Dómarakapall í Landsrétti Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2020 19:21 Frá því Landsréttur var stofnaður hafa tveir þeirra sem Sigríður Andersen færði niður 15-manna lista hæfnisnefndar fengið dómarastöðu við réttinn. Þá hafa þrír af þeim fjórum dómurum sem Sigríður færði upp listann verðið endurskipaðir í embætti. Vísir/Vilhelm Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. Allir landsréttardómararnir fjórir sem Sigríður Andersen skipti inn á í fimmtán dómara hóp þegar skipað var í dóminn fyrst árið 2017 fóru í leyfi frá störfum eftir fyrri dóm Mannréttindadómstólsins í fyrra sumar. Hér er listi yfir þá fimmtán sem hæfnisnefnd taldi hæfasta í jafnmörg embætti við Landsrétt vorið 2017. Þeir sem merktir eru með rauðu færði Sigríður niður lista þeirra tuttugu og þriggja sem hún mat hæfasta. Á listanum til hægri er síðan listi Sigríðar þar sem þau fjögur sem hún færði upp listann eru merkt með bláu. Töluverð tilfærsla hefur verið á dómaraembættunum fimmtán við Landsrétt frá því hann var fyrst skipaður vorið 2017.Grafík/ HÞ Þau fóru öll í leyfi frá dómarastörfum eftir fyrri dóm Mannréttindadómstólsins í fyrrasumar en þrjú þeirra hafa síðan fengið endurskipun í ákveðnum dómarakapli sem hófst þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði af sér embætti sökum aldurs haustið 2019. Eftir auglýsingu var Eiríkur Jónsson sem áður hafði verið tekinn af 15-listanum skipaður í stað Vilhjálms. Þegar Ingveldur Einarsdóttir var skipuð hæstaréttardómari í desember 2019 sótti Ásmundur Helgason um hennar embætti og var endurskipaður í Landsrétt í apríl á þessu ári. Hann sagði þá af sér samkvæmt fyrri skipun þar sem skipun dómara gildir í raun til lífstíðar. Þá losnaði fyrri staða hans sem Arnfríður Einarsdóttir sótti um og fékk í júlí á þessu ári. Við það losnaði fyrri staða hennar ásamt stöðu Sigurðar Tómasar Magnússonar sem hafði fengið skipun í Hæstarétt. Þá fékk Ragnheiður Bragadóttir endurskipun og Jón Höskuldsson sem Sigríður hafði áður fært af 15-listanum var einnig skipaður í embætti landsréttardómara. Nú er staðan sú að fyrri staða Ragnheiðar er laus til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út hinn 7. desember. Jón Finnbjörnsson er sá eini fjórmenninganna sem Sigríður færði upp listann sem enn er í leyfi og ekki fengið endurskipun. Í samtali við fréttastofu vildi hann ekki gefa upp hvort hann hyggðist sækja um embættið og fá þannig mögulega endurskipun eins og hinir dómararnir þrír. Mannréttindadómstóll Evrópu Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Allir landsréttardómararnir fjórir sem Sigríður Andersen skipti inn á í fimmtán dómara hóp þegar skipað var í dóminn fyrst árið 2017 fóru í leyfi frá störfum eftir fyrri dóm Mannréttindadómstólsins í fyrra sumar. Hér er listi yfir þá fimmtán sem hæfnisnefnd taldi hæfasta í jafnmörg embætti við Landsrétt vorið 2017. Þeir sem merktir eru með rauðu færði Sigríður niður lista þeirra tuttugu og þriggja sem hún mat hæfasta. Á listanum til hægri er síðan listi Sigríðar þar sem þau fjögur sem hún færði upp listann eru merkt með bláu. Töluverð tilfærsla hefur verið á dómaraembættunum fimmtán við Landsrétt frá því hann var fyrst skipaður vorið 2017.Grafík/ HÞ Þau fóru öll í leyfi frá dómarastörfum eftir fyrri dóm Mannréttindadómstólsins í fyrrasumar en þrjú þeirra hafa síðan fengið endurskipun í ákveðnum dómarakapli sem hófst þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði af sér embætti sökum aldurs haustið 2019. Eftir auglýsingu var Eiríkur Jónsson sem áður hafði verið tekinn af 15-listanum skipaður í stað Vilhjálms. Þegar Ingveldur Einarsdóttir var skipuð hæstaréttardómari í desember 2019 sótti Ásmundur Helgason um hennar embætti og var endurskipaður í Landsrétt í apríl á þessu ári. Hann sagði þá af sér samkvæmt fyrri skipun þar sem skipun dómara gildir í raun til lífstíðar. Þá losnaði fyrri staða hans sem Arnfríður Einarsdóttir sótti um og fékk í júlí á þessu ári. Við það losnaði fyrri staða hennar ásamt stöðu Sigurðar Tómasar Magnússonar sem hafði fengið skipun í Hæstarétt. Þá fékk Ragnheiður Bragadóttir endurskipun og Jón Höskuldsson sem Sigríður hafði áður fært af 15-listanum var einnig skipaður í embætti landsréttardómara. Nú er staðan sú að fyrri staða Ragnheiðar er laus til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út hinn 7. desember. Jón Finnbjörnsson er sá eini fjórmenninganna sem Sigríður færði upp listann sem enn er í leyfi og ekki fengið endurskipun. Í samtali við fréttastofu vildi hann ekki gefa upp hvort hann hyggðist sækja um embættið og fá þannig mögulega endurskipun eins og hinir dómararnir þrír.
Mannréttindadómstóll Evrópu Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20
Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14