Van Basten ráðleggur Ajax strákunum að „ráðast á“ Liverpool liðið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 11:31 Það hefur vantað marga lykilmenn í Liverpool liðið að undanförnu og Marco van Basten veit það vel. Getty/samsett Liverpool má ekki misstíga sig aftur í Meistaradeildinni í kvöld þegar Ajax liðið kemur í heimsókn á Anfield. Hollenska goðsögnin Marco van Basten sér sóknarfæri fyrir sína menn í Ajax á móti Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Varnarmenn Liverpool eru mistækir þessa dagana á mati eins besta sóknarmanns allra tíma og hann sér tækifæri fyrir sína menn til að nýta sér það á Anfield í kvöld. Liverpool vann fyrstu þrjá leiki sína í Meistaradeildinni þar af 1-0 sigur á Ajax í Hollandi. Eftir tap Liverpool á móti Atalanta í síðasta leik þá er komin meiri spenna í riðilinn. Liverpool er með 9 stig en bæði Ajax og Atalanta eru með 7 stig. Marco van Basten | They really make mistakes Ajax legend tells club to attack Liverpool youngsters in CL clash.https://t.co/L1o9lhtoNW #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) November 30, 2020 Marco van Basten mætti í viðtal í þættinum Rondo en þar ræddi þessi 56 ára gamla lifandi goðsögn möguleika Ajax á móti Liverpool liðinu. Liverpool hefur misst miðverðina Joe Gomez og Virgil Van Dijk í langtíma meiðsli og þá er Trent Alexander-Arnold einnig óleikfær vegna kálfameiðsla. Jürgen Klopp þarf því að treysta á yngri og óreyndari leikmenn í vörninni og það finnst Marco van Basten að Ajax liðið eigi að nýta sér. Van Basten nefndi sérstaklega þá Neco Williams og Rhys Williams sem hafa komið við sögu í síðustu leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þar áður tapaði liðið 2-0 á heimavelli á móti Atalanta í Meistaradeildinni. „Þeir eru núna komnir með allt aðra menn í vörnina og þessir menn eru að gera sig seka um mistök,“ sagði Van Basten „Ef Ajax spilar á móti þessum strákum þá þurfa þeir að ráðast á þá. Varnarleikurinn er ekki sterkasti hluti leiks Liverpool þessa stundina,“ sagði Marco van Basten. Neco Williams og Rhys Williams eru báðir aðeins nítján ára gamlir og þetta er fyrsta tímabilið þeirra í alvöru hlutverkum. Það hjálpar auðvitað ekki að Klopp er á fleygiferð með vörnina sína og er að gera breytingu á henni í hverjum leik. Leikur Liverpool og Ajax verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan frá klukkan 19.50 í kvöld en að auki verða þrír aðrir leikir sýndir beint eða Shakhtar Donetsk-Real Madrid (Stöð 2 Sport 4 kl. 17.55), Atlético Madrid-Bayern München (Stöð 2 Sport 3 kl. 20.00) og Porto-Manchester City (Stöð 2 Sport 5 kl. 20.00). Meistaradeildarmessan verður á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sjá meira
Hollenska goðsögnin Marco van Basten sér sóknarfæri fyrir sína menn í Ajax á móti Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Varnarmenn Liverpool eru mistækir þessa dagana á mati eins besta sóknarmanns allra tíma og hann sér tækifæri fyrir sína menn til að nýta sér það á Anfield í kvöld. Liverpool vann fyrstu þrjá leiki sína í Meistaradeildinni þar af 1-0 sigur á Ajax í Hollandi. Eftir tap Liverpool á móti Atalanta í síðasta leik þá er komin meiri spenna í riðilinn. Liverpool er með 9 stig en bæði Ajax og Atalanta eru með 7 stig. Marco van Basten | They really make mistakes Ajax legend tells club to attack Liverpool youngsters in CL clash.https://t.co/L1o9lhtoNW #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) November 30, 2020 Marco van Basten mætti í viðtal í þættinum Rondo en þar ræddi þessi 56 ára gamla lifandi goðsögn möguleika Ajax á móti Liverpool liðinu. Liverpool hefur misst miðverðina Joe Gomez og Virgil Van Dijk í langtíma meiðsli og þá er Trent Alexander-Arnold einnig óleikfær vegna kálfameiðsla. Jürgen Klopp þarf því að treysta á yngri og óreyndari leikmenn í vörninni og það finnst Marco van Basten að Ajax liðið eigi að nýta sér. Van Basten nefndi sérstaklega þá Neco Williams og Rhys Williams sem hafa komið við sögu í síðustu leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þar áður tapaði liðið 2-0 á heimavelli á móti Atalanta í Meistaradeildinni. „Þeir eru núna komnir með allt aðra menn í vörnina og þessir menn eru að gera sig seka um mistök,“ sagði Van Basten „Ef Ajax spilar á móti þessum strákum þá þurfa þeir að ráðast á þá. Varnarleikurinn er ekki sterkasti hluti leiks Liverpool þessa stundina,“ sagði Marco van Basten. Neco Williams og Rhys Williams eru báðir aðeins nítján ára gamlir og þetta er fyrsta tímabilið þeirra í alvöru hlutverkum. Það hjálpar auðvitað ekki að Klopp er á fleygiferð með vörnina sína og er að gera breytingu á henni í hverjum leik. Leikur Liverpool og Ajax verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan frá klukkan 19.50 í kvöld en að auki verða þrír aðrir leikir sýndir beint eða Shakhtar Donetsk-Real Madrid (Stöð 2 Sport 4 kl. 17.55), Atlético Madrid-Bayern München (Stöð 2 Sport 3 kl. 20.00) og Porto-Manchester City (Stöð 2 Sport 5 kl. 20.00). Meistaradeildarmessan verður á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sjá meira