Vonast til að De Gea geti mætt PSG Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2020 12:01 David de Gea fær aðhlynningu eftir að hafa meiðst gegn Southampton í gær. Getty/Mike Hewitt Ole Gunnar Solskjær vonast til þess að spænski markmaðurinn David de Gea verði búinn að jafna sig fyrir stórleik Manchester United við PSG í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld. De Gea fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik í leik United við Southampton í gær. Þá var staðan 2-0 fyrir Southampton. Lítið reyndi á Dean Henderson sem stóð í markinu í seinni hálfleik þegar United sneri leiknum sér í vil og vann 3-2. De Gea skall með vinstra hnéð í stöngina þegar hann reyndi að verjast aukaspyrnu James Ward-Prowse, þegar Southampton komst í 2-0. Solskjær var spurður út í meiðslin eftir leik: „Við skulum fara með De Gea í smávægilega skönnun eða skoðun. Vonandi verður hann í lagi á miðvikudaginn en ég er ekki viss,“ sagði knattspyrnustjórinn. „Dean spilaði samt vel. Hann er markmaður sem er vanur því að láta í sér heyra. Hann vill skipuleggja liðið. Hann þurfti ekki að taka á honum stóra sínum í markvörslunum en sýndi öryggi í höndunum,“ sagði Solskjær. View this post on Instagram A post shared by Dean Henderson (@deanhenderson) Þetta var fyrsti leikur Hendersons fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Áður hafði hann spilað í deildabikarnum og Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, eftir að hafa verið að láni hjá Sheffield United síðustu tvö ár og þótt standa sig vel í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Spurður út í orðróm þess efnis að Henderson færi að láni í janúar sagði Solskjær í síðustu viku að enski markmaðurinn „vildi vera áfram hjá Manchester United“. Henderson berst fyrir sæti sínu í enska landsliðshópnum sem fer á EM næsta sumar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. 29. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Sjá meira
De Gea fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik í leik United við Southampton í gær. Þá var staðan 2-0 fyrir Southampton. Lítið reyndi á Dean Henderson sem stóð í markinu í seinni hálfleik þegar United sneri leiknum sér í vil og vann 3-2. De Gea skall með vinstra hnéð í stöngina þegar hann reyndi að verjast aukaspyrnu James Ward-Prowse, þegar Southampton komst í 2-0. Solskjær var spurður út í meiðslin eftir leik: „Við skulum fara með De Gea í smávægilega skönnun eða skoðun. Vonandi verður hann í lagi á miðvikudaginn en ég er ekki viss,“ sagði knattspyrnustjórinn. „Dean spilaði samt vel. Hann er markmaður sem er vanur því að láta í sér heyra. Hann vill skipuleggja liðið. Hann þurfti ekki að taka á honum stóra sínum í markvörslunum en sýndi öryggi í höndunum,“ sagði Solskjær. View this post on Instagram A post shared by Dean Henderson (@deanhenderson) Þetta var fyrsti leikur Hendersons fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Áður hafði hann spilað í deildabikarnum og Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, eftir að hafa verið að láni hjá Sheffield United síðustu tvö ár og þótt standa sig vel í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Spurður út í orðróm þess efnis að Henderson færi að láni í janúar sagði Solskjær í síðustu viku að enski markmaðurinn „vildi vera áfram hjá Manchester United“. Henderson berst fyrir sæti sínu í enska landsliðshópnum sem fer á EM næsta sumar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. 29. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Sjá meira
Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. 29. nóvember 2020 16:00
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn