Shearer æsti sig: Við erum að tala um líf eða dauða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2020 10:31 Það leit út fyrir að David Luiz væri í engu ástandi til að halda áfram en hann fékk samt að fara aftur inn á völlinn. EPA-EFE/Catherine Ivill Árið er 2020 en samt fékk Arsenal maðurinn David Luiz að fara aftur inn á völlinn í gærkvöldi þrátt fyrir að hafa skömmu áður fengið slæmt höfuðhögg. Upptendraður Alan Shearer kallaði eftir breyttum vinnubrögðum. Margir hafa hneykslast á því af hverju Arsenal maðurinn David Luiz fékk að fara aftur inn á völlinn eftir höfuðhöggið sitt í gær. Höfuðhögg í kappleikjum eru lífsins alvara og rangar ákvarðanir geta haft langvarandi slæmar afleiðingar fyrir íþróttafólkið bæði innan sem utan vallar. Þetta vita allir í dag og því hefur atvikið í lokaleik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni vakið upp hörð viðbrögð. Raul Jimenez og David Luiz skullu illa saman í leik Arsenal og Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni sem endaði með því að Raul Jimenez var fluttur burt í sjúkrabíl. David Luiz kom hins vegar aftur inn á völlinn með hausinn allan vafinn en var síðan skipt útaf í hálfleik. Það er í raun óskiljanlegt að Brasilíumaðurinn hafi fengið að spila áfram eftir þetta mikla höfuðhögg. Raul Jimenez had to be stretchered off against Arsenal after a clash of heads with David Luiz.Get well soon pic.twitter.com/Td0o0PK5LB— B/R Football (@brfootball) November 29, 2020 Arsenal sagðist hafa fylgt öllum reglum en það blæddi í gegnum vafninginn sem var utan um allt höfuð David Luiz þegar hann kom aftur inn á völlinn. Alan Shearer ræddi þessi mál í þættinum „Match of the Day“ hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar var allt annað en sáttur með það sem hann varð vitni af í gær. Alan Shearer er ekki í vafa um það að það þurfi að passa betur upp á leikmenn þegar kemur að höfuðhöggum á fótboltavellinum. Shearer hefur einnig verið í fararbroddi í umræðunni um heilabilun sem er mun algengari meðal gamalla fótboltamanna en hjá öðrum. „Við erum að tala um líf eða dauða hérna. Við erum að tala um feril leikmanna og hvernig þeir geta orðið að engu. Þetta er ekki boðlegt og hefur verið í gangi alltof lengi,“ sagði Alan Shearer. „Það hefur verið umræða um að gera tilraunir með höfuðhöggsvaramenn en hvað þarf að prófa þar? Af hverju er slíkt ekki orðið að veruleika núna? Við höfum séð fund eftir fund eftir fund. Það þarft ekkert að prófa þetta. Við þurfum bara að taka þetta upp,“ sagði Shearer en það má sjá umræðuna um höfuðhöggin hér fyrir neðan. "It is not acceptable."@markchapman, @alanshearer and @jjenas8 discuss concussion protocol in football - and what needs to change.#MOTD2 pic.twitter.com/7y87l8Ok4u— Match of the Day (@BBCMOTD) November 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Margir hafa hneykslast á því af hverju Arsenal maðurinn David Luiz fékk að fara aftur inn á völlinn eftir höfuðhöggið sitt í gær. Höfuðhögg í kappleikjum eru lífsins alvara og rangar ákvarðanir geta haft langvarandi slæmar afleiðingar fyrir íþróttafólkið bæði innan sem utan vallar. Þetta vita allir í dag og því hefur atvikið í lokaleik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni vakið upp hörð viðbrögð. Raul Jimenez og David Luiz skullu illa saman í leik Arsenal og Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni sem endaði með því að Raul Jimenez var fluttur burt í sjúkrabíl. David Luiz kom hins vegar aftur inn á völlinn með hausinn allan vafinn en var síðan skipt útaf í hálfleik. Það er í raun óskiljanlegt að Brasilíumaðurinn hafi fengið að spila áfram eftir þetta mikla höfuðhögg. Raul Jimenez had to be stretchered off against Arsenal after a clash of heads with David Luiz.Get well soon pic.twitter.com/Td0o0PK5LB— B/R Football (@brfootball) November 29, 2020 Arsenal sagðist hafa fylgt öllum reglum en það blæddi í gegnum vafninginn sem var utan um allt höfuð David Luiz þegar hann kom aftur inn á völlinn. Alan Shearer ræddi þessi mál í þættinum „Match of the Day“ hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar var allt annað en sáttur með það sem hann varð vitni af í gær. Alan Shearer er ekki í vafa um það að það þurfi að passa betur upp á leikmenn þegar kemur að höfuðhöggum á fótboltavellinum. Shearer hefur einnig verið í fararbroddi í umræðunni um heilabilun sem er mun algengari meðal gamalla fótboltamanna en hjá öðrum. „Við erum að tala um líf eða dauða hérna. Við erum að tala um feril leikmanna og hvernig þeir geta orðið að engu. Þetta er ekki boðlegt og hefur verið í gangi alltof lengi,“ sagði Alan Shearer. „Það hefur verið umræða um að gera tilraunir með höfuðhöggsvaramenn en hvað þarf að prófa þar? Af hverju er slíkt ekki orðið að veruleika núna? Við höfum séð fund eftir fund eftir fund. Það þarft ekkert að prófa þetta. Við þurfum bara að taka þetta upp,“ sagði Shearer en það má sjá umræðuna um höfuðhöggin hér fyrir neðan. "It is not acceptable."@markchapman, @alanshearer and @jjenas8 discuss concussion protocol in football - and what needs to change.#MOTD2 pic.twitter.com/7y87l8Ok4u— Match of the Day (@BBCMOTD) November 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira