Elín Metta markahæst í riðlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2020 14:01 Elín Metta Jensen skorar eitt sex marka sinna í undankeppni EM, með skalla gegn Svíum á Laugardalsvellinum. vísir/vilhelm Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var markahæst í F-riðli undankeppni EM 2022 með sex mörk. Ísland, sem vann 0-1 sigur á Ungverjalandi í gær, endaði í 2. sæti F-riðils með nítján stig. Íslendingar komust beint á EM sem eitt þeirra þriggja liða sem var með bestan árangur liðanna í 2. sæti riðlanna níu í undankeppninni. Ísland vann sex af átta leikjum sínum í F-riðli, gerði eitt jafntefli og tapaði einum leik. Markatalan var 25-5. Tíu leikmenn skoruðu fyrir Ísland í undankeppninni auk þess sem eitt marka liðsins var sjálfsmark Karlinu Miksone, leikmanns Lettlands. Elín Metta var markahæsti leikmaður Íslands í undankeppninni og markahæsti leikmaður F-riðils með sex mörk. Valskonan skoraði í fyrstu fimm leikjum Íslendinga í undankeppninni, þar af öllum fjórum heimaleikjunum. Dagný Brynjarsdóttir skoraði fimm mörk í aðeins fimm leikjum í undankeppni EM.vísir/vilhelm Dagný Brynjarsdóttir var næstmarkahæst með fimm mörk eins og hin sænska Anna Anvegård. Dagný missti af þremur síðustu leikjum Íslands í undankeppninni vegna meiðsla. Fanndís Friðriksdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu tvö mörk hver í undankeppninni. Hlín Eiríksdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru allar með eitt mark. Hin belgíska Tine De Caigny var markahæst í undankeppni EM 2022 með tólf mörk. Átta þeirra komu í tveimur leikjum gegn Litáen. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30 Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03 „Ungu stelpurnar frábærar í bland við þær gömlu“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var himinlifandi með 1-0 sigurinn á Ungverjalandi í dag. Sigurinn fleytir Íslandi mögulega á EM 2022. 1. desember 2020 18:34 Segir hvimleitt að leikirnir klárist ekki á sama tíma en árangurinn frábæran Jón Þór Hauksson var í skýjunum með sigur Ísland á Ungverjalandi fyrr í kvöld og sagði sigurmarkið stórkostlegt. 1. desember 2020 18:01 Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Ísland, sem vann 0-1 sigur á Ungverjalandi í gær, endaði í 2. sæti F-riðils með nítján stig. Íslendingar komust beint á EM sem eitt þeirra þriggja liða sem var með bestan árangur liðanna í 2. sæti riðlanna níu í undankeppninni. Ísland vann sex af átta leikjum sínum í F-riðli, gerði eitt jafntefli og tapaði einum leik. Markatalan var 25-5. Tíu leikmenn skoruðu fyrir Ísland í undankeppninni auk þess sem eitt marka liðsins var sjálfsmark Karlinu Miksone, leikmanns Lettlands. Elín Metta var markahæsti leikmaður Íslands í undankeppninni og markahæsti leikmaður F-riðils með sex mörk. Valskonan skoraði í fyrstu fimm leikjum Íslendinga í undankeppninni, þar af öllum fjórum heimaleikjunum. Dagný Brynjarsdóttir skoraði fimm mörk í aðeins fimm leikjum í undankeppni EM.vísir/vilhelm Dagný Brynjarsdóttir var næstmarkahæst með fimm mörk eins og hin sænska Anna Anvegård. Dagný missti af þremur síðustu leikjum Íslands í undankeppninni vegna meiðsla. Fanndís Friðriksdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu tvö mörk hver í undankeppninni. Hlín Eiríksdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru allar með eitt mark. Hin belgíska Tine De Caigny var markahæst í undankeppni EM 2022 með tólf mörk. Átta þeirra komu í tveimur leikjum gegn Litáen.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30 Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03 „Ungu stelpurnar frábærar í bland við þær gömlu“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var himinlifandi með 1-0 sigurinn á Ungverjalandi í dag. Sigurinn fleytir Íslandi mögulega á EM 2022. 1. desember 2020 18:34 Segir hvimleitt að leikirnir klárist ekki á sama tíma en árangurinn frábæran Jón Þór Hauksson var í skýjunum með sigur Ísland á Ungverjalandi fyrr í kvöld og sagði sigurmarkið stórkostlegt. 1. desember 2020 18:01 Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30
Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03
„Ungu stelpurnar frábærar í bland við þær gömlu“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var himinlifandi með 1-0 sigurinn á Ungverjalandi í dag. Sigurinn fleytir Íslandi mögulega á EM 2022. 1. desember 2020 18:34
Segir hvimleitt að leikirnir klárist ekki á sama tíma en árangurinn frábæran Jón Þór Hauksson var í skýjunum með sigur Ísland á Ungverjalandi fyrr í kvöld og sagði sigurmarkið stórkostlegt. 1. desember 2020 18:01
Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05
Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40