Ríkið dæmt til að greiða Elko 18,7 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2020 14:52 Elko fær 18,7 milljónir frá ríkinu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Elko hf, rekstraraðila raftækjaverslana Elko, 18,7 milljónir vegna ólögmætrar gjaldtöku ríkisins í tengslum við innflutning á raftækjum. Málið má rekja til þess að íslenska ríkið hefur lagt á gjald vegna innflutnings Elko á raftækjum í ákveðnum tollflokkum, sem nemur 0,15 prósent af tollverði viðkomandi vöru. Álagniningin var byggð á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og reglugerðar um raforkuvirki. Á tímabilinu 15. janúar 2016 til 15. desember 2019 lagði ríkið á og innheimti samtals 18.771.555 krónur frá Elko á þessum grundvelli. Elko fór fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með bréfi til tollstjóra 30. desember síðastliðinn, á grundvelli þess að um ólögmæta gjaldtöku væri að ræða. Endugreiðslunni var hafnað og höfðaði Elko því mál á hendur ríkinu. Elko hélt því fram að umrædd gjöld væru skattur. Til þess að um heimildir til skattlagningar sé að ræða þurfi lög að kveða á um hverjir séu skattskyldir, við hvað skatturinn skuli miðast og hver sé fjárhæð hans. Ákvæði sem eftirláti stjórnvöldum ákvörðunarvald um fjárhæð skatts uppfylli ekki þessar kröfur. Íslenska ríkið taldi umrædda gjaldlagningu hins vegar vera lögmæta skattheimtu. Skýrt væri kveðið á um það í lögum sem umrædd gjaldtaka byggði á hverjir væru skattskyldir, við hvað skatturinn miðaði og hver væri fjárhæð hans. Svigrúm ráðherra standist ekki stjórnarskrá Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað til þess að samkvæmt lögunum hafi ráðherra svigrúm til þess að ákveða hlutfall umrædds gjalds, innan þess ramma sem mælt er fyrir um eða 0,15 prósent af tollverði. Segir í dómi héraðsóms að þetta svigrúm ráðherra til að ákveða hlutfall skattsins samrýmist ekki kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig hafi löggjafinn gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Því hafi umrædd skattheimta ekki stuðst við gilda lagaheimild. Var íslenska ríkið því dæmt til að endurgreiða Elko þá fjármuni sem ríkið hafði innheimt, all 18,7 milljónir , auk 900.000 króna í málskostnað. Neytendur Dómsmál Verslun Skattar og tollar Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Sjá meira
Málið má rekja til þess að íslenska ríkið hefur lagt á gjald vegna innflutnings Elko á raftækjum í ákveðnum tollflokkum, sem nemur 0,15 prósent af tollverði viðkomandi vöru. Álagniningin var byggð á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og reglugerðar um raforkuvirki. Á tímabilinu 15. janúar 2016 til 15. desember 2019 lagði ríkið á og innheimti samtals 18.771.555 krónur frá Elko á þessum grundvelli. Elko fór fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með bréfi til tollstjóra 30. desember síðastliðinn, á grundvelli þess að um ólögmæta gjaldtöku væri að ræða. Endugreiðslunni var hafnað og höfðaði Elko því mál á hendur ríkinu. Elko hélt því fram að umrædd gjöld væru skattur. Til þess að um heimildir til skattlagningar sé að ræða þurfi lög að kveða á um hverjir séu skattskyldir, við hvað skatturinn skuli miðast og hver sé fjárhæð hans. Ákvæði sem eftirláti stjórnvöldum ákvörðunarvald um fjárhæð skatts uppfylli ekki þessar kröfur. Íslenska ríkið taldi umrædda gjaldlagningu hins vegar vera lögmæta skattheimtu. Skýrt væri kveðið á um það í lögum sem umrædd gjaldtaka byggði á hverjir væru skattskyldir, við hvað skatturinn miðaði og hver væri fjárhæð hans. Svigrúm ráðherra standist ekki stjórnarskrá Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað til þess að samkvæmt lögunum hafi ráðherra svigrúm til þess að ákveða hlutfall umrædds gjalds, innan þess ramma sem mælt er fyrir um eða 0,15 prósent af tollverði. Segir í dómi héraðsóms að þetta svigrúm ráðherra til að ákveða hlutfall skattsins samrýmist ekki kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig hafi löggjafinn gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Því hafi umrædd skattheimta ekki stuðst við gilda lagaheimild. Var íslenska ríkið því dæmt til að endurgreiða Elko þá fjármuni sem ríkið hafði innheimt, all 18,7 milljónir , auk 900.000 króna í málskostnað.
Neytendur Dómsmál Verslun Skattar og tollar Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Sjá meira