Rúmlega fjórar milljónir hafa smitast í Bandaríkjunum í nóvember Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2020 10:07 Heilbrigðisstarfsmenn í Los Angeles í Bandaríkjunum fylgjast með endurlífgunartilraunum á Covid-19 sjúklingi. AP/Jae C. Hong Heildarfjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Bandaríkjunum í nóvember fór yfir fjórar milljónir í gær. Í október smituðust 1,9 milljónir manna. Óttast er að ástandið muni versna verulega vegna mikilla ferðalaga Bandaríkjamanna í tengslum við Þakkargjörðahátíðina og mikillar mannmergðar í verslunum. Milljónir manna fóru gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna og sérfræðinga fyrir helgina og lögðu land undir fót. Heilbrigðisstarfsmenn hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með landa sína í fjölmiðlum vestanhafs. Að meðaltali hafa rúmlega 170 þúsund manns greinst smitaðir á dag í Bandaríkjunum að undanförnu. Frá upphafi faraldursins hafa 13,2 milljónir manna smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé og rúmlega 266 þúsund hafa dáið. Ástandið er hvergi verra í heiminum og hafa fregnir borist af miklum erfiðleikum á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum. Í gær voru rúmlega 91 þúsund manns lagðir inn á sjúkrahús og hafa þeir aldrei verið fleiri. Útlit fyrir mikla dreifingu Sé litið til talna um fjölda dauðsfalla er útlit fyrir að veiran sé mjög dreifð um Bandaríkin. Heilt yfir hefur dánartíðni farið lækkandi og þá að miklu leyti vegna þess að heilbrigðisstarfsmenn hafa lært dýrmætar lexíur hvernig meðhöndla á Covid-19. Á miðvikudaginn dóu þó um 2.300 manns í Bandaríkjunum og hafði sú tala ekki verið hærri frá því í maí. Í öllum Bandaríkjunum voru þó einungis þrjár sýslur sem tilkynntu fleiri en tuttugu dauðsföll og er það til marks um útbreiðslu veirunnar. Sérfræðingar óttast hvað muni gerast eftir tvær vikur og eru hræddir um að heilbrigðisstofnanir víðs vegar um Bandaríkin muni jafnvel kikna undan álaginu sem gæti myndast. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sjá meira
Milljónir manna fóru gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna og sérfræðinga fyrir helgina og lögðu land undir fót. Heilbrigðisstarfsmenn hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með landa sína í fjölmiðlum vestanhafs. Að meðaltali hafa rúmlega 170 þúsund manns greinst smitaðir á dag í Bandaríkjunum að undanförnu. Frá upphafi faraldursins hafa 13,2 milljónir manna smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé og rúmlega 266 þúsund hafa dáið. Ástandið er hvergi verra í heiminum og hafa fregnir borist af miklum erfiðleikum á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum. Í gær voru rúmlega 91 þúsund manns lagðir inn á sjúkrahús og hafa þeir aldrei verið fleiri. Útlit fyrir mikla dreifingu Sé litið til talna um fjölda dauðsfalla er útlit fyrir að veiran sé mjög dreifð um Bandaríkin. Heilt yfir hefur dánartíðni farið lækkandi og þá að miklu leyti vegna þess að heilbrigðisstarfsmenn hafa lært dýrmætar lexíur hvernig meðhöndla á Covid-19. Á miðvikudaginn dóu þó um 2.300 manns í Bandaríkjunum og hafði sú tala ekki verið hærri frá því í maí. Í öllum Bandaríkjunum voru þó einungis þrjár sýslur sem tilkynntu fleiri en tuttugu dauðsföll og er það til marks um útbreiðslu veirunnar. Sérfræðingar óttast hvað muni gerast eftir tvær vikur og eru hræddir um að heilbrigðisstofnanir víðs vegar um Bandaríkin muni jafnvel kikna undan álaginu sem gæti myndast.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sjá meira