Næstu sóttvarnaaðgerðir kynntar í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2020 08:23 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þegar hertar aðgerðir voru kynntar í lok október. Fyrir aftan sést glitta í sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm Búist er við því að ríkisstjórnin tilkynni í dag um næstu sóttvarnaaðgerðir þar sem núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir fellur úr gildi á miðnætti í kvöld. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði á sunnudag tillögum sínum að næstu aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hann hefur ekki viljað fara út í það í hverju tillögurnar felast en sagði þó í gær að hann teldi ekki mikið svigrúm til afléttinga í ljósi þróunar faraldursins síðustu daga. Um miðja síðustu viku hafði Þórólfur skilað öðrum tillögum til ráðherra en þegar smitum fór fjölgandi í síðari hluta vikunnar dró hann þær tillögur til baka og smíðaði nýjar. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi eins og venja er á þriðjudagsmorgnum og má gera ráð fyrir að minnisblað sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra verði til umræðu þar. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir tók gildi þann 18. nóvember. Hún kveður á um tíu manna samkomubann, tveggja metra fjarlægðarmörk og grímuskyldu þar sem ekki hægt að tryggja tvo metrana, til dæmis í almenningssamgöngum og verslunum. Þá er íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt en líkamsræktarstöðvar og sundlaugar eru lokaðar. Skemmtistaðir og barir eru einnig lokaðir og þá þurfa veitingastaðir með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsemi sem krefst nálægðar og/eða snertingar, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara, er heimil að uppfylltri grímuskyldu, tíu manna fjöldatakmörkun viðskiptavina og tveggja metra reglu á milli þeirra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði á sunnudag tillögum sínum að næstu aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hann hefur ekki viljað fara út í það í hverju tillögurnar felast en sagði þó í gær að hann teldi ekki mikið svigrúm til afléttinga í ljósi þróunar faraldursins síðustu daga. Um miðja síðustu viku hafði Þórólfur skilað öðrum tillögum til ráðherra en þegar smitum fór fjölgandi í síðari hluta vikunnar dró hann þær tillögur til baka og smíðaði nýjar. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi eins og venja er á þriðjudagsmorgnum og má gera ráð fyrir að minnisblað sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra verði til umræðu þar. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir tók gildi þann 18. nóvember. Hún kveður á um tíu manna samkomubann, tveggja metra fjarlægðarmörk og grímuskyldu þar sem ekki hægt að tryggja tvo metrana, til dæmis í almenningssamgöngum og verslunum. Þá er íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt en líkamsræktarstöðvar og sundlaugar eru lokaðar. Skemmtistaðir og barir eru einnig lokaðir og þá þurfa veitingastaðir með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsemi sem krefst nálægðar og/eða snertingar, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara, er heimil að uppfylltri grímuskyldu, tíu manna fjöldatakmörkun viðskiptavina og tveggja metra reglu á milli þeirra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira