Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, segir að Edinson Cavani sé besti leikmaður sem hann hefur æft með. Þetta hafði fyrirliðinn eftir sér eftir frammistöðu Úrúgvæans í gær.
Cavani lék á alls oddi í 3-2 sigri United á Southampton í gær. Framherjinn kom inn á í stöðunni 2-0 fyrir Southampton í leikhléi en hann skoraði tvö af þremur mörkum United.
Maguire lofar framherjann í hástert og segir að hann sé besti leikmaður sem hann hefur æft með en Maguire hefur æft með mörgum góðum.
Kaptajn om Cavani: Bedste jeg har trænet med https://t.co/kE4LizVZxt
— bold.dk (@bolddk) November 30, 2020
„Hreyfingarnar hans í teignum eru frábærar. Þetat er besti leikmaður sem ég hef spilað með á æfingu. Hann er alltaf á hreyfingu,“ sagði fyrirliðinn eftir frammistöðu Cavani í gær.
„Við vitum hvað hann getur og getur komið með til félagsins. Það er mikilvægt að hann haldi áfram núna því hann er topp, topp leikmaður,“ bætti enski miðvörðurinn við.