Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. desember 2020 12:28 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það geti reynst mjög erfitt að ætla að bjóða fólki upp á val þegar kemur að því hvaða bóluefni gegn Covid-19 það fær. Vísir/Vilhelm Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. Það liggur ekki fyrir þótt Breska lyfjaeftirlitið hafi nú heimilað notkun á bóluefni Pfizer og BioNTech. Pfizer hefur sótt um markaðsleyfi fyrir bóluefninu hjá Lyfjastofnun Evrópu. Lyfjafyrirtækið Moderna hefur gert slíkt hið sama. „Þetta er bara til skoðunar úti í Evrópu og ég held að allir séu að flýta sér eins og mögulegt. Þegar það er komið sjáum við betur hvar við stöndum gagnvart Pfizer og hvað við fáum mikið af skömmtum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segist ekki vita hvaða bóluefni muni fyrst fá samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu, hvort það verði Pfizer eða eitthvað annað. Þá sé enn ekki hægt að nefna neina ákveðna viku eða dagsetningu varðandi það hvenær bóluesetning hefst hérlendis. Aðspurður hvort fólki muni geti valið hvaða bóluefni það fær ef nokkur bóluefni verða í boði segir Þórólfur að það geti reynst mjög erfitt að bjóða upp á slíkt val. „Nei, það getur reynst mjög erfitt vegna þess að sum af þessum bóluefnum eru mjög erfið í flutningi og erfið í geymslu. Þannig að það verður kannski bara hægt að nota þau á ákveðnum stöðum því að við getum sennilega ekki flutt þau mikið út um land og á minni staðir. Svo þurfum við líka að taka tillit til hvað rannsóknarniðurstöður á þessum bóluefnum segja, á hvernig hópum þau hafa verið rannsökuð og svo framvegis þannig að ég geri ráð fyrir því að það verði mjög erfitt að standa í þeim sporum að bjóða fólki upp á mismunandi tegundir af bóluefni,“ segir Þórólfur. Rannsóknir á bóluefnum Pfizer og Moderna gefa til kynna að þau veiti 95% vörn gegn Covid-19. Bóluefni AstraZeneca er einnig komið langt í þróun en fyrstu niðurstöður rannsókna á því gefa til kynna 70% vörn gegn Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Það liggur ekki fyrir þótt Breska lyfjaeftirlitið hafi nú heimilað notkun á bóluefni Pfizer og BioNTech. Pfizer hefur sótt um markaðsleyfi fyrir bóluefninu hjá Lyfjastofnun Evrópu. Lyfjafyrirtækið Moderna hefur gert slíkt hið sama. „Þetta er bara til skoðunar úti í Evrópu og ég held að allir séu að flýta sér eins og mögulegt. Þegar það er komið sjáum við betur hvar við stöndum gagnvart Pfizer og hvað við fáum mikið af skömmtum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segist ekki vita hvaða bóluefni muni fyrst fá samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu, hvort það verði Pfizer eða eitthvað annað. Þá sé enn ekki hægt að nefna neina ákveðna viku eða dagsetningu varðandi það hvenær bóluesetning hefst hérlendis. Aðspurður hvort fólki muni geti valið hvaða bóluefni það fær ef nokkur bóluefni verða í boði segir Þórólfur að það geti reynst mjög erfitt að bjóða upp á slíkt val. „Nei, það getur reynst mjög erfitt vegna þess að sum af þessum bóluefnum eru mjög erfið í flutningi og erfið í geymslu. Þannig að það verður kannski bara hægt að nota þau á ákveðnum stöðum því að við getum sennilega ekki flutt þau mikið út um land og á minni staðir. Svo þurfum við líka að taka tillit til hvað rannsóknarniðurstöður á þessum bóluefnum segja, á hvernig hópum þau hafa verið rannsökuð og svo framvegis þannig að ég geri ráð fyrir því að það verði mjög erfitt að standa í þeim sporum að bjóða fólki upp á mismunandi tegundir af bóluefni,“ segir Þórólfur. Rannsóknir á bóluefnum Pfizer og Moderna gefa til kynna að þau veiti 95% vörn gegn Covid-19. Bóluefni AstraZeneca er einnig komið langt í þróun en fyrstu niðurstöður rannsókna á því gefa til kynna 70% vörn gegn Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira