Segir hvimleitt að leikirnir klárist ekki á sama tíma en árangurinn frábæran Anton Ingi Leifsson skrifar 1. desember 2020 18:01 Jón Þór Hauksson. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson var í skýjunum með sigur Ísland á Ungverjalandi fyrr í kvöld og sagði sigurmarkið stórkostlegt. „Ég er í skýjunum með sigurinn og sigrana tvo,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, eftir 1-0 sigurinn gegn Ungverjalandi í undankeppni EM í kvöld. Berglind Björg Þorvalsdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins í síðari hálfleik en sigurinn fleytir Íslandi svo gott sem á EM. Ísland vann því báða leiki sína í þessari ferð og við það var stjórinn ánægður. „Við gátum ekki fengið neitt meira út úr ferðinni. Virkilega vel gert. Við höfum áður talað um það að „double header“ hafi ekki alltaf skilað okkur sex stigum en þeir gerðu það núna. Þetta er frábær árangur og nítján stig í þessum riðli er frábær árangur.“ Hann var næst spurður út í leik dagsins sem var ansi erfiður og voru Ungverjarnir ansi þéttir fyrir. „Þessi leikur var erfiður. Ungverjarnir voru virkilega þéttir og lágu þétt til baka og voru agaðir í sínum varnarleik. Okkur gekk illa að finna glufur á þeim varnarleik en það var stórkostlegt mark hjá Berglindi sem tryggði þessi frábæru þrjú stig og árangurinn. Við þurftum eitthvað sérstakt og það kom frá Berglindi.“ „Stíga út varnarmanninn og afgreiðslan góð. Mark sem tryggði okkur þennan frábæra árangur. Við hefðum viljað gera betur í sóknarleiknum og við fengum stöðurnar en þetta eina mark dugði okkur til þess að tryggja stigin þrjú.“ Berglind hefur heldur betur gripið tækifærin að undanförnu en hún hefur skorað í báðum leikjum liðsins í þessari ferð eftir að hafa setið mest á bekknum það sem af er undankeppninni. „Berglind hefur verið algjörlega frábær fyrir okkur. Elín byrjaði þessa undankeppni og skoraði í öllum leikjum. Samkeppnin er mikil og Berglind hefur verið virkilega til fyrirmyndar; hennar hugarfar og er tilbúin að hjálpa liðinu. Kemur inn í byrjunarliðin og skorað í báðum leikjunum. Við höfum alltaf vitað af henni og við höfum rætt það saman að hún hefur traust. Hún hefur traust frá okkur og þegar tækifærið kemur þá er hún frábær leikmaður. Hún hefur nýtt tækifærin frábærlega.“ Því miður fyrir íslenska liðið kláruðust allir leikirnir í undankeppninni ekki í kvöld og því þarf liðið að bíða mögulega fram í febrúar til þess að vita hvort að þær séu komnar á EM beint eða þurfi í umspil. „Það er hvimleitt að þessir leikir klárist ekki á sama tíma. Það er ekki í okkar höndum og það var leiðinlegt. Allt sem var í okkar valdi stóð og við getum ekki gert neitt meira. Nú er að bíða og sjá hvernig þetta endar. Við erum búin að gera okkar og ef að við förum í umspil þá gerum við það. Við erum með frábært lið,“ sagði Jón Þór. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
„Ég er í skýjunum með sigurinn og sigrana tvo,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, eftir 1-0 sigurinn gegn Ungverjalandi í undankeppni EM í kvöld. Berglind Björg Þorvalsdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins í síðari hálfleik en sigurinn fleytir Íslandi svo gott sem á EM. Ísland vann því báða leiki sína í þessari ferð og við það var stjórinn ánægður. „Við gátum ekki fengið neitt meira út úr ferðinni. Virkilega vel gert. Við höfum áður talað um það að „double header“ hafi ekki alltaf skilað okkur sex stigum en þeir gerðu það núna. Þetta er frábær árangur og nítján stig í þessum riðli er frábær árangur.“ Hann var næst spurður út í leik dagsins sem var ansi erfiður og voru Ungverjarnir ansi þéttir fyrir. „Þessi leikur var erfiður. Ungverjarnir voru virkilega þéttir og lágu þétt til baka og voru agaðir í sínum varnarleik. Okkur gekk illa að finna glufur á þeim varnarleik en það var stórkostlegt mark hjá Berglindi sem tryggði þessi frábæru þrjú stig og árangurinn. Við þurftum eitthvað sérstakt og það kom frá Berglindi.“ „Stíga út varnarmanninn og afgreiðslan góð. Mark sem tryggði okkur þennan frábæra árangur. Við hefðum viljað gera betur í sóknarleiknum og við fengum stöðurnar en þetta eina mark dugði okkur til þess að tryggja stigin þrjú.“ Berglind hefur heldur betur gripið tækifærin að undanförnu en hún hefur skorað í báðum leikjum liðsins í þessari ferð eftir að hafa setið mest á bekknum það sem af er undankeppninni. „Berglind hefur verið algjörlega frábær fyrir okkur. Elín byrjaði þessa undankeppni og skoraði í öllum leikjum. Samkeppnin er mikil og Berglind hefur verið virkilega til fyrirmyndar; hennar hugarfar og er tilbúin að hjálpa liðinu. Kemur inn í byrjunarliðin og skorað í báðum leikjunum. Við höfum alltaf vitað af henni og við höfum rætt það saman að hún hefur traust. Hún hefur traust frá okkur og þegar tækifærið kemur þá er hún frábær leikmaður. Hún hefur nýtt tækifærin frábærlega.“ Því miður fyrir íslenska liðið kláruðust allir leikirnir í undankeppninni ekki í kvöld og því þarf liðið að bíða mögulega fram í febrúar til þess að vita hvort að þær séu komnar á EM beint eða þurfi í umspil. „Það er hvimleitt að þessir leikir klárist ekki á sama tíma. Það er ekki í okkar höndum og það var leiðinlegt. Allt sem var í okkar valdi stóð og við getum ekki gert neitt meira. Nú er að bíða og sjá hvernig þetta endar. Við erum búin að gera okkar og ef að við förum í umspil þá gerum við það. Við erum með frábært lið,“ sagði Jón Þór.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05
Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40