegar þeir voru um 2000 talsins. Ákveðið var að halda ráðstefnuna um miðjan nóvember síðastliðinn þrátt fyrir að smitum færi fjölgandi í Louisiana á þeim tíma. Fjallað er um málið á vef Guardian þar sem segir að einn af ráðstefnugestum hafi verið lagður inn á spítala alvarlega veikur með Covid-19. Bob Hannaford, skipuleggjandi ráðstefnunnar, segir að ef hann gæti farið aftur í tímann myndi hann sleppa því að halda ráðstefnuna. „Ég myndi ekki endurtaka þetta ef ég vissi þá það sem ég veit núna. Þetta liggur þungt á mér og mun liggja þungt á mér þar til allir hafa náð sér að fullu,“ skrifar Hannaford í bloggfærslu um málið. Hann segir að þátttakendur á ráðstefnunni hafi verið hvattir til að virða fjarlægðarmörk og að samskiptadagbækur hafi verið haldnar. Þegar farið var að ræða við fólk eftir að smit greindust í tengslum við ráðstefnuna kom í ljós að þátttakendur hefðu passað sig vel fyrstu tvo dagana, aðeins verr þriðja daginn en svo á þeim fjórða, sem jafnframt var síðasti dagurinn, hafi þeir orðið kærulausir. „Fólk sagði „Fuck it, þetta er síðasti dagurinn okkar“ og mörg viðurkenndu að slök viðleitni þeirra [til að virða sóttvarnareglur] á þessu síðasta degi sé líklegast ástæðan fyrir að þau smituðust,“ segir Hannaford. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kynlíf Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira
Ráðstefnan, sem gengur undir nafninu Naughty in N‘awlins eða „Óþekk í N‘awlins“, er haldin árlega í New Orleans. Í ár sóttu um 250 gestir ráðstefnuna, sem er mun minni fjöldi en í fyrra þegar þeir voru um 2000 talsins. Ákveðið var að halda ráðstefnuna um miðjan nóvember síðastliðinn þrátt fyrir að smitum færi fjölgandi í Louisiana á þeim tíma. Fjallað er um málið á vef Guardian þar sem segir að einn af ráðstefnugestum hafi verið lagður inn á spítala alvarlega veikur með Covid-19. Bob Hannaford, skipuleggjandi ráðstefnunnar, segir að ef hann gæti farið aftur í tímann myndi hann sleppa því að halda ráðstefnuna. „Ég myndi ekki endurtaka þetta ef ég vissi þá það sem ég veit núna. Þetta liggur þungt á mér og mun liggja þungt á mér þar til allir hafa náð sér að fullu,“ skrifar Hannaford í bloggfærslu um málið. Hann segir að þátttakendur á ráðstefnunni hafi verið hvattir til að virða fjarlægðarmörk og að samskiptadagbækur hafi verið haldnar. Þegar farið var að ræða við fólk eftir að smit greindust í tengslum við ráðstefnuna kom í ljós að þátttakendur hefðu passað sig vel fyrstu tvo dagana, aðeins verr þriðja daginn en svo á þeim fjórða, sem jafnframt var síðasti dagurinn, hafi þeir orðið kærulausir. „Fólk sagði „Fuck it, þetta er síðasti dagurinn okkar“ og mörg viðurkenndu að slök viðleitni þeirra [til að virða sóttvarnareglur] á þessu síðasta degi sé líklegast ástæðan fyrir að þau smituðust,“ segir Hannaford.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kynlíf Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira