Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir ófyrirsjáanleika stjórnvalda. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Einnig verður fjallað um þróun bóluefnis og um svokallað bráðabólguheilkenni sem börn hafa fengið víða erlendis í kjölfar kórónuveirunnar. Ekkert barn hefur veikst hér á landi með heilkennið. Rætt verður við barnalækni um málið.
Einnig verður sagt frá víðtækum breytingum sem gerðar verða á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda. Barnamálaráðherra kynnti frumvarpið í dag.
Þá verður því velt upp hver skýringin sé á því að ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi, þar sem áður var svartur jökulsandur.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.